Spennandi samstarf Bandaríkjanna og Rússa Björn Berg Gunnarsson skrifar 4. október 2017 07:00 Geimhöfn á braut um tunglið er á teikniborði NASA og rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscosmos. Slík aðstaða er sögð forsenda mannaðra geimferða til Mars og víðar auk þess sem framkvæmdir og rannsóknir á tunglinu verða fýsilegri. Vonir eru bundnar við að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta áratugar. Þótt um afar ánægjulegar fréttir sé að ræða vekur tilkynningin um samstarf þessara fornu fjenda óneitanlega upp spurningar. Þrátt fyrir farsælt samstarf ríkjanna í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) undanfarna áratugi andar köldu milli ríkjanna þessa dagana og geimrannsóknir eru fjarri því í forgangi hjá leiðtogunum Trump og Putin.70% niðurskurður Útgjöld NASA hafa lítið breyst að raunvirði undanfarna þrjá áratugi en sem hlutfall af fjárlögum hafa þau stöðugt lækkað og verða á næsta ári um 0,4% útgjalda ríkisins. Rússar hafa skorið fjárfestingar til Roscosmos niður um tæp 70% frá því fyrir hina miklu lækkun olíuverðs um árið og hafa slegið meiriháttar verkefnum á borð við mannaðar tunglferðir og framkvæmdir á yfirborði tunglsins á frest. Fjárheimildir stofnunarinnar eru í dag einungis 12% af því sem NASA hefur úr að spila en árið 2014 stóð til að koma hlutfallinu fljótlega upp í 50%.Dýrasta geimverkefnið Ekkert hefur verið gefið út varðandi hugsanlegan kostnað við geimhöfnina en ljóst er að um langdýrasta geimverkefni sögunnar verður að ræða. Til samanburðar kostaði Apollo tunglferðaáætlunin á 7. og 8. áratugnum um 15.000 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag og ISS örlítið meira. Þrátt fyrir kostnaðinn við ISS er hún einungis 400 km frá jörðu en tunglið tæplega 1.000 sinnum lengra í burtu.Hlutverk einkaaðila Árleg útgjöld allra geimferðastofnana jarðar eru samtals um þriðjungur kostnaðarins við byggingu ISS og því hljótum við að spyrja okkur hver á að borga fyrir hina nýju geimhöfn við tunglið. Með því fyrsta sem NASA og Roscosmos hafa komið sér saman um er að samræma allar tæknilegar útfærslur þannig að fleiri geti komið að verkefninu og nýtt sér stöðina. Hver veit nema einkaaðilar á borð við Elon Musk og SpaceX geti komið að framkvæmdinni en þeim hefur tekist að draga umtalsvert úr kostnaði við minni háttar geimverkefni að undanförnu. Vissulega er ferð til sporbrautar tunglsins af allt annarri stærðargráðu en þjónusta við gervihnetti og geimstöðvar við jörðina en miðað við hversu vel hefur gengið er mikið hagsmunamál að einkaaðilar leiki stórt hlutverk í þessu spennandi samstarfsverkefni Rússa og Bandaríkjamanna.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Geimhöfn á braut um tunglið er á teikniborði NASA og rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscosmos. Slík aðstaða er sögð forsenda mannaðra geimferða til Mars og víðar auk þess sem framkvæmdir og rannsóknir á tunglinu verða fýsilegri. Vonir eru bundnar við að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta áratugar. Þótt um afar ánægjulegar fréttir sé að ræða vekur tilkynningin um samstarf þessara fornu fjenda óneitanlega upp spurningar. Þrátt fyrir farsælt samstarf ríkjanna í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) undanfarna áratugi andar köldu milli ríkjanna þessa dagana og geimrannsóknir eru fjarri því í forgangi hjá leiðtogunum Trump og Putin.70% niðurskurður Útgjöld NASA hafa lítið breyst að raunvirði undanfarna þrjá áratugi en sem hlutfall af fjárlögum hafa þau stöðugt lækkað og verða á næsta ári um 0,4% útgjalda ríkisins. Rússar hafa skorið fjárfestingar til Roscosmos niður um tæp 70% frá því fyrir hina miklu lækkun olíuverðs um árið og hafa slegið meiriháttar verkefnum á borð við mannaðar tunglferðir og framkvæmdir á yfirborði tunglsins á frest. Fjárheimildir stofnunarinnar eru í dag einungis 12% af því sem NASA hefur úr að spila en árið 2014 stóð til að koma hlutfallinu fljótlega upp í 50%.Dýrasta geimverkefnið Ekkert hefur verið gefið út varðandi hugsanlegan kostnað við geimhöfnina en ljóst er að um langdýrasta geimverkefni sögunnar verður að ræða. Til samanburðar kostaði Apollo tunglferðaáætlunin á 7. og 8. áratugnum um 15.000 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag og ISS örlítið meira. Þrátt fyrir kostnaðinn við ISS er hún einungis 400 km frá jörðu en tunglið tæplega 1.000 sinnum lengra í burtu.Hlutverk einkaaðila Árleg útgjöld allra geimferðastofnana jarðar eru samtals um þriðjungur kostnaðarins við byggingu ISS og því hljótum við að spyrja okkur hver á að borga fyrir hina nýju geimhöfn við tunglið. Með því fyrsta sem NASA og Roscosmos hafa komið sér saman um er að samræma allar tæknilegar útfærslur þannig að fleiri geti komið að verkefninu og nýtt sér stöðina. Hver veit nema einkaaðilar á borð við Elon Musk og SpaceX geti komið að framkvæmdinni en þeim hefur tekist að draga umtalsvert úr kostnaði við minni háttar geimverkefni að undanförnu. Vissulega er ferð til sporbrautar tunglsins af allt annarri stærðargráðu en þjónusta við gervihnetti og geimstöðvar við jörðina en miðað við hversu vel hefur gengið er mikið hagsmunamál að einkaaðilar leiki stórt hlutverk í þessu spennandi samstarfsverkefni Rússa og Bandaríkjamanna.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun