Andstæðingur fóstureyðinga hvatti hjákonu til að fara í fóstureyðingu Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 22:03 Afstaða Tims Murphy í garð fóstureyðinga reyndist ekki eins einörð og hann hafði látið í veðri vaka þegar á hólminn var komið Vísir/AFP Bandarískur þingmaður Repúblikanaflokksins sem er yfirlýstur andstæðingur réttar kvenna til fóstureyðinga reyndi að fá hjákonu sína til að fara í fóstureyðingu þegar útlit var fyrir að hún væri með barni. Dagblaðið Pittsburgh Post-Gazette greinir frá smáskilaboðum sem Tim Murphy, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Pennsylvaníu, sendi hjákonu sinni. Murphy viðurkenndi framhjáhald sitt opinberlega fyrir nokkrum dögum. Hann hefur verið vinsæll hjá samtökum sem berjast gegn fóstureyðingum í Bandaríkjunum. Þegar hjákonan sakaði hann um hræsni í ljósi þess að hann væri yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga viðurkenndi þingmaðurinn að hann hryllti við stuðningsyfirlýsingum sem starfsmenn hans skrifuðu í hans nafni við slíkar hreyfingar. „Ég skrifa þær aldrei. Aðstoðarmenn mínir gera það. Ég les þær og mig hryllir við. Ég segi aðstoðarmönnum mínum að skrifa þær ekki framar. Ég ætla að gera það,“ skrifaði Murphy til konunnar. Engu að síður var Murphy á meðal þingmanna repúblikana sem lögðu fram frumvarp sem leggur bann við fóstureyðingum eftir tuttugu vikna meðgöngu í gær. Það var samþykkt í fulltrúadeildinni. Ólíklegt er þó talið að frumvarpið verði að lögum þar sem demókratar og hófsamir repúblikanar í öldungadeildinni eru því andsnúnir, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.Uppfært 23:06 Murphy tilkynnti í kvöld að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í þingkosningunum á næsta ári. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Bandarískur þingmaður Repúblikanaflokksins sem er yfirlýstur andstæðingur réttar kvenna til fóstureyðinga reyndi að fá hjákonu sína til að fara í fóstureyðingu þegar útlit var fyrir að hún væri með barni. Dagblaðið Pittsburgh Post-Gazette greinir frá smáskilaboðum sem Tim Murphy, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Pennsylvaníu, sendi hjákonu sinni. Murphy viðurkenndi framhjáhald sitt opinberlega fyrir nokkrum dögum. Hann hefur verið vinsæll hjá samtökum sem berjast gegn fóstureyðingum í Bandaríkjunum. Þegar hjákonan sakaði hann um hræsni í ljósi þess að hann væri yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga viðurkenndi þingmaðurinn að hann hryllti við stuðningsyfirlýsingum sem starfsmenn hans skrifuðu í hans nafni við slíkar hreyfingar. „Ég skrifa þær aldrei. Aðstoðarmenn mínir gera það. Ég les þær og mig hryllir við. Ég segi aðstoðarmönnum mínum að skrifa þær ekki framar. Ég ætla að gera það,“ skrifaði Murphy til konunnar. Engu að síður var Murphy á meðal þingmanna repúblikana sem lögðu fram frumvarp sem leggur bann við fóstureyðingum eftir tuttugu vikna meðgöngu í gær. Það var samþykkt í fulltrúadeildinni. Ólíklegt er þó talið að frumvarpið verði að lögum þar sem demókratar og hófsamir repúblikanar í öldungadeildinni eru því andsnúnir, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.Uppfært 23:06 Murphy tilkynnti í kvöld að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í þingkosningunum á næsta ári.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira