Körfubolti

Frestað þar sem meirihluta Þórsara er með matareitrun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Halldór Garðar Hermannsson var einn af þeim fyrstu til að veikjast og gat ekki spilað gegn KR í meistaraleiknum.
Halldór Garðar Hermannsson var einn af þeim fyrstu til að veikjast og gat ekki spilað gegn KR í meistaraleiknum. vísir/ernir

KKÍ hefur neyðst til þess að fresta leik Grindavík og Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld þar sem meirihluti liðs Þórs er veikur.

Leikmenn nældu sér í matareitrun á dögunum og liggur meirihluti liðsins í veikindum. Samkvæmt heimildum Vísis eru alls ellefu leikmenn liðsins að glíma við veikindi.

Ekki er búið að ákveða hvenær leikur liðsins verður leikinn.

Leikurinn átti að vera í beinni á Stöð 2 Sport en þar sem hann fer ekki fram verður leikur Hauka og Þórs frá Akureyri sýndur í staðinn. Hann hefst klukkan 19.15.

Dominos körfuboltakvöld er síðan á dagskránni klukkan 22.00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.