Handbolti

Seinni bylgjan: Ekki sæmandi mönnum með þessa getu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Afturelding vann opnunarleik tímabilsins í handboltanum, meistaraleikinn sjálfann, og urðu þar með meistarar meistaranna.

Síðan þá hafa þeir hins vegar ekki unnið leik og mega þakka jafntefli við Stjörnuna í þriðju umferð fyrir að vera með stig í deildinni.

Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fóru heldur betur ekki fögrum orðum um Aftureldingu í gærkvöld.

„Horfum bara á þessa feila þarna, þetta er ekki sæmandi mönnum með þessa getu,“ sagði Sebastian Alexandersson.

„Ég held að leikmennirnir verði að gyrða sig í brók,“ bætti Gunnar Berg Viktorsson við. „Með svona frammistöðu, þeir myndu ekki vinna leiki í næst-efstu deild.“

Afturelding lá 29-22 fyrir Fram á fimmtudag og skoruðu aðeins úr 51 prósent skota sinna í leiknum, og aðeins úr 29 prósenta skota sinna utan af velli.

„Það vantar alla stemingu í leikmannahópinn, það eru allir með hausinn ofan í parket. Ég skil ekki hvað er í gangi,“ sagði Sebastian.

Umræðuna í heildinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×