Nú er það Svart(á) Óli Halldórsson skrifar 28. september 2017 07:00 Á Alþingi síðastliðið vor lagði ég fyrir fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, og umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttur, nokkrar spurningar. Þær snérust um lítið mál norður í landi, en stórt þó. Um það hvernig einkafjárfestar bera sig að við að sækja sér virkjunarheimildir á ríkisjörð, Stóru-Tungu í Bárðardal, til 10 MW vatnsaflsvirkjunar í eigin þágu. Markmiðið með bröltinu er ekki að lýsa upp rafmagnslausar sveitir, eða knýja hjól atvinnulífs afskekktra byggða, heldur einfaldlega að finna arðbæra leið til að ávaxta fé nokkurra einstaklinga á markaði.Að sækja sér virkjunarrétt Svör fjármála- og efnahagsráðherra eru athyglisverð. Þau draga fram mjög veigamikil atriði um náttúruvernd á Íslandi almennt: „Lagaheimildir til gerðar nýtingarsamninga um orkuauðlindir á landi í eigu ríkisins eru ekki einskorðaðar við félög í eigu ríkisins. Áður hefur verið gengið til samninga um nýtingu orkuauðlinda á landsvæðum í eigu ríkisins við einkaaðila.“ „Samkvæmt lögum er það Orkustofnun sem gefur út rannsóknarleyfi sem er grundvöllur fyrir virkjunarleyfi ef rannsóknir sýna að hagkvæmt getur verið að virkja tiltekna auðlind. Slík rannsóknarleyfi eru gefin út til umsækjanda um slík leyfi án sérstaks samþykkis landeiganda. Meginhugsun laganna er að eigandi jarðeigna geti ekki staðið í vegi fyrir nýtingu á auðlindum landsins að þessu leyti ef virkjunarkosturinn er metinn hagkvæmur.“ Þetta skýrir sig sjálft. Svo virðist sem ráðuneytið líti svo á að hér geti nokkurn veginn hver sem er gengið á fund ríkisstofnunar og sótt sér heimildir til „rannsókna“ á virkjunarkostum. Og það sé hægt að gera fyrir luktum dyrum án nokkurra opinberra upplýsinga eða auglýsinga. Hagkvæmni er svo forsendan fyrir „virkjunarleyfi“ sem ráðherrann gefur út og sennilega notuð reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“. Sérstakt samþykki landeigenda er óþarft. Í tilviki Svartárvirkjunar, og þeirra einstaklinga sem ásælast þá auðlind, myndi samningur tryggja 90-97% af rentum í vasa einkafjárfestanna til framtíðar. Ríkið/almenningur fengi hlutdeild í 3-10%. Húsöndin og urriðinn ekkert.Umhverfisráðherra mótfallinn? Víkjum þá að umhverfis- og auðlindaráðherra. Svar hennar um virkjun einkafjárfestanna í Svartánni er vissulega loðið eins og við var að búast. Það verður þó seint túlkað í þá veru að það lýsi jákvæðni gagnvart áformum garpanna sem vilja fórna Svartá fyrir ávöxtun aura sinna. Ráðherra segir m.a.: „Almennt er það afstaða ráðherra að leggja þurfi aukna áherslu á friðlýsingar og náttúruvernd og það er stefna hennar að vinna að fjölgun og stækkun á friðlýstum svæðum á landinu. Í því geta falist mikil tækifæri.“ „Almennt er afstaða ráðherra sú að ekki dugi að líta eingöngu til þeirra verðmæta sem felast í orkuauðlindum svæða, heldur eru jafnframt mikil verðmæti fólgin í lífríki, víðerni og náttúru sem ekki hefur verið raskað.“ „[...] ef til þess kæmi að vatnasvið Svartár og Suðurár yrði friðlýst, væri rökrétt að það yrði gert með því að svæðið yrði fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð og yrði hluti af stjórnkerfi hans.“„Svartárdeilan“ næsta Laxárdeila? Þetta er Svartárdeilan. Og hún er hafin. Það vekur óhug að í henni birtast að nokkru leyti áþekk öfl og í frægustu náttúruverndardeilu á Íslandi, Laxárdeilunni, sem átti sér stað í þarnæsta dal fyrir fáeinum áratugum. Þarna eru í aðalhlutverki nokkrir gráðugir einstaklingar sem áforma vatnaflutninga með virkjun einstæðrar náttúruperlu á landi ríkisins, í eigin þágu. Og reyna að nýta til þess máttlaust viðbragðskerfi opinberrar stjórnsýslu náttúruverndar. Skalinn er annar en forsendurnar svipaðar. Það sem gerir Svartárdeiluna verri er þó hvernig hún afhjúpar hversu berskjaldað landið okkar virðist vera fyrir áformum einstaklinga og einkafyrirtækja í virkjunarhug. Einn hópinn í þessu leikriti öllu skulum við þó ekki vanmeta. Það er fólkið í landinu. Sama fólk í sama landi og stöðvaði galnar hugmyndir gráðugu aflanna í Laxárdeilunni. Svartárvirkjun verður stöðvuð, á því leikur lítill vafi. Því fyrr sem allir átta sig á því, því betra. En hitt þarf að stöðva líka, að skotleyfi sé opið fyrir einkaaðila á náttúru Íslands í gegnum eitthvert ógegnsætt stjórnsýslupukur við leyfisútgáfu til hvers sem eftir því sækist. Svör umhverfis- og auðlindaráðherra: https://www.althingi.is/altext/146/s/1159.html Svör fjármála- og efnahagsráðherra: https://www.althingi.is/altext/146/s/1160.html Höfundur er umhverfisfræðingur og sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna í Norðurþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi síðastliðið vor lagði ég fyrir fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, og umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttur, nokkrar spurningar. Þær snérust um lítið mál norður í landi, en stórt þó. Um það hvernig einkafjárfestar bera sig að við að sækja sér virkjunarheimildir á ríkisjörð, Stóru-Tungu í Bárðardal, til 10 MW vatnsaflsvirkjunar í eigin þágu. Markmiðið með bröltinu er ekki að lýsa upp rafmagnslausar sveitir, eða knýja hjól atvinnulífs afskekktra byggða, heldur einfaldlega að finna arðbæra leið til að ávaxta fé nokkurra einstaklinga á markaði.Að sækja sér virkjunarrétt Svör fjármála- og efnahagsráðherra eru athyglisverð. Þau draga fram mjög veigamikil atriði um náttúruvernd á Íslandi almennt: „Lagaheimildir til gerðar nýtingarsamninga um orkuauðlindir á landi í eigu ríkisins eru ekki einskorðaðar við félög í eigu ríkisins. Áður hefur verið gengið til samninga um nýtingu orkuauðlinda á landsvæðum í eigu ríkisins við einkaaðila.“ „Samkvæmt lögum er það Orkustofnun sem gefur út rannsóknarleyfi sem er grundvöllur fyrir virkjunarleyfi ef rannsóknir sýna að hagkvæmt getur verið að virkja tiltekna auðlind. Slík rannsóknarleyfi eru gefin út til umsækjanda um slík leyfi án sérstaks samþykkis landeiganda. Meginhugsun laganna er að eigandi jarðeigna geti ekki staðið í vegi fyrir nýtingu á auðlindum landsins að þessu leyti ef virkjunarkosturinn er metinn hagkvæmur.“ Þetta skýrir sig sjálft. Svo virðist sem ráðuneytið líti svo á að hér geti nokkurn veginn hver sem er gengið á fund ríkisstofnunar og sótt sér heimildir til „rannsókna“ á virkjunarkostum. Og það sé hægt að gera fyrir luktum dyrum án nokkurra opinberra upplýsinga eða auglýsinga. Hagkvæmni er svo forsendan fyrir „virkjunarleyfi“ sem ráðherrann gefur út og sennilega notuð reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“. Sérstakt samþykki landeigenda er óþarft. Í tilviki Svartárvirkjunar, og þeirra einstaklinga sem ásælast þá auðlind, myndi samningur tryggja 90-97% af rentum í vasa einkafjárfestanna til framtíðar. Ríkið/almenningur fengi hlutdeild í 3-10%. Húsöndin og urriðinn ekkert.Umhverfisráðherra mótfallinn? Víkjum þá að umhverfis- og auðlindaráðherra. Svar hennar um virkjun einkafjárfestanna í Svartánni er vissulega loðið eins og við var að búast. Það verður þó seint túlkað í þá veru að það lýsi jákvæðni gagnvart áformum garpanna sem vilja fórna Svartá fyrir ávöxtun aura sinna. Ráðherra segir m.a.: „Almennt er það afstaða ráðherra að leggja þurfi aukna áherslu á friðlýsingar og náttúruvernd og það er stefna hennar að vinna að fjölgun og stækkun á friðlýstum svæðum á landinu. Í því geta falist mikil tækifæri.“ „Almennt er afstaða ráðherra sú að ekki dugi að líta eingöngu til þeirra verðmæta sem felast í orkuauðlindum svæða, heldur eru jafnframt mikil verðmæti fólgin í lífríki, víðerni og náttúru sem ekki hefur verið raskað.“ „[...] ef til þess kæmi að vatnasvið Svartár og Suðurár yrði friðlýst, væri rökrétt að það yrði gert með því að svæðið yrði fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð og yrði hluti af stjórnkerfi hans.“„Svartárdeilan“ næsta Laxárdeila? Þetta er Svartárdeilan. Og hún er hafin. Það vekur óhug að í henni birtast að nokkru leyti áþekk öfl og í frægustu náttúruverndardeilu á Íslandi, Laxárdeilunni, sem átti sér stað í þarnæsta dal fyrir fáeinum áratugum. Þarna eru í aðalhlutverki nokkrir gráðugir einstaklingar sem áforma vatnaflutninga með virkjun einstæðrar náttúruperlu á landi ríkisins, í eigin þágu. Og reyna að nýta til þess máttlaust viðbragðskerfi opinberrar stjórnsýslu náttúruverndar. Skalinn er annar en forsendurnar svipaðar. Það sem gerir Svartárdeiluna verri er þó hvernig hún afhjúpar hversu berskjaldað landið okkar virðist vera fyrir áformum einstaklinga og einkafyrirtækja í virkjunarhug. Einn hópinn í þessu leikriti öllu skulum við þó ekki vanmeta. Það er fólkið í landinu. Sama fólk í sama landi og stöðvaði galnar hugmyndir gráðugu aflanna í Laxárdeilunni. Svartárvirkjun verður stöðvuð, á því leikur lítill vafi. Því fyrr sem allir átta sig á því, því betra. En hitt þarf að stöðva líka, að skotleyfi sé opið fyrir einkaaðila á náttúru Íslands í gegnum eitthvert ógegnsætt stjórnsýslupukur við leyfisútgáfu til hvers sem eftir því sækist. Svör umhverfis- og auðlindaráðherra: https://www.althingi.is/altext/146/s/1159.html Svör fjármála- og efnahagsráðherra: https://www.althingi.is/altext/146/s/1160.html Höfundur er umhverfisfræðingur og sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna í Norðurþingi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun