Sóttvarnalæknir mælir með að lyf gegn HIV smiti verði gert aðgengilegra Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2017 19:30 Sóttvarnalæknir leggur til að lyf sem getur komið í veg fyrir HIV smit verði gert aðgengilegra fyrir almenning en nú er. Lyfið virkar þó ekki ekki á aðra kynsjúkdóma eins og sárasótt og lekanda en mikil fjölgun hefur verið í smiti á þeim sjúkdómum að undanförnu en sárasótt getur valdið skaða á fósti í móðurkviði. Lyfið sem um ræðir heitir Truvada, stundum kallað Prep, og er notað af samkynhneigðum karlmönnum víða um heim til að koma í veg fyrir HIV smit. Eins og er er lyfið S-merkt sem þýðir að það er aðeins gefið á sjúkrahúsum á Íslandi. En sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðuneytið að þar verði breyting á. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greinir frá því á fréttasíðinnu GayIceland að í umsögn Landlæknisembættisins til heilbrigisráðuneytisins sé lagt til að Truvada, eða Prep eins og lyfið er stundum kallað, verði gert aðgengilegt með lyfseðli. Haraldur Briem leysir Þórólf af þessa dagana og segir lyfið einnig eitt þriggja meginlyfja í blöndu sem HIV jákvæðir fá til að halda sjúkdómnum niðri.Stöð 2/GrafíkHvernig þarf fólk að taka þetta lyf þannig að að sé fyrirbyggjandi? „Rannsóknir sem gerðar hafa verið á lyfinu miða við, að þeir sem ekki eru smitaðir, taki eina töflu daglega til að koma í veg fyrir smit. Síðan hafa menn velt fyrir sér hvort menn geti tekið eina töflu rétt fyrir einhvern atburð sem gæti verið yfirvofandi. En það eru ekki eins góðar upplýsingarnar um hvort lyfið virki þannig,“ segir Haraldur. Rannsóknir sýni hins vegar ótvírætt fram á að lyfið dragi mjög verulega úr líkum á að fólk smitist af HIV. Harladur segir smokkinn aftur á móti enn bestu vörnina, ekki bara gegn HIV heldur öðrum alvarlegum sjúkdómum sem smitist með samförum. Eins og sést á ljósgrænu línunni á meðfylgjandi línuriti var mikil fjölgun í HIV smiti á síðasta ári og á rauðu línunni sést að tilfelum er aftur að fjölga það sem af er þessu ári. Það hefur líka átt sér stað mikil fjölgun fólks með sárasótt en ljósgræna línan á viðeigandi línuriti sýnir fjöldann í fyrra og sú rauða fjölda tilfella fram í ágúst á þessu ári en í dag hafa 35 einstaklingar smitast af sárasótt það sem af er ári og lekandi er líka í sókn.Stöð 2/GrafíkSárasóttin er að greinast í vaxandi mæli á Íslandi? „Já hún er það. Þetta er heljarinnar aukning og jafnvel á þessu ári. Þetta er vandamál og þetta er því miður sérstaklega vandamál hjá karlmönnum sem eiga mök við aðra karlmenn,“ segir Haraldur. Sem bendir til að dregið hafi úr notkun smokksins hjá samkynhneigðum. En þótt hægt sé að vinna á sárasótt með peneselíni getur meðferð verið löng og erfið og konur þurfa líka að gæta að sér. „En hún getur verið svolítið dulin og hún getur valdið miklum vandræðum hjá þeim sem eru sýktir. Sérstalega hjá konum sem eru barnshafandi. Þá er fóstrið í mikilli hættu að smitast,“ segir Haraldur. Ef sjúkdómurinn greinist ekki snemma geti hann valdið skaða á hjarta, æðakerfi og miðtaugakerfi og þá geti tekið tíma að vinna á honum. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Sóttvarnalæknir leggur til að lyf sem getur komið í veg fyrir HIV smit verði gert aðgengilegra fyrir almenning en nú er. Lyfið virkar þó ekki ekki á aðra kynsjúkdóma eins og sárasótt og lekanda en mikil fjölgun hefur verið í smiti á þeim sjúkdómum að undanförnu en sárasótt getur valdið skaða á fósti í móðurkviði. Lyfið sem um ræðir heitir Truvada, stundum kallað Prep, og er notað af samkynhneigðum karlmönnum víða um heim til að koma í veg fyrir HIV smit. Eins og er er lyfið S-merkt sem þýðir að það er aðeins gefið á sjúkrahúsum á Íslandi. En sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðuneytið að þar verði breyting á. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greinir frá því á fréttasíðinnu GayIceland að í umsögn Landlæknisembættisins til heilbrigisráðuneytisins sé lagt til að Truvada, eða Prep eins og lyfið er stundum kallað, verði gert aðgengilegt með lyfseðli. Haraldur Briem leysir Þórólf af þessa dagana og segir lyfið einnig eitt þriggja meginlyfja í blöndu sem HIV jákvæðir fá til að halda sjúkdómnum niðri.Stöð 2/GrafíkHvernig þarf fólk að taka þetta lyf þannig að að sé fyrirbyggjandi? „Rannsóknir sem gerðar hafa verið á lyfinu miða við, að þeir sem ekki eru smitaðir, taki eina töflu daglega til að koma í veg fyrir smit. Síðan hafa menn velt fyrir sér hvort menn geti tekið eina töflu rétt fyrir einhvern atburð sem gæti verið yfirvofandi. En það eru ekki eins góðar upplýsingarnar um hvort lyfið virki þannig,“ segir Haraldur. Rannsóknir sýni hins vegar ótvírætt fram á að lyfið dragi mjög verulega úr líkum á að fólk smitist af HIV. Harladur segir smokkinn aftur á móti enn bestu vörnina, ekki bara gegn HIV heldur öðrum alvarlegum sjúkdómum sem smitist með samförum. Eins og sést á ljósgrænu línunni á meðfylgjandi línuriti var mikil fjölgun í HIV smiti á síðasta ári og á rauðu línunni sést að tilfelum er aftur að fjölga það sem af er þessu ári. Það hefur líka átt sér stað mikil fjölgun fólks með sárasótt en ljósgræna línan á viðeigandi línuriti sýnir fjöldann í fyrra og sú rauða fjölda tilfella fram í ágúst á þessu ári en í dag hafa 35 einstaklingar smitast af sárasótt það sem af er ári og lekandi er líka í sókn.Stöð 2/GrafíkSárasóttin er að greinast í vaxandi mæli á Íslandi? „Já hún er það. Þetta er heljarinnar aukning og jafnvel á þessu ári. Þetta er vandamál og þetta er því miður sérstaklega vandamál hjá karlmönnum sem eiga mök við aðra karlmenn,“ segir Haraldur. Sem bendir til að dregið hafi úr notkun smokksins hjá samkynhneigðum. En þótt hægt sé að vinna á sárasótt með peneselíni getur meðferð verið löng og erfið og konur þurfa líka að gæta að sér. „En hún getur verið svolítið dulin og hún getur valdið miklum vandræðum hjá þeim sem eru sýktir. Sérstalega hjá konum sem eru barnshafandi. Þá er fóstrið í mikilli hættu að smitast,“ segir Haraldur. Ef sjúkdómurinn greinist ekki snemma geti hann valdið skaða á hjarta, æðakerfi og miðtaugakerfi og þá geti tekið tíma að vinna á honum.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent