63 milljarðar í móttöku flóttamanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. september 2017 06:00 Ólíklegt er að Ungverjar séu hrifnir af nýju áætluninni. Fréttablaðið/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær tveggja ára áætlun sína í flóttamannamálum sem miðar að því að sambandið taki á móti að minnsta kosti 50.000 flóttamönnum. Gildistíma áætlunar undanfarinna tveggja ára lauk í gær en sú áætlun gerði ráð fyrir móttöku 160.000 flóttamanna. BBC greinir frá því að tekið hafi verið á móti fimmtungi þess fjölda. „Þetta snýst ekki um að takast á við tímabundinn vanda. Þetta snýst um hvernig við meðhöndlum eitthvert flóknasta fyrirbæri okkar tíma,“ sagði Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, í gær. „Þetta er hluti af átaki framkvæmdastjórnarinnar sem miðar að því að gera flóttamönnum kleift að koma hingað á löglegan og öruggan hátt frekar en að leggja líf sitt í hendur smyglara,“ bætti varaforsetinn við. Framkvæmdastjórnin sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún lagði til að það yrði í forgangi að dreifa úr þeim flóttamönnum sem hafi komið til Ítalíu og Grikklands fyrir gærdaginn og veita þeim skjól í öðrum ríkjum Evrópusambandsins. Um er að ræða 8.000 manns sem uppfylla skilyrði Evrópusambandsins. Alls mun framkvæmdastjórnin leggja hálfan milljarð evra í verkefnið. Það samsvarar um 63 milljörðum króna. Nokkur ríki Evrópusambandsins mótmæltu fyrri áætlun harðlega og hafa varla tekið á móti stökum flóttamanni. Evrópudómstóllinn hafnaði kröfu Pólverja og Ungverja um að áætlunin yrði felld úr gildi fyrr í mánuðinum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær tveggja ára áætlun sína í flóttamannamálum sem miðar að því að sambandið taki á móti að minnsta kosti 50.000 flóttamönnum. Gildistíma áætlunar undanfarinna tveggja ára lauk í gær en sú áætlun gerði ráð fyrir móttöku 160.000 flóttamanna. BBC greinir frá því að tekið hafi verið á móti fimmtungi þess fjölda. „Þetta snýst ekki um að takast á við tímabundinn vanda. Þetta snýst um hvernig við meðhöndlum eitthvert flóknasta fyrirbæri okkar tíma,“ sagði Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, í gær. „Þetta er hluti af átaki framkvæmdastjórnarinnar sem miðar að því að gera flóttamönnum kleift að koma hingað á löglegan og öruggan hátt frekar en að leggja líf sitt í hendur smyglara,“ bætti varaforsetinn við. Framkvæmdastjórnin sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún lagði til að það yrði í forgangi að dreifa úr þeim flóttamönnum sem hafi komið til Ítalíu og Grikklands fyrir gærdaginn og veita þeim skjól í öðrum ríkjum Evrópusambandsins. Um er að ræða 8.000 manns sem uppfylla skilyrði Evrópusambandsins. Alls mun framkvæmdastjórnin leggja hálfan milljarð evra í verkefnið. Það samsvarar um 63 milljörðum króna. Nokkur ríki Evrópusambandsins mótmæltu fyrri áætlun harðlega og hafa varla tekið á móti stökum flóttamanni. Evrópudómstóllinn hafnaði kröfu Pólverja og Ungverja um að áætlunin yrði felld úr gildi fyrr í mánuðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira