Heimsfrægar erótískar teikningar af karlmönnum til sýnis í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2017 20:30 Sýning á erótískum teikningum eins frægasta listamanns Finnlands hófst í Háskólabíói í dag í tengslum við frumsýningu á kvikmynd um ævi hans á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem sett verður í kvöld. Myndir hans hneyksla suma en þær hafa verið sýndar í mörgum virtustu sýningarsölum heims. Heimir Már leit inn á sýninguna. Touko Valio Laaksonen fæddist í skamt frá Tuurku í Finnlandi árið 1920 og lést árið 1991. Hann var í finnska hernum í seinni heimsstyrjöldinni þar sem aðdáun hans á einkennisbúningum hófst. Hann varð þekktur undir listamannanafninu Tom of Finland eftir að hann flutti til Bandaríkjanna snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þótt myndir hans hafi hneykslað suma hafa þær líka vakið aðdáun og í dag er Tom of Finland talinn með þjóðargersemum í Finnlandi þar sem myndir hans hafa meira að segja ratað á frímerki. Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og landsþekktur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra segir Tom of Finland hafa haft mikil áhrif á vitundarlíf homma. „Tom of Finland kom raunverulega inn í vitundarheim karla sem elska aðra karla eins og hjálparsveit í flóttamannabúðir sem eru umsetin óvinum. Hann var hungruðu fólki næring,“ segir Þorvaldur.Tom of Finland dró upp allt aðra mynd af samkynhneigðum karlmönum en ímyndin um fíngerða og jafnvel kvenlega karlmenn. Hann sýnir stóra og stælta menn og ýkir vöxt þeirra á öllum mikilvægum stöðum. „Öll góð list ýkir, leiðréttir eða lagar. Það má segja sem svo að hann sjái hina glæstu ímynd í þeim karlmönnum sem hann dregur upp,“ segir Þorvaldur. Tom hafi teiknað stælta verkamenn, skógarhöggsmenn og stælta leðurklædda mótorhjólamenn. Myndirnar á sýningunni eru eftirprentanir frá Stofnun Tom of Finland en fummyndirnar seljast á þúsundir og jafnvel tugþúsundir dollara. Kvikmynd um ævi hans verður frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á mánudag að viðstöddum sendiherra Finnlands. Þorvaldur segist með aldrinum finnast list Tom of Finland æ merkilegri. „Vegna þess að hún miðlar stolti og bligðunarleysi. Sem er mjög dýrmætt fyrir sjálfsvitund allra manna.“Það er alveg ljóst að Tom of Finland alla vega meðan hann teiknaði skammaðist sín ekki fyrir hver hann var? „Öðru nær,“ segir Þorvaldur og er greinilega skemmt. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Sýning á erótískum teikningum eins frægasta listamanns Finnlands hófst í Háskólabíói í dag í tengslum við frumsýningu á kvikmynd um ævi hans á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem sett verður í kvöld. Myndir hans hneyksla suma en þær hafa verið sýndar í mörgum virtustu sýningarsölum heims. Heimir Már leit inn á sýninguna. Touko Valio Laaksonen fæddist í skamt frá Tuurku í Finnlandi árið 1920 og lést árið 1991. Hann var í finnska hernum í seinni heimsstyrjöldinni þar sem aðdáun hans á einkennisbúningum hófst. Hann varð þekktur undir listamannanafninu Tom of Finland eftir að hann flutti til Bandaríkjanna snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þótt myndir hans hafi hneykslað suma hafa þær líka vakið aðdáun og í dag er Tom of Finland talinn með þjóðargersemum í Finnlandi þar sem myndir hans hafa meira að segja ratað á frímerki. Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og landsþekktur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra segir Tom of Finland hafa haft mikil áhrif á vitundarlíf homma. „Tom of Finland kom raunverulega inn í vitundarheim karla sem elska aðra karla eins og hjálparsveit í flóttamannabúðir sem eru umsetin óvinum. Hann var hungruðu fólki næring,“ segir Þorvaldur.Tom of Finland dró upp allt aðra mynd af samkynhneigðum karlmönum en ímyndin um fíngerða og jafnvel kvenlega karlmenn. Hann sýnir stóra og stælta menn og ýkir vöxt þeirra á öllum mikilvægum stöðum. „Öll góð list ýkir, leiðréttir eða lagar. Það má segja sem svo að hann sjái hina glæstu ímynd í þeim karlmönnum sem hann dregur upp,“ segir Þorvaldur. Tom hafi teiknað stælta verkamenn, skógarhöggsmenn og stælta leðurklædda mótorhjólamenn. Myndirnar á sýningunni eru eftirprentanir frá Stofnun Tom of Finland en fummyndirnar seljast á þúsundir og jafnvel tugþúsundir dollara. Kvikmynd um ævi hans verður frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á mánudag að viðstöddum sendiherra Finnlands. Þorvaldur segist með aldrinum finnast list Tom of Finland æ merkilegri. „Vegna þess að hún miðlar stolti og bligðunarleysi. Sem er mjög dýrmætt fyrir sjálfsvitund allra manna.“Það er alveg ljóst að Tom of Finland alla vega meðan hann teiknaði skammaðist sín ekki fyrir hver hann var? „Öðru nær,“ segir Þorvaldur og er greinilega skemmt.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira