Erlent

Suu Kyi mætir ekki á fund allsherjarþingsins

Atli Ísleifsson skrifar
Leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, hyggst ekki mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku en hefð er fyrir því að þjóðarleiðtogar heimsins ávarpi þar samkomuna.

Mikil krísa á sér nú stað í Mjanmar þar sem um 370 þúsund íbúar landsins úr hópi minnihluta Rohingja múslima hafa flúið landið yfir til Bangladess.

Suu Kyi hefur verið harðlega gagnrýnd af stjórnvöldum Vesturlanda fyrir að hafa verið þögul yfir því ofbeldi sem hópurinn hefur orðið fyrir.

Átök Rohingja og mjanmarska hersins brutust út þegar skæruliðar Rohingja réðust á lögreglustöð í norðurhluta Rakhine og drápu tólf starfsmenn. Er herinn sagður hafa brugðist við af ofsa, brennt bæi Rohingja og ráðist á almenna borgara til þess að flæma þá úr landi.


Tengdar fréttir

Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana

Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×