Háskólanemar fá helmingi minna en á Norðurlöndunum Ragna Sigurðardóttir skrifar 14. september 2017 08:00 Í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2017-2019 eru umhverfisbreytingar, fólksflutningar, lýðheilsa og hækkandi meðalaldur nefndar sem áskoranir sem bregðast þarf við í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og kemur fram í stefnunni gegna rannsóknir, nýsköpun og þátttaka í þekkingarsamfélaginu lykilhlutverki við að mæta þeim áskorunum, enda kalla nýjar áskoranir á nýjar lausnir. Nýjar lausnir verða í miklum mæli til í háskólum landsins þar sem lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, listir, hug- og félagsvísindi, hönnun, nýsköpun og rannsóknarstarf. Til þess að háskólar landsins geti haldið áfram að takast á við nýjar áskoranir og skapa lausnir verður þó að fjármagna þá með fullnægjandi hætti. Stefna Vísinda- og tækniráðs, en ráðið er skipað fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðuneyta, háskólanna og atvinnulífsins, felur í sér áætlun um 10 aðgerðir sem hafa það að markmiði að auka afköst rannsóknar- og nýsköpunarstarfs á Íslandi. Ein þessara aðgerða er því efling háskólastigsins. Það markmið er sett fram í stefnunni að meðaltali OECD í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2025. Til að ná meðaltali Norðurlandanna á þessu tímabili þyrfti um 1,5 til 2 milljarða viðbót á hverju ári fram til ársins 2025 miðað við núverandi nemendafjölda. Þessari viðbót er ekki gert ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisins til næstu 5 ára, og ekki heldur í fjárlögum ársins 2018. Í fjárlögum ársins 2018 er hins vegar gert ráð fyrir aukningu um 703,8 milljónir króna á föstu verðlagi fjárlaga 2017. 703,8 milljónir eru því alls ekki nóg ef ná á markmiðum um bætta fjármögnun háskólanna. Upphæðin er kærkomin innspýting í undirfjármagnað kerfi en hún uppfyllir ekki þau markmið sem Vísinda- og tækniráð hefur sett um að nálgast meðaltal Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins. Nemendur í Danmörku fá 109% meira, nemendur í Noregi fá 104% meira, nemendur í Svíþjóð fá 91% meira og nemendur í Finnlandi fá 60% meira en nemendur á Íslandi ef miðað er við heildartekjur Háskóla Íslands á hvern ársnema í háskóla. Að meðaltali fá aðrir háskólar á Norðurlöndunum því um tvöfalt meira en háskólar á Íslandi miðað við nemendafjölda. Ljóst er að ef við bætum ekki fjármögnun háskólanna drögumst við ekki aðeins aftur úr í samanburði við nágrannalönd okkar, heldur glötum við tækifærum til þess að skapa nýjar lausnir við áskorunum sem steðja að samtímanum. Stúdentaráð hefur því efnt til átaks sem birtist í strætóskýlum háskólasvæðisins, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum til að vekja athygli á fjármögnunarvanda háskólastigsins. Á næstu dögum munu birtast greinar eftir nemendur af hinum ýmsu sviðum háskólans sem lýsa þeirra sýn á vandanum. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2017-2019 eru umhverfisbreytingar, fólksflutningar, lýðheilsa og hækkandi meðalaldur nefndar sem áskoranir sem bregðast þarf við í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og kemur fram í stefnunni gegna rannsóknir, nýsköpun og þátttaka í þekkingarsamfélaginu lykilhlutverki við að mæta þeim áskorunum, enda kalla nýjar áskoranir á nýjar lausnir. Nýjar lausnir verða í miklum mæli til í háskólum landsins þar sem lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, listir, hug- og félagsvísindi, hönnun, nýsköpun og rannsóknarstarf. Til þess að háskólar landsins geti haldið áfram að takast á við nýjar áskoranir og skapa lausnir verður þó að fjármagna þá með fullnægjandi hætti. Stefna Vísinda- og tækniráðs, en ráðið er skipað fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðuneyta, háskólanna og atvinnulífsins, felur í sér áætlun um 10 aðgerðir sem hafa það að markmiði að auka afköst rannsóknar- og nýsköpunarstarfs á Íslandi. Ein þessara aðgerða er því efling háskólastigsins. Það markmið er sett fram í stefnunni að meðaltali OECD í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2025. Til að ná meðaltali Norðurlandanna á þessu tímabili þyrfti um 1,5 til 2 milljarða viðbót á hverju ári fram til ársins 2025 miðað við núverandi nemendafjölda. Þessari viðbót er ekki gert ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisins til næstu 5 ára, og ekki heldur í fjárlögum ársins 2018. Í fjárlögum ársins 2018 er hins vegar gert ráð fyrir aukningu um 703,8 milljónir króna á föstu verðlagi fjárlaga 2017. 703,8 milljónir eru því alls ekki nóg ef ná á markmiðum um bætta fjármögnun háskólanna. Upphæðin er kærkomin innspýting í undirfjármagnað kerfi en hún uppfyllir ekki þau markmið sem Vísinda- og tækniráð hefur sett um að nálgast meðaltal Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins. Nemendur í Danmörku fá 109% meira, nemendur í Noregi fá 104% meira, nemendur í Svíþjóð fá 91% meira og nemendur í Finnlandi fá 60% meira en nemendur á Íslandi ef miðað er við heildartekjur Háskóla Íslands á hvern ársnema í háskóla. Að meðaltali fá aðrir háskólar á Norðurlöndunum því um tvöfalt meira en háskólar á Íslandi miðað við nemendafjölda. Ljóst er að ef við bætum ekki fjármögnun háskólanna drögumst við ekki aðeins aftur úr í samanburði við nágrannalönd okkar, heldur glötum við tækifærum til þess að skapa nýjar lausnir við áskorunum sem steðja að samtímanum. Stúdentaráð hefur því efnt til átaks sem birtist í strætóskýlum háskólasvæðisins, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum til að vekja athygli á fjármögnunarvanda háskólastigsins. Á næstu dögum munu birtast greinar eftir nemendur af hinum ýmsu sviðum háskólans sem lýsa þeirra sýn á vandanum. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar