Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. september 2017 13:56 Sebastian Vettel var fljótastur í dag. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari verður á ráspól í Singapúr kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Max Verstappen á Red Bull varð annar og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo þriðji. Ráspóllinn í Singapúr er afar mikilvægur í síðustu níu keppnum hefur ökumaðurinn á ráspól unnið sjö sinnum. Brautin er hlykkjótt og þröng og því erfitt að taka fram úr. Red Bull ökumenn höfðu verið hraðastir á öllum þremur æfingunum. Daniel Ricciardo á fyrstu tveimur og Max Verstappen á þeirri þriðju. Það var því við því að búast að þeir yrðu sterkir í tímatökunni. Þegar á reyndi gat Ferrari bíllinn einfaldlega meira og Vettel var fljótastur.Fyrsta lota Felipe Massa sleikti vegginn með Williams bíl sínum og braut með því felgu hægra megin að aftan. Hann kom inn á þjónustusvæðið til að fá nýtt dekk og láta meta skemmdirnar á bílnum. Þeir sem duttu út í fyrstu lotu voru: Williams og Sauber ökumennirnir auk Kevin Magnussen á Haas bílnum. Verstappen á Red Bull var fljótastur í lotunni, Ricciardo annar og Fernando Alonso á McLaren fann taktinn og var þriðji.Önnur lotaEftir fyrstu atlögu fremstun manna í lotunni var Verstappen fremstur og Vettel annar, Ricciardo þriðji og Raikkonen fjórði. Raikkonen varð þriðji og Vettel fjórði þegar upp var staðið í annarri lotu. Ricciardo hafði bætt sig og var orðinn annar. Force India ökumennirnir, Romain Grosjean á Haas, Daniil Kvyat á Toro Rosso og Jolyon Palmer á Renault féllu út í annarri umferð.Max Verstappen átti möguleika en gat ekki svarað Vettel.Vísir/GettyÞriðja lotaEftir fyrstu tilraun fremstu manna var Vettel fljótastur. Verstappen hafði verið fljótastur í örfáar sekúndur þegar Vettel kom yfir línuna. Vettel þurrkaði brosin af Red Bull liðinu með afskaplega góðum hring. Vettel var 0,145 sekúndum hraðari en Verstappen. Raikkonen var fyrstur af stað í seinni tilraun fremstu manna í þriðju lotunni. Aðrir fylgdu honum fast á eftir. Enginn gat skákað Vettel sem bætti enn frekar í á lokametrunum. Mikilvægur ráspóll fyrir Vettel í baráttunni við Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna enda erfitt að komast fram úr í Singapúr. Hamilton endaði fimmti í tímatökunni. Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi í Singapúr Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn í Formúlu 1 sem fer fram um helgina. 15. september 2017 21:15 Valtteri Bottas áfram hjá Mercedes Valtteri Bottas, ökumaður Mercedes liðsins hefur framlengt við liðið út næsta tímabil. 14. september 2017 13:45 Alonso: McLaren á möguleika á stigum í Singapúr Fernando Alonso telur að Singapúr keppnin verði raunverulegur möguleiki fyrir liðið til að safna stigum. 13. september 2017 09:30 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari verður á ráspól í Singapúr kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Max Verstappen á Red Bull varð annar og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo þriðji. Ráspóllinn í Singapúr er afar mikilvægur í síðustu níu keppnum hefur ökumaðurinn á ráspól unnið sjö sinnum. Brautin er hlykkjótt og þröng og því erfitt að taka fram úr. Red Bull ökumenn höfðu verið hraðastir á öllum þremur æfingunum. Daniel Ricciardo á fyrstu tveimur og Max Verstappen á þeirri þriðju. Það var því við því að búast að þeir yrðu sterkir í tímatökunni. Þegar á reyndi gat Ferrari bíllinn einfaldlega meira og Vettel var fljótastur.Fyrsta lota Felipe Massa sleikti vegginn með Williams bíl sínum og braut með því felgu hægra megin að aftan. Hann kom inn á þjónustusvæðið til að fá nýtt dekk og láta meta skemmdirnar á bílnum. Þeir sem duttu út í fyrstu lotu voru: Williams og Sauber ökumennirnir auk Kevin Magnussen á Haas bílnum. Verstappen á Red Bull var fljótastur í lotunni, Ricciardo annar og Fernando Alonso á McLaren fann taktinn og var þriðji.Önnur lotaEftir fyrstu atlögu fremstun manna í lotunni var Verstappen fremstur og Vettel annar, Ricciardo þriðji og Raikkonen fjórði. Raikkonen varð þriðji og Vettel fjórði þegar upp var staðið í annarri lotu. Ricciardo hafði bætt sig og var orðinn annar. Force India ökumennirnir, Romain Grosjean á Haas, Daniil Kvyat á Toro Rosso og Jolyon Palmer á Renault féllu út í annarri umferð.Max Verstappen átti möguleika en gat ekki svarað Vettel.Vísir/GettyÞriðja lotaEftir fyrstu tilraun fremstu manna var Vettel fljótastur. Verstappen hafði verið fljótastur í örfáar sekúndur þegar Vettel kom yfir línuna. Vettel þurrkaði brosin af Red Bull liðinu með afskaplega góðum hring. Vettel var 0,145 sekúndum hraðari en Verstappen. Raikkonen var fyrstur af stað í seinni tilraun fremstu manna í þriðju lotunni. Aðrir fylgdu honum fast á eftir. Enginn gat skákað Vettel sem bætti enn frekar í á lokametrunum. Mikilvægur ráspóll fyrir Vettel í baráttunni við Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna enda erfitt að komast fram úr í Singapúr. Hamilton endaði fimmti í tímatökunni.
Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi í Singapúr Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn í Formúlu 1 sem fer fram um helgina. 15. september 2017 21:15 Valtteri Bottas áfram hjá Mercedes Valtteri Bottas, ökumaður Mercedes liðsins hefur framlengt við liðið út næsta tímabil. 14. september 2017 13:45 Alonso: McLaren á möguleika á stigum í Singapúr Fernando Alonso telur að Singapúr keppnin verði raunverulegur möguleiki fyrir liðið til að safna stigum. 13. september 2017 09:30 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi í Singapúr Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn í Formúlu 1 sem fer fram um helgina. 15. september 2017 21:15
Valtteri Bottas áfram hjá Mercedes Valtteri Bottas, ökumaður Mercedes liðsins hefur framlengt við liðið út næsta tímabil. 14. september 2017 13:45
Alonso: McLaren á möguleika á stigum í Singapúr Fernando Alonso telur að Singapúr keppnin verði raunverulegur möguleiki fyrir liðið til að safna stigum. 13. september 2017 09:30