Rætur Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson og Pírati skrifa 17. september 2017 15:28 Það er flókið að tengjast fólki. Það kallar á samskipti. Að skilja fólk. Að setja sig í fótspor annarrar manneskju. Því þannig tölum við saman. Við setjumst niður og hlustum. Þegar við tölum við hvort annað verður til djúpstæð tenging. Einhverskonar skilningur á milli manna og heimsins. Allar tilfinningar sem við finnum, eru ekki einstæðar, heldur sammannlegar. Og það er athyglisvert að engin tilfinning er einstök. Einhver hefur einhverntímann fundið það sama og við sjálf. Galdurinn er líklega sá að staldra við og greina þessa rauðu þræði hugar og líkama. Margslungin upplifun, eins og sorg, gerir það að verkum að viðkomandi tengist öllu mannkyninu í örskamma stund. Því við þekkjum öll tilfinninguna. Og því finnum við sameiginlega tengingu milli okkar sjálfra og allra hinna. Eina risastóra rót allra tilfinninga sem gjörvallt mannkynið deilir með sér. Og það er aðeins ein tenging af mörgum. Magnað, ekki satt?En svo kom Jens Ástæðan fyrir þessum hugleiðingum eru orð Bjarna Benediktssonar á blaðamannafundi síðastliðinn föstudag. Þegar hann talaði um stjórnmálaflokka með rætur. Þannig mátti skilja á orðum hans að ný framboð, stjórnmálaflokkar sem hafa ekki verið til í um hundrað ár, hafi ekki rætur sem til þarf í stjórnmálum. Orðin koma auðvitað einkennilega fyrir sjónir. Þá sérstaklega fyrir þær ástæður að sama dag og Bjarni leitaði í sínar rætur, kom Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (LÍÚ) í óvænta heimsókn upp í Valhöll. Það var þremur tímum fyrir blaðamannafund, rétt áður en Bjarni útskýrði fyrir landsmönnum að gjörningur Bjartrar framtíðar um að slíta samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, væri nánast óskiljanlegur í þeirra huga. Í það minnsta hneykslanlegur.Mundu hvar ræturnar liggja En það afhjúpaði á sama tíma rætur Sjálfstæðisflokksins. þessa gamalgróna flokks, sem finnur styrk í ylvolgum kaffibolla með formanni LÍÚ. Og maður ímyndar sér að Jens hafi talað í hann kjark. Minnt hann á rætur Sjálfstæðisflokksins. Hvar heimsmyndin lægi í raun og veru. „Mundu hvar rætur Sjálfstæðisflokksins liggja,“ hefur hann kannski hvíslað að Bjarna sem faldi andlitið í höndum sér. Svo supu þeir af kaffinu. Þeir kinkuðu kolli til hvors annars og skiptust á merkingarfullum augnráðum. Bjarni fann stoltið á ný. Því auðvitað mundi hann það.Suðræn sól og órekjanlegar kennitölur Aðrir stjórnmálaflokkar, þessir sem yngri eru, og þykja varla stjórntækir í huga hinna rótföstu Sjálfstæðismanna, rista ekki svo djúpt. Þeir þurfa að sætta sig við einföld samskipti manna á milli. Að skilja veruleika þeirra sem lifa í raunverulegu hagkerfi landsins, en ekki því sem verður til undir lögleysu suðrænnar sólar og órekjanlegra kennitalna. Þeir neyðast til þess að finna sínar rætur hjá öryrkjum, eldri borgurum og fjölskyldufólki sem spyr sig einfaldrar, og kannski rótlausra spurninga; eins og: Á lífið ekki að vera auðveldara? Átti skattbyrðin til að mynda ekki að minnka? Eru það ekki rætur Sjálfstæðisflokksins; að leyfa okkur fá brauðmolana sem falla af borði þeirra? Samt er skattbyrði hinna lægst launuðu 16 prósent samkvæmt pistli Þórðar Snæs Júlíussonar á Kjarnanum. Árið 1998 var þessi skattbyrði fjögur prósent. Í rótfastri stjórnmálaheimspeki Sjálfstæðisflokksins, þykir eðlilegt að skattleggja jafnvel brauðmylsnurnar.Rætur annarra Aðrir stjórnmálaflokkar, eins og Píratar, þurfa að finna sínar rætur annars staðar en í kaffispjalli við LÍÚ. Þær eru ekki að finna í skjóli örfárra fjármagnseigenda. Píratar þurfa að leita í eigin tilfinningalíf, þar sem samkennd og skilningur ræður för. Í þeirri ómerkilegu rót, sem ristir ekki djúpt að mati Sjálfstæðisflokksins, má finna siðferðislega spurningu eins og: Erum við, sem þjóð, raunverulega að fara vísa landlausum börnum á brott vegna þess að stjórnsýslan er óbilgjörn? Svar hinna rótföstu ráðherra Sjálfstæðisflokksins er já. Við hin, þau sem finna enga sérstaka rót í ósveigjanlegu kerfi Sjálfstæðisflokksins, erum ekki svo viss.Brennandi eyðimörk Það er stundum sagt að plöntur og tré eigi rætur víða. Það er eðli þeirra. Að breiða úr sér og skapa nýtt líf. Þannig vaxa trén. Þannig birtast blómleg engi. En í tilfelli Sjálfstæðisflokksins á það ekki við. Þeirra rót er hnausþykk og liggur beint niður til LÍÚ. Þar er aðeins ein rót og hún leiðir til sérhagsmuna. Til myrkra leyndarmála. Og rótin teygir sig svo skelfilega langt niður að hitinn verður yfirgengilegur. Það er því ekki undarlegt þegar landsmenn velta því fyrir sér hvort þeir séu staddir í víti, þegar þeir horfa yfir brennandi eyðimörk Sjálfstæðisflokksins. Ég vil frekar eiga rætur hjá venjulegur fólki. Í venjulegum heimi. Í stjórnmálaflokki sem er rótlaus í huga Sjálfstæðisflokksins. Og það er kannski til marks um rótleysi annarra en Sjálfstæðisflokksins, að öll upplifum við sorg vegna ótrúlegra tíðinda i stjórnmálalífinu - nema kannski formaður Sjálfstæðisflokksins - því rót hans; hún liggur augljóslega annars staðar en hjá íslensku þjóðinni.Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Pírati Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er flókið að tengjast fólki. Það kallar á samskipti. Að skilja fólk. Að setja sig í fótspor annarrar manneskju. Því þannig tölum við saman. Við setjumst niður og hlustum. Þegar við tölum við hvort annað verður til djúpstæð tenging. Einhverskonar skilningur á milli manna og heimsins. Allar tilfinningar sem við finnum, eru ekki einstæðar, heldur sammannlegar. Og það er athyglisvert að engin tilfinning er einstök. Einhver hefur einhverntímann fundið það sama og við sjálf. Galdurinn er líklega sá að staldra við og greina þessa rauðu þræði hugar og líkama. Margslungin upplifun, eins og sorg, gerir það að verkum að viðkomandi tengist öllu mannkyninu í örskamma stund. Því við þekkjum öll tilfinninguna. Og því finnum við sameiginlega tengingu milli okkar sjálfra og allra hinna. Eina risastóra rót allra tilfinninga sem gjörvallt mannkynið deilir með sér. Og það er aðeins ein tenging af mörgum. Magnað, ekki satt?En svo kom Jens Ástæðan fyrir þessum hugleiðingum eru orð Bjarna Benediktssonar á blaðamannafundi síðastliðinn föstudag. Þegar hann talaði um stjórnmálaflokka með rætur. Þannig mátti skilja á orðum hans að ný framboð, stjórnmálaflokkar sem hafa ekki verið til í um hundrað ár, hafi ekki rætur sem til þarf í stjórnmálum. Orðin koma auðvitað einkennilega fyrir sjónir. Þá sérstaklega fyrir þær ástæður að sama dag og Bjarni leitaði í sínar rætur, kom Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (LÍÚ) í óvænta heimsókn upp í Valhöll. Það var þremur tímum fyrir blaðamannafund, rétt áður en Bjarni útskýrði fyrir landsmönnum að gjörningur Bjartrar framtíðar um að slíta samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, væri nánast óskiljanlegur í þeirra huga. Í það minnsta hneykslanlegur.Mundu hvar ræturnar liggja En það afhjúpaði á sama tíma rætur Sjálfstæðisflokksins. þessa gamalgróna flokks, sem finnur styrk í ylvolgum kaffibolla með formanni LÍÚ. Og maður ímyndar sér að Jens hafi talað í hann kjark. Minnt hann á rætur Sjálfstæðisflokksins. Hvar heimsmyndin lægi í raun og veru. „Mundu hvar rætur Sjálfstæðisflokksins liggja,“ hefur hann kannski hvíslað að Bjarna sem faldi andlitið í höndum sér. Svo supu þeir af kaffinu. Þeir kinkuðu kolli til hvors annars og skiptust á merkingarfullum augnráðum. Bjarni fann stoltið á ný. Því auðvitað mundi hann það.Suðræn sól og órekjanlegar kennitölur Aðrir stjórnmálaflokkar, þessir sem yngri eru, og þykja varla stjórntækir í huga hinna rótföstu Sjálfstæðismanna, rista ekki svo djúpt. Þeir þurfa að sætta sig við einföld samskipti manna á milli. Að skilja veruleika þeirra sem lifa í raunverulegu hagkerfi landsins, en ekki því sem verður til undir lögleysu suðrænnar sólar og órekjanlegra kennitalna. Þeir neyðast til þess að finna sínar rætur hjá öryrkjum, eldri borgurum og fjölskyldufólki sem spyr sig einfaldrar, og kannski rótlausra spurninga; eins og: Á lífið ekki að vera auðveldara? Átti skattbyrðin til að mynda ekki að minnka? Eru það ekki rætur Sjálfstæðisflokksins; að leyfa okkur fá brauðmolana sem falla af borði þeirra? Samt er skattbyrði hinna lægst launuðu 16 prósent samkvæmt pistli Þórðar Snæs Júlíussonar á Kjarnanum. Árið 1998 var þessi skattbyrði fjögur prósent. Í rótfastri stjórnmálaheimspeki Sjálfstæðisflokksins, þykir eðlilegt að skattleggja jafnvel brauðmylsnurnar.Rætur annarra Aðrir stjórnmálaflokkar, eins og Píratar, þurfa að finna sínar rætur annars staðar en í kaffispjalli við LÍÚ. Þær eru ekki að finna í skjóli örfárra fjármagnseigenda. Píratar þurfa að leita í eigin tilfinningalíf, þar sem samkennd og skilningur ræður för. Í þeirri ómerkilegu rót, sem ristir ekki djúpt að mati Sjálfstæðisflokksins, má finna siðferðislega spurningu eins og: Erum við, sem þjóð, raunverulega að fara vísa landlausum börnum á brott vegna þess að stjórnsýslan er óbilgjörn? Svar hinna rótföstu ráðherra Sjálfstæðisflokksins er já. Við hin, þau sem finna enga sérstaka rót í ósveigjanlegu kerfi Sjálfstæðisflokksins, erum ekki svo viss.Brennandi eyðimörk Það er stundum sagt að plöntur og tré eigi rætur víða. Það er eðli þeirra. Að breiða úr sér og skapa nýtt líf. Þannig vaxa trén. Þannig birtast blómleg engi. En í tilfelli Sjálfstæðisflokksins á það ekki við. Þeirra rót er hnausþykk og liggur beint niður til LÍÚ. Þar er aðeins ein rót og hún leiðir til sérhagsmuna. Til myrkra leyndarmála. Og rótin teygir sig svo skelfilega langt niður að hitinn verður yfirgengilegur. Það er því ekki undarlegt þegar landsmenn velta því fyrir sér hvort þeir séu staddir í víti, þegar þeir horfa yfir brennandi eyðimörk Sjálfstæðisflokksins. Ég vil frekar eiga rætur hjá venjulegur fólki. Í venjulegum heimi. Í stjórnmálaflokki sem er rótlaus í huga Sjálfstæðisflokksins. Og það er kannski til marks um rótleysi annarra en Sjálfstæðisflokksins, að öll upplifum við sorg vegna ótrúlegra tíðinda i stjórnmálalífinu - nema kannski formaður Sjálfstæðisflokksins - því rót hans; hún liggur augljóslega annars staðar en hjá íslensku þjóðinni.Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Pírati
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun