Afhjúpandi áætlun Oddný G. Harðardóttir skrifar 13. júní 2017 07:00 Aðfaranótt 1. júní var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára samþykkt með einu atkvæði, 32-31. Áætlunin hefur fengið furðu litla athygli miðað við hversu áhrif hennar verða mikil fyrir íslenskt samfélag ef hún nær fram að ganga. Sérstaklega þarf að hafa áhyggjur af heilbrigðismálum, menntamálum, málefnum öryrkja og fatlaðs fólks, húsnæðis- og fjölskyldumálum ásamt samgöngum og löggæslu. Þetta eru einmitt málin sem rætt var mikið um í kosningabaráttunni og allir flokkar gáfu loforð um að raða framar. En auk þessa eru helstu jöfnunartækin veikt; barnabætur og húsnæðisbætur og áætlunin mun leiða til aukins ójafnaðar. Þetta gengur allt gegn stefnu jafnaðarmanna. Þess vegna lagði Samfylkingin fram breytingartillögur við fyrrgreind málasvið áætlunarinnar svo og við þróunarsamvinnu. Við gerðum einnig tillögur á tekjuhliðinni um réttlátara skattkerfi, sem spornar gegn auðsöfnun á fárra hendur og gefur sanngjarnari tekjur af auðlindum þjóðarinnar. Tillögur okkar eru raunhæfar og hefðu stuðlað að auknum jöfnuði, uppbyggingu innviða og betra velferðarkerfi ef þær hefðu verið samþykktar. En þær voru felldar af hægristjórninni eins og við var að búast, enda hafa þau þegar svikið nær allt sem þau lofuðu fyrir kosningar. Ríkisfjármálin hafa stýrandi áhrif á velferð landsmanna. Ekki er að vænta endurreisnar heilbrigðiskerfisins í valdatíð núverandi ríkisstjórnar þó um 90 þúsund manns hafi krafist þess með undirskriftum. Jafnrétti til náms á einnig undir högg að sækja vegna sveltistefnu bæði á framhaldsskóla- og háskólastiginu. Það sama á við um umferðaröryggi á holóttum og þröngum vegum. Stefnuleysi og skortur á uppbyggingu hjúkrunarheimila hefur ekki aðeins slæm áhrif á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda, heldur einnig á daglegt líf þeirra sem hlúa að öldruðum fjölskyldumeðlimum sem bíða mánuðum saman eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Fjármálaáætlunin ríkisstjórnarinnar varðar alla landsmenn og afhjúpar stjórnarflokkana þrjá, betur en nokkuð annað, sem hægriflokka undir sterkum áhrifum nýfrjálshyggju. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Aðfaranótt 1. júní var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára samþykkt með einu atkvæði, 32-31. Áætlunin hefur fengið furðu litla athygli miðað við hversu áhrif hennar verða mikil fyrir íslenskt samfélag ef hún nær fram að ganga. Sérstaklega þarf að hafa áhyggjur af heilbrigðismálum, menntamálum, málefnum öryrkja og fatlaðs fólks, húsnæðis- og fjölskyldumálum ásamt samgöngum og löggæslu. Þetta eru einmitt málin sem rætt var mikið um í kosningabaráttunni og allir flokkar gáfu loforð um að raða framar. En auk þessa eru helstu jöfnunartækin veikt; barnabætur og húsnæðisbætur og áætlunin mun leiða til aukins ójafnaðar. Þetta gengur allt gegn stefnu jafnaðarmanna. Þess vegna lagði Samfylkingin fram breytingartillögur við fyrrgreind málasvið áætlunarinnar svo og við þróunarsamvinnu. Við gerðum einnig tillögur á tekjuhliðinni um réttlátara skattkerfi, sem spornar gegn auðsöfnun á fárra hendur og gefur sanngjarnari tekjur af auðlindum þjóðarinnar. Tillögur okkar eru raunhæfar og hefðu stuðlað að auknum jöfnuði, uppbyggingu innviða og betra velferðarkerfi ef þær hefðu verið samþykktar. En þær voru felldar af hægristjórninni eins og við var að búast, enda hafa þau þegar svikið nær allt sem þau lofuðu fyrir kosningar. Ríkisfjármálin hafa stýrandi áhrif á velferð landsmanna. Ekki er að vænta endurreisnar heilbrigðiskerfisins í valdatíð núverandi ríkisstjórnar þó um 90 þúsund manns hafi krafist þess með undirskriftum. Jafnrétti til náms á einnig undir högg að sækja vegna sveltistefnu bæði á framhaldsskóla- og háskólastiginu. Það sama á við um umferðaröryggi á holóttum og þröngum vegum. Stefnuleysi og skortur á uppbyggingu hjúkrunarheimila hefur ekki aðeins slæm áhrif á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda, heldur einnig á daglegt líf þeirra sem hlúa að öldruðum fjölskyldumeðlimum sem bíða mánuðum saman eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Fjármálaáætlunin ríkisstjórnarinnar varðar alla landsmenn og afhjúpar stjórnarflokkana þrjá, betur en nokkuð annað, sem hægriflokka undir sterkum áhrifum nýfrjálshyggju. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun