Bankalánið Benedikt Bogason Einar Valur Ingimundarson skrifar 1. september 2017 07:00 Það var hreint og klárt „bankalán“ fyrir Landsbankann að fá Benedikt Bogason hæstaréttardómara sem dómsformann í innheimtumáli gegn mér nýverið. Þrátt fyrir að bankinn væri með allt á hælunum í málatilbúnaðinum gegn mér, þá fór Benedikt létt með að dæma honum í vil. Í fyrri grein minni rakti ég samskiptin við Landsbankann. Í stuttu máli hafði Landsbankinn hundsað fyrirmæli mín á árinu 2008 um að selja hlutabréf til að greiða upp yfirdráttarlán. Ég taldi að bankinn ætti að bera hallann af því að fara ekki eftir þessum skýru fyrirmælum, sem að sjálfsögðu voru hljóðrituð í bankanum. En bankinn gaf sig ekki og höfðaði innheimtumál á hendur mér árið 2014.Skýr niðurstaða héraðsdóms Ég varði mig sjálfur gegn Landsbankanum. Þar gerði ég einkum kröfu um að bankinn framvísaði hljóðritunum af símtölum mínum við starfsfólks hans, þar sem ég gaf fyrirmæli um að skuldin yrði gerð upp með sölu hlutabréfanna. Dómari í héraðsdómi var Jón Finnbjörnsson. Hann gaf bankanum þrjá mánuði til að finna þessar upptökur, enda hefur lengi verið vinnuregla þar að hljóðrita öll símtöl sem snúa að fjárhagslegum ákvörðunum. Bankinn sagðist engar upptökur finna. Dómarinn spurði hvort ég vildi reyna að sanna málsvörn mína á annan hátt og þáði ég það. Kom þá í ljós að ég gat fundið tvö vitni að þessum samskiptum mínum við bankann. Annað var vitni að símtali sem ég átti við starfsmann bankans og hitt vitnið mætti í bankann með mér á tilteknum degi þar sem ég ítrekaði kröfu mína um sölu bréfanna. Dómarinn tók framburð vitnanna góð og gild og sýknaði mig af kröfu bankans.Hraksmánarleg vinnubrögð hæstaréttardómara Landsbankinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þar var Jóhanna Claessen, yfirmaður lánadeildar Landsbankans, svo ljónheppin að fá Benedikt Bogason sem dómsformann. Skemmst er frá því að segja að halda mætti að Benedikt hafi varla kynnt sér gögn málsins þegar hann kvað upp dóminn. Hæstaréttardómarinn sagði ósannað að ég hefði gefið bankanum fyrirmæli um að selja hlutabréfin til að borga upp lánið. Hann sagði að það væri mitt vandamál að bankinn fyndi ekki hljóðupptökur af símtölunum, þar sem ég gat ekki munað við hvaða starfsmenn ég hefði talað á sínum tíma. Ábyrgðina á varðveislu símtalanna og að finna þau flutti Benedikt sem sagt frá bankanum yfir til mín. Hann gerði enga kröfu til bankans um að finna hljóðupptökurnar sem þó eiga að vera til. Benedikt bankavinur hafði að engu framburð vitnanna um samskipti mín við bankann. Þannig gaf hann skít í hið faglega mat Jóns Finnbjörnssonar héraðsdómara á frásögn þeirra. Jón hafði yfirheyrt vitnin mjög rækilega til að vera viss um sannleiksgildi frásagnar þeirra. Rökrétt hefði verið af Hæstarétti að sýkna mig af kröfu Landsbankans, eða vísa málinu aftur í hérað til að gefa bankanum annað tækifæri til að framvísa hljóðupptökunum. Niðurstaða Benedikts Bogasonar Landsbankanum í hag er vægast sagt stórfurðuleg. Hann horfir alfarið framhjá upplýsingum sem fram komu í héraðsdómi og styðja mitt mál að öllu leyti.Hin „æskilega“ niðurstaða Líklega á lýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, ágætlega við um þessa bankafyrirgreiðslu Benedikts Bogasonar. Jón Steinar kemst svo að orði í nýlegum pistli á Pressunni: „Ef dómari finnur ekki gildan rökstuðning fyrir niðurstöðu sinni er það yfirleitt vegna þess að hann er ekki til. Þá kann að gerast að komist sé að „æskilegri“ niðurstöðu án rökstuðnings.“ Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Það var hreint og klárt „bankalán“ fyrir Landsbankann að fá Benedikt Bogason hæstaréttardómara sem dómsformann í innheimtumáli gegn mér nýverið. Þrátt fyrir að bankinn væri með allt á hælunum í málatilbúnaðinum gegn mér, þá fór Benedikt létt með að dæma honum í vil. Í fyrri grein minni rakti ég samskiptin við Landsbankann. Í stuttu máli hafði Landsbankinn hundsað fyrirmæli mín á árinu 2008 um að selja hlutabréf til að greiða upp yfirdráttarlán. Ég taldi að bankinn ætti að bera hallann af því að fara ekki eftir þessum skýru fyrirmælum, sem að sjálfsögðu voru hljóðrituð í bankanum. En bankinn gaf sig ekki og höfðaði innheimtumál á hendur mér árið 2014.Skýr niðurstaða héraðsdóms Ég varði mig sjálfur gegn Landsbankanum. Þar gerði ég einkum kröfu um að bankinn framvísaði hljóðritunum af símtölum mínum við starfsfólks hans, þar sem ég gaf fyrirmæli um að skuldin yrði gerð upp með sölu hlutabréfanna. Dómari í héraðsdómi var Jón Finnbjörnsson. Hann gaf bankanum þrjá mánuði til að finna þessar upptökur, enda hefur lengi verið vinnuregla þar að hljóðrita öll símtöl sem snúa að fjárhagslegum ákvörðunum. Bankinn sagðist engar upptökur finna. Dómarinn spurði hvort ég vildi reyna að sanna málsvörn mína á annan hátt og þáði ég það. Kom þá í ljós að ég gat fundið tvö vitni að þessum samskiptum mínum við bankann. Annað var vitni að símtali sem ég átti við starfsmann bankans og hitt vitnið mætti í bankann með mér á tilteknum degi þar sem ég ítrekaði kröfu mína um sölu bréfanna. Dómarinn tók framburð vitnanna góð og gild og sýknaði mig af kröfu bankans.Hraksmánarleg vinnubrögð hæstaréttardómara Landsbankinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þar var Jóhanna Claessen, yfirmaður lánadeildar Landsbankans, svo ljónheppin að fá Benedikt Bogason sem dómsformann. Skemmst er frá því að segja að halda mætti að Benedikt hafi varla kynnt sér gögn málsins þegar hann kvað upp dóminn. Hæstaréttardómarinn sagði ósannað að ég hefði gefið bankanum fyrirmæli um að selja hlutabréfin til að borga upp lánið. Hann sagði að það væri mitt vandamál að bankinn fyndi ekki hljóðupptökur af símtölunum, þar sem ég gat ekki munað við hvaða starfsmenn ég hefði talað á sínum tíma. Ábyrgðina á varðveislu símtalanna og að finna þau flutti Benedikt sem sagt frá bankanum yfir til mín. Hann gerði enga kröfu til bankans um að finna hljóðupptökurnar sem þó eiga að vera til. Benedikt bankavinur hafði að engu framburð vitnanna um samskipti mín við bankann. Þannig gaf hann skít í hið faglega mat Jóns Finnbjörnssonar héraðsdómara á frásögn þeirra. Jón hafði yfirheyrt vitnin mjög rækilega til að vera viss um sannleiksgildi frásagnar þeirra. Rökrétt hefði verið af Hæstarétti að sýkna mig af kröfu Landsbankans, eða vísa málinu aftur í hérað til að gefa bankanum annað tækifæri til að framvísa hljóðupptökunum. Niðurstaða Benedikts Bogasonar Landsbankanum í hag er vægast sagt stórfurðuleg. Hann horfir alfarið framhjá upplýsingum sem fram komu í héraðsdómi og styðja mitt mál að öllu leyti.Hin „æskilega“ niðurstaða Líklega á lýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, ágætlega við um þessa bankafyrirgreiðslu Benedikts Bogasonar. Jón Steinar kemst svo að orði í nýlegum pistli á Pressunni: „Ef dómari finnur ekki gildan rökstuðning fyrir niðurstöðu sinni er það yfirleitt vegna þess að hann er ekki til. Þá kann að gerast að komist sé að „æskilegri“ niðurstöðu án rökstuðnings.“ Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar