Erlent

Tólf látnir eftir sprengjuárás í Sómalíu

Atli Ísleifsson skrifar
Shabaab hefur tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Shabaab hefur tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Að minnsta kosti tólf létu lífið, þar af fimm hermenn, í sprengjuárás í Puntland-héraði í Sómalíu fyrr í dag. Þetta er haft eftir talsmönnum sómalska hersins.

Sprengingin var á markaði í Af-Ururu, suður af strandbænum Bossaso, en hátíð múslíma, Eid al-Adha, er nú haldin hátíðleg.

Hryðjuverkasamtökin al-Shabaab stjórna nokkrum landsvæðum í grennd við Af-Ururu og hafa nokkrum sinnum náð yfirráðum í borginni. 38 manns létu lífið í árásum í Af-Ururu í júnímánuði.

Shabaab hefur tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og vill koma á íslömsku ríki þar sem sharia-lög ríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×