Erlent

Annar forsprakka Steely Dan fallinn frá

Bjarki Ármannsson skrifar
Becker (t.v.) og Donald Fagen á tónleikum með Steely Dan.
Becker (t.v.) og Donald Fagen á tónleikum með Steely Dan. Vísir/EPA
Walter Becker, gítarleikari og annar forsprakka bandarísku hljómsveitarinnar Steely Dan, er látinn, 67 ára að aldri.

Steely Dan, sem Becker stofnaði ásamt félaga sínum Donald Fagen á áttunda áratugnum, lék djassskotið rokk og naut vinsælda víða um heim. Sveitin hefur selt plötur í um fjörutíu milljónum eintaka og unnið til Grammy-verðlauna.

Greint er frá andláti Becker í tilkynningu á vefsíðu hans. Ekki kemur fram hvað dró hann til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×