Erlent

Lil Wayne meðvitundarlaus á hótelherbergi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lil Wayne átti að koma fram í Las Vegas í nótt.
Lil Wayne átti að koma fram í Las Vegas í nótt. VÍSIR/GETTY
Bandaríski verðlaunarapparinn Lil Wayne var fluttur á spítala í nótt eftir að hafa fengið flogakast á hótelherbergi í Chicago. Að sögn TMZ var rapparinn meðvitundarlaus þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang.

Við komuna á sjúkrahús er hann sagður hafa fengið annað flogakast og staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðla ytra að köstin hefðu verið allmörg um nóttina.

Flogaköst Lil Wayne hafa áður ratað í fréttirnar. Þannig þurfti hann að fá aðhlynningu í fyrra eftir tvö minniháttar flogaköst og fyrir fjórum árum síðan varði hann nokkrum dögum á sjúkrahúsi af sömu ástæðu. Hann hefur í viðtölum greint frá því að hann sé flogaveikur.

Til stóð að Lil Wayne kæmi fram á tónleikum í gærkvöldi en þeir voru blásnir af vegna veikinda rapparans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×