Erlent

Strümpfel sló eigið heimsmet í bjórburði

Atli Ísleifsson skrifar
Oliver Strümpfel getur afgreitt nokkra í einu.
Oliver Strümpfel getur afgreitt nokkra í einu.
Þýski þjónninn Oliver Strümpfel tókst að slá eigið heimsmet þegar hann bar 29 glös, hvert með lítra af bjór í, fjörutíu metra leið á bjórhátíð í Bæjaralandi í gær.

Strümpfel var að sjálfsögðu klæddur í leðurbuxur þegar hann sló metið og fylgdist fjölmenni með þegar hann með gríðarlegri einbeitingu kom glösunum fyrir á borðinu.

Er áætlað að glösin og bjórinn hafi samtals vegið um 69 kíló.

Þjóðverjinn átti einnig fyrra metið, 25 glös, sem hann setti árið 2014.

Sjá má myndskeið af afreki Strümpfel að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×