Erlent

Hljóp inn í gríðarstóran bálköst

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn braut sér leið fram hjá öryggisvörðum og hljóp beint inn í bálköstinn.
Maðurinn braut sér leið fram hjá öryggisvörðum og hljóp beint inn í bálköstinn.
Karlmaður sem hljóp inn í gríðarstóran bálköst á Burning man hátíðinni í Bandaríkjunum lét lífið eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús. Aaron Joel Mitchell var 41 árs gamall og einn af þúsundum sem fóru á hátíðina í eyðimörkinni í Nevada. Umrædd hátíð endar á því að kveikt er í bálköstum og þar á meðal er stærðarinnar líkan manns brennt.

Þegar brennan stóð yfir á laugardagskvöldið braut Mitchell sér leið fram hjá öryggisvörðum og hljóp inn í bálið. Slökkivliðsmenn reyndu að ná honum strax út en brak sem hrundi úr bálkestinum kom í veg fyrir það. Hann náðist þó út á endanum og hrundi bálkösturinn einungis örfáum sekúndum eftir að Mitchell var borinn í burtu.

Hann var svo fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús, þar sem hann dó um morguninn.

Samkvæmt frétt CNN var Mitchell ekki undir áhrifum áfengis en enn er verið að rannsaka hvort að fíkniefni finnist í blóði hans.

Stór hópur fólks fylgdist með atvikinu og var boðið upp á áfallahjálp á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×