Erlent

Uppreisnarmenn ELN í Kólumbíu samþykkja vopnahlé

Atli Ísleifsson skrifar
Pablo Beltran, fulltrúi ELN, Lenin Morenu, forseti Ekvador, og Juan Camilo Restrepo, fulltrú samninganefndar Kólumbíustjórnar. Viðræðurnar fóru fram í Ekvador.
Pablo Beltran, fulltrúi ELN, Lenin Morenu, forseti Ekvador, og Juan Camilo Restrepo, fulltrú samninganefndar Kólumbíustjórnar. Viðræðurnar fóru fram í Ekvador. Vísir/AFP
Talsmenn kólumbíska uppreisnarhópsins ELN hafa samþykkt samning við kólumbísk stjórnvöld um tímabundið vopnahlé. Þetta er í fyrsta sinn sem deiluaðildar ná saman um vopnahlé í fimmtíu ár.

Kólumbíustjórn hefur átt í samningaviðræðum við fulltrúa uppreisnarhópa síðustu árin til að binda enda á það sem hefur verið kallað síðasta stríð Rómönsku Ameríku.

Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, segir að vopnahléið muni gilda í 102 daga þó að möguleiki sé á að það geti varað lengur.

Uppreisnarhópurinn Farc lagði niður vopn fyrr á árinu eftir að samningar náðust milli stjórnvalda og fulltrúa hópsins. Nú hafa viðræðurnar við ELN sömuleiðis skilað árangri.

Viðræður Kólumbíustjórnar og ELN hafa staðið síðustu mánuði og var vonast til að hægt yrði að tilkynna um vopnahlé fyrir heimsókn Frans páfa til landsins síðar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×