Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2017 07:00 vísir/ernir/getty Flesta körfuboltamenn dreymir um að komast í NBA-deildina. Margir leikmenn í riðli Íslands á Evrópumótinu í Helsinki hafa þegar náð því að komast í bestu deild í heimi og aðrir eru á þröskuldinum. Næstu tveir leikir íslenska körfuboltalandsliðsins á EM eru á móti liðum Slóveníu og Finnlands en bæði lið hafa gert mjög góða hluti á mótinu til þessa. Slóvenar eru á toppnum í riðlinum með fullt hús og Finnar hafa bara tapað á móti Slóvenum og unnu meðal annars Frakka í fyrsta leik. Tveir ungir leikmenn hafa nefnilega farið fyrir sínum liðum í Helsinki, annars vegar Finninn Lauri Markkanen og hins vegar Slóveninn Luka Doncic.Verðandi stórstjörnur Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason stimplaði sig inn í sumar og er kominn inn á lista yfir mögulega framtíðarmenn í NBA-deildinni en þar hafa efnilegustu leikmenn Finna og Slóvena verið lengi. Báðir hafa þeir sýnt okkur af hverju í fyrstu þremur leikjum Finna og Slóvena á EM 2017. Hinn tvítugi Markkanen er þegar kominn í NBA-deildina en hann mun klæðast búningi Chicago Bulls í vetur. Doncic er hins vegar aðeins átján ára gamall. Hann hefur spilað með aðalliði Real Madrid frá 2015 og það þykir næstum því öruggt að hann verið valinn snemma í nýliðavali NBA-deildarinnar næsta sumar. Luka Doncic skoraði 22 stig fyrir Slóvena í endurkomusigri á Grikkjum í síðasta leik og er með 13,7 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á EM. Doncic spilaði 19,9 mínútur að meðaltali í leik með Real Madrid í Euroleague á síðasta tímabili en náði á þeim tíma að vera með 13,3 stig, 4,5 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Engin smá tölfræði hjá átján ára strák en hann er fæddur í febrúar 1999. Markkanen átti mjög flott fyrsta ár með Arizona-háskólanum þar sem hann skoraði 15,6 stig í leik. Minnesota Timberwolves valdi hann númer sjö í nýliðavali NBA í sumar en hann fór síðan til Chicago Bulls í Jimmy Butler skiptunum. Markkanen hefur skorað yfir tuttugu stig í öllum þremur leikjum Finna á Eurobasket og hefur auk þess hækkað stigaskor sitt með hverjum leik. Hann er með 24,3 stig að meðaltali í leik og 56 prósent skotnýtingu í fyrstu þremur leikjum sínum á EM.Ungir en þroskaðir Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, þekkir þessa leikmenn vel sem og Tryggva Snæ Hlinason sem blómstraði undir hans stjórn með tuttugu ára landsliðinu á EM fyrr í sumar. „Báðir eru ótrúlega þroskaðir leikmenn miðað við hvað þeir eru ungir og ekki síst ef við horfum á þá frá taktísku sjónarhorni. Það er gaman að sjá þá spila og þá einkum ákvörðunartökuna hjá þeim. Það sést þó aðeins á þeim hvað þeir eru ungir ennþá,“ segir Finnur. Við Íslendingar bindum líka vonir við að einn okkar landsliðsmanna geti einhvern tímann bankað á NBA-dyrnar. Uppkoma Tryggva Snæs Hlinasonar hefur verið hröð og hann á enn nokkuð í land með að fóta sig á stóra sviðinu. Skrefin sem hann hefur tekið að undanförnu hafa þó öll verið í rétta átt. „Tryggvi er ólíkur þessum tveimur að því leyti að Markkanen og sérstaklega Doncic hafa verið stjörnur frá unga aldri og eru komnir framarlega, ekki bara í getu heldur líka í þekkingu á leiknum,“ segir Finnur en umsagnir hans um leikmennina þrjá má lesa hér fyrir neðan.Lauri Markkanen leikur með Chicago Bulls í vetur.vísir/gettyLauri Markkanen Finnlandi 20 ára Fæddur: 22. maí 1997 213 sentímetrar, kraftframherji Leikmaður Chicago Bulls í NBA Lék áður með Arizona í bandaríska háskólaboltanum „Þessi hæfileiki hans, að geta sett niður stór skot, er eitthvað sem er gulls ígildi. Hann er að falla í þetta form af nýjum fimmum og það eru gaurar sem eru að breyta körfuboltanum hægt og rólega. Það verður gríðarlega forvitnilegt að sjá Markkanen í NBA-deildinni næsta vetur. Það mun taka hann tíma að læra inn á hlutina þar en mér finnst hann vera hæfileikamaður frá náttúrunnar hendi. Hann hefur alltaf getað skorað. Hann verður aðalmaðurinn í finnska landsliðinu næsta áratuginn, ef ekki áratugina,“ segir Finnur.Luka Doncic er ótrúlega þroskaður miðað við aldur.vísir/gettyLuka Doncic Slóveníu 18 ára Fæddur: 28. febrúar 1999 201 sentímetri, bakvörður Leikmaður Real Madrid á Spáni Lék áður með unglingaliði Union Olimpija í Slóveníu „Saga hans er einstök. Hann fer þrettán ára yfir í Real Madrid og spilar síðan sinn fyrsta leik með aðalliðinu sextán ára gamall. Að vera þetta ungur með þetta þroskaðan leikstíl er alveg einstakt. Hann hefur þann hæfileika að geta spilað nánast allar stöðurnar inni á vellinum frá eitt til fjögur. Það kæmi mér verulega á óvart ef NBA-liðin tækju ekki sénsinn á honum í fyrstu valréttunum. Þetta er einstakur hæfileikamaður sem er þegar kominn með einstaka reynslu á sínum ferli. Maður sér eiginlega ekki veikleikann,“ segir Finnur.Tryggvi er að spila á sínu fyrsta stórmóti með A-landsliðinu.vísir/ernirTryggvi Snær Hlinason Íslandi 19 ára Fæddur: 28. október 1997 215 sentímetrar, miðherji Leikmaður Valencia á Spáni Lék áður með Þór Akureyri á Íslandi „Tryggvi er ennþá bara efnilegur. Menn átta sig ekki á því eftir sumarið og tala um hann sem frábæran leikmann. Hann hefur öll tól til þess að verða góður. Menn verða samt að átta sig á því að það er svolítið stórt að fara frá því að spila með Þór Akureyri og vera bara búinn að spila körfubolta í fjögur ár í það að fara í alvöru bolta. Þetta mun taka tíma hjá honum en hann sýnir það við og við að hann hefur tilfinningu fyrir hvernig hann á að vera og spila. Ég held að það geti ótrúlegir hlutir gerst hjá þessum dreng ef hann heldur rétt á spöðunum,“ segir Finnur. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Flesta körfuboltamenn dreymir um að komast í NBA-deildina. Margir leikmenn í riðli Íslands á Evrópumótinu í Helsinki hafa þegar náð því að komast í bestu deild í heimi og aðrir eru á þröskuldinum. Næstu tveir leikir íslenska körfuboltalandsliðsins á EM eru á móti liðum Slóveníu og Finnlands en bæði lið hafa gert mjög góða hluti á mótinu til þessa. Slóvenar eru á toppnum í riðlinum með fullt hús og Finnar hafa bara tapað á móti Slóvenum og unnu meðal annars Frakka í fyrsta leik. Tveir ungir leikmenn hafa nefnilega farið fyrir sínum liðum í Helsinki, annars vegar Finninn Lauri Markkanen og hins vegar Slóveninn Luka Doncic.Verðandi stórstjörnur Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason stimplaði sig inn í sumar og er kominn inn á lista yfir mögulega framtíðarmenn í NBA-deildinni en þar hafa efnilegustu leikmenn Finna og Slóvena verið lengi. Báðir hafa þeir sýnt okkur af hverju í fyrstu þremur leikjum Finna og Slóvena á EM 2017. Hinn tvítugi Markkanen er þegar kominn í NBA-deildina en hann mun klæðast búningi Chicago Bulls í vetur. Doncic er hins vegar aðeins átján ára gamall. Hann hefur spilað með aðalliði Real Madrid frá 2015 og það þykir næstum því öruggt að hann verið valinn snemma í nýliðavali NBA-deildarinnar næsta sumar. Luka Doncic skoraði 22 stig fyrir Slóvena í endurkomusigri á Grikkjum í síðasta leik og er með 13,7 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á EM. Doncic spilaði 19,9 mínútur að meðaltali í leik með Real Madrid í Euroleague á síðasta tímabili en náði á þeim tíma að vera með 13,3 stig, 4,5 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Engin smá tölfræði hjá átján ára strák en hann er fæddur í febrúar 1999. Markkanen átti mjög flott fyrsta ár með Arizona-háskólanum þar sem hann skoraði 15,6 stig í leik. Minnesota Timberwolves valdi hann númer sjö í nýliðavali NBA í sumar en hann fór síðan til Chicago Bulls í Jimmy Butler skiptunum. Markkanen hefur skorað yfir tuttugu stig í öllum þremur leikjum Finna á Eurobasket og hefur auk þess hækkað stigaskor sitt með hverjum leik. Hann er með 24,3 stig að meðaltali í leik og 56 prósent skotnýtingu í fyrstu þremur leikjum sínum á EM.Ungir en þroskaðir Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, þekkir þessa leikmenn vel sem og Tryggva Snæ Hlinason sem blómstraði undir hans stjórn með tuttugu ára landsliðinu á EM fyrr í sumar. „Báðir eru ótrúlega þroskaðir leikmenn miðað við hvað þeir eru ungir og ekki síst ef við horfum á þá frá taktísku sjónarhorni. Það er gaman að sjá þá spila og þá einkum ákvörðunartökuna hjá þeim. Það sést þó aðeins á þeim hvað þeir eru ungir ennþá,“ segir Finnur. Við Íslendingar bindum líka vonir við að einn okkar landsliðsmanna geti einhvern tímann bankað á NBA-dyrnar. Uppkoma Tryggva Snæs Hlinasonar hefur verið hröð og hann á enn nokkuð í land með að fóta sig á stóra sviðinu. Skrefin sem hann hefur tekið að undanförnu hafa þó öll verið í rétta átt. „Tryggvi er ólíkur þessum tveimur að því leyti að Markkanen og sérstaklega Doncic hafa verið stjörnur frá unga aldri og eru komnir framarlega, ekki bara í getu heldur líka í þekkingu á leiknum,“ segir Finnur en umsagnir hans um leikmennina þrjá má lesa hér fyrir neðan.Lauri Markkanen leikur með Chicago Bulls í vetur.vísir/gettyLauri Markkanen Finnlandi 20 ára Fæddur: 22. maí 1997 213 sentímetrar, kraftframherji Leikmaður Chicago Bulls í NBA Lék áður með Arizona í bandaríska háskólaboltanum „Þessi hæfileiki hans, að geta sett niður stór skot, er eitthvað sem er gulls ígildi. Hann er að falla í þetta form af nýjum fimmum og það eru gaurar sem eru að breyta körfuboltanum hægt og rólega. Það verður gríðarlega forvitnilegt að sjá Markkanen í NBA-deildinni næsta vetur. Það mun taka hann tíma að læra inn á hlutina þar en mér finnst hann vera hæfileikamaður frá náttúrunnar hendi. Hann hefur alltaf getað skorað. Hann verður aðalmaðurinn í finnska landsliðinu næsta áratuginn, ef ekki áratugina,“ segir Finnur.Luka Doncic er ótrúlega þroskaður miðað við aldur.vísir/gettyLuka Doncic Slóveníu 18 ára Fæddur: 28. febrúar 1999 201 sentímetri, bakvörður Leikmaður Real Madrid á Spáni Lék áður með unglingaliði Union Olimpija í Slóveníu „Saga hans er einstök. Hann fer þrettán ára yfir í Real Madrid og spilar síðan sinn fyrsta leik með aðalliðinu sextán ára gamall. Að vera þetta ungur með þetta þroskaðan leikstíl er alveg einstakt. Hann hefur þann hæfileika að geta spilað nánast allar stöðurnar inni á vellinum frá eitt til fjögur. Það kæmi mér verulega á óvart ef NBA-liðin tækju ekki sénsinn á honum í fyrstu valréttunum. Þetta er einstakur hæfileikamaður sem er þegar kominn með einstaka reynslu á sínum ferli. Maður sér eiginlega ekki veikleikann,“ segir Finnur.Tryggvi er að spila á sínu fyrsta stórmóti með A-landsliðinu.vísir/ernirTryggvi Snær Hlinason Íslandi 19 ára Fæddur: 28. október 1997 215 sentímetrar, miðherji Leikmaður Valencia á Spáni Lék áður með Þór Akureyri á Íslandi „Tryggvi er ennþá bara efnilegur. Menn átta sig ekki á því eftir sumarið og tala um hann sem frábæran leikmann. Hann hefur öll tól til þess að verða góður. Menn verða samt að átta sig á því að það er svolítið stórt að fara frá því að spila með Þór Akureyri og vera bara búinn að spila körfubolta í fjögur ár í það að fara í alvöru bolta. Þetta mun taka tíma hjá honum en hann sýnir það við og við að hann hefur tilfinningu fyrir hvernig hann á að vera og spila. Ég held að það geti ótrúlegir hlutir gerst hjá þessum dreng ef hann heldur rétt á spöðunum,“ segir Finnur.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira