Erlent

Öflugur skjálfti undan ströndum Mexíkós

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skjálftinn var skammt frá landamærum Gvatemala.
Skjálftinn var skammt frá landamærum Gvatemala. CNN
Hið minnsta fimm eru látnir eftir jarðskjálfta að stærðinni 8,1 undan ströndum Mexíkós nú í morgun. Honum fylgdu hið minnsta sex eftirskjálftar. Veðurfræðingur CNN segir skjálftann „gríðarlegan“ og að sambærilegra skjálfta megi einungis vænta einu sinni á ári.

Skjálftinn átti upptök sín 119 kílómetra suð-suðvestan af borginni Tres Picos í suðurhluta landsins.

Gefin var út flóðbylgjuviðvörun fyrir vesturströnd landsins eftir að skjálftans varð vart og var hæsta aldan sem mælst hefur til þessa rúmlega metri að hæð.

Meðal þeirra látnu eru tvö börn sem fórust í Tabasco-héraðinu. Þá fórust hið minnsta tveir í Chiapas í suðurhluta landsins.

Hér að neðan má sjá myndband sem vegafarandi tók í suðurhluta landsins. Eins og sjá má sveifluðust ljósastaurar verulega meðan skjálftinn gekk yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×