Erlent

Eyðir póstum starfsmanna

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Arianna Huffington segir starfsmenn þurfa raunverulegt frí.
Arianna Huffington segir starfsmenn þurfa raunverulegt frí. NORDICPHOTOS/GETTY
Arianna Huffington, stofnandi Huffington Post, hefur komið á nýju verklagi til þess að starfsmenn hennar drukkni ekki í vinnu þegar þeir koma úr fríi. Huffington, sem sett hefur á laggirnar fyrirtækið Thrive Global, sér til þess að pósthólf starfsmanna tæmist um leið og sendandi hefur fengið svarpóst um að starfsmaðurinn sé fjarverandi.

Í grein í Harvard Business Review bendir Huffington á að sendandinn fái í svarbréfinu upplýsingar um hvenær starfsmaðurinn kemur úr fríi. Sé erindið mikilvægt geti sendandinn sent nýjan tölvupóst.

Það er mat Huffington að yfirmenn eigi að hvetja til þess að starfsmenn fái raunverulegt frí. Það geti þeir gert með því að segja að ekki verði hægt að ná í þá meðan þeir eru sjálfir í fríi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×