Erlent

Sér eftir því að hafa ekki tekið harðar á Trump

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Úr öðrum kappræðum kosningabaráttunnar þar sem Hillary segist hafa upplifað framkomu Trump sem ógnun við sig.
Úr öðrum kappræðum kosningabaráttunnar þar sem Hillary segist hafa upplifað framkomu Trump sem ógnun við sig. vísir/epa
Hillary Clinton, fyrrum forsetaframbjóðandi, segist „kannski“ hafa farið á mis við nokkur tækifæri til að bæði bregðast við fyrirætlunum Trumps og tengjast betur kjósendum. Hún sjái eftir því að hafa ekki tekið harðar á Trump.

Þetta segir Clinton um forsetakjörið í Bandaríkjunum í fyrsta viðtalinu sem hún veitir í markaðsherferð fyrir nýju bókina sína Hvað fór úrskeiðis? Í henni fer Clinton ofan í saumana á kosningabaráttunni. Hin sjálfsævisögulega bók kemur út á þriðjudag.

Clinton fjallar meðal annars um Bernie Sanders í nýju bókinni sinni.
Clinton segist bera fulla ábyrgð á misheppnaðri kosningabaráttu en segir þó að Joe Biden, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, og Bernie Sanders, mótframbjóðandi hennar innan Demókrataflokksins, hafi skaðað framboð hennar með varanlegum hætti.

„Ég atti ekki aðeins kappi við Donald Trump. Ég þurfti að eigast við rússnesku leyniþjónustuna, afvegaleiddan forstjóra alríkislögreglunnar og hið guðs volaða kjörmannaráð,“ segir Clinton.


Tengdar fréttir

Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump

Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×