Erlent

Theresa May reynir að ná til unga fólksins

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands vill vinna unga kjósendur á sitt band.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands vill vinna unga kjósendur á sitt band. Vísir/AFP
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, leitar leiða til þess að létta á byrðum ungs fólks sem situr uppi með himinháar skuldir vegna skólagjalda. Þetta gerir May til þess að freista þess að vinna unga kjósendur á sitt band.

Íhaldsflokkurinn með May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á þinginu í bresku þingkosningunum  í vor sem May boðaði skyndilega til með þeim ásetningi að öðlast sterkara umboð til að leiða þjóðina út úr Evrópusambandinu. Á sama tíma bætti Verkamannaflokkurinn við sig.

Senn líður að ársþingi Íhaldsflokksins en May vinnur nú hörðum höndum að áætlun til að draga úr vaxtagreiðslum námsmanna að því er fram kemur á vef Guardian.

Auk þess íhugar May að draga þá háskóla til ábyrgðar sem rukka himinhá skólagjöld án þess að tryggja tekjumöguleika nemenda sinna með fullnægjandi hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×