Erlent

Hlauparar hafi á sér vegabréf

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lögreglan vill að hlauparar framvísi vegabréfinu sínu.
Lögreglan vill að hlauparar framvísi vegabréfinu sínu. vísir/afp
Vegna herts landamæraeftirlits krefst nú danska lögreglan þess að þátttakendur í 12 km hlaupi yfir þýsku landamærin hafi á sér vegabréf á hlaupunum til framvísunar á landamærunum eða önnur gild ferðaskilríki. Í þau 32 ár sem landamærahlaupið hefur verið haldið hafa þátttakendur getað hlaupið vegabréfslausir.

Lögreglan í Danmörku hefur neitað þátttakendum um undanþágu. Þýska lögreglan krefst ekki framvísunar vegabréfs, heldur aðeins lista með nöfnum þátttakenda og númerum sem þeir bera. Danskur þingmaður hyggst ræða við dómsmálaráðherrann og biðja hann um að Danir verði jafn sveigjanlegir og Þjóðverjar.

Um 400 manns eru skráðir í landamærahlaupið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×