Erlent

Danska stjórnin vill lækka skatta

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Danska stjórnin vill lækka skatta um 23 milljarða danskra króna.
Danska stjórnin vill lækka skatta um 23 milljarða danskra króna. Vísir/Valli
Það á að borga sig að vinna. Menn eiga að finna mun á því að vera í starfi og því að vera ekki á vinnumarkaðnum.

Þetta sagði fjármálaráðherra Danmerkur, Kristian Jensen, þegar danska ríkis­stjórnin tilkynnti tillögur sínar um lækkun á tekjuskatti auk fleiri skattalækkana.

Stjórnvöld leggja áherslu á að skapa fleiri atvinnutækifæri og fækka þeim sem eru á framfæri hins opinbera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×