Erlent

Hellti hlandi yfir kurteisan bílstjóra sem „hefði getað verið kurteisari“

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndband náðist af atvikinu sem hefur farið víða um á internetinu á síðustu dögum.
Myndband náðist af atvikinu sem hefur farið víða um á internetinu á síðustu dögum.
Kona sem sögð er hafa hellt eigin hlandi yfir bílstjóra strætisvagns í Washington DC hefur verið handtekin. Konan sem hellti hlandinu segir bílstjórann hafa beitt furðulegum tóni þegar hún sagði: „Eigðu góðan dag“.

„Hún sagði „Eigðu góðan dag“ eins og það væri í kaldhæðni. Hún hefði getað verið kurteisari,“ sagði hin 39 ára gamla Opal L. Brown, við NBC4. Brown sem er að læra guðfræði sagði einnig að hún hefði pissað í bollann um borð í strætisvagninum.



Brown sagði í fyrstu að bílstjórinn hefði ekki gert sér neitt, en seinna í samtali sínu við blaðamann NBC4 sagði hún að bílstjórinn hefði gefið henni puttann og horft dónalega á sig.

Hún sagðist hata fyrirtækið sem sér um rekstur strætisvagnakerfisins í Washington DC en hún vildi biðja bílstjórann afsökunar.

Myndband náðist af atvikinu sem hefur farið víða um á internetinu á síðustu dögum, en atvikið átti sér stað á laugardaginn. Konan mun hafa gefið sig fram eftir að lögreglan birti myndir af henni, meðal annars á Twitter, í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×