Erlent

Skaut upp tertu á pizzustað | Myndband

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eldbakaðar pizzur hafa verið endurskilgreindar.
Eldbakaðar pizzur hafa verið endurskilgreindar. Skjáskot
Löreglan í Liverpool leitar nú manns sem kveikti í 70 skota flugeldatertu inni á pizzustað í borginni á mánudag.

Myndbönd úr öryggismyndavélum staðarins sýna hvernig maðurinn fleygir tertunni inn og hleypur á brott. Starfsmenn og viðskiptavinir staðarins koma sér í skjól áður en fyrsta skotið ríður af.

Enginn slasaðist í uppátækinu en anddyri veitingaðastaðarins skemmdist. Lögreglan rannsakar nú málið en myndband af vef Guardian má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×