Erlent

Fyrsta nektarnýlendan opnar í París

Atli Ísleifsson skrifar
Slmenningsgarðurinn Bois de Vincennes er að finna austur af miðborg Parísar.
Slmenningsgarðurinn Bois de Vincennes er að finna austur af miðborg Parísar. Vísir/Getty
Fyrsta nektarnýlenda Parísarborgar mun brátt opna á afgirtu svæði í almenningsgarðinum Bois de Vincennes í höfuðborg Frakklands.

Í frétt Guardian kemur fram að um tilraunaverkefni til nokkurra vikna sé að ræða og segja yfirvöld að þeir sem haldnir séu sýniþörf, og þeir sem njóta þess að liggja á gægjum, séu ekki velkomnir í nýlenduna.

Hún sé aðeins ætluð þeim sem áhuga hafa á því að spranga um naktir án þess að nokkuð kynferðislegt liggi þar að baki.

Julien Claude-Penegry, rormaður samtaka nektarsinna í Frakklandi, fagnar tilrauninni mjög og spáir því að þúsundir eigi eftir að heimsækja nýlenduna, sem sýni opinn hug Parísarbúa og ást þeirra á frelsi til athafna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×