Erlent

Hundruð þúsunda laxa sluppu úr sjókvíum í Washington

Atli Ísleifsson skrifar
Umhverfisyfirvöld í Bandaríkjunum hvetja til mokveiða á svæðinu.
Umhverfisyfirvöld í Bandaríkjunum hvetja til mokveiða á svæðinu. Vísir/Getty
305 þúsund Atlantshafslaxar sluppu úr sjókvíum í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna og út í Kyrrahafið í gær. Guardian greinir frá þessu.

Eldisfyrirtækið telur að mikill öldugangur hafi ollið því að laxarnir sluppu. Kvíarnar eru á svæði í kringum San Juan-eyjar.

Umhverfisyfirvöld í Bandaríkjunum hvetja til mokveiða til að ná sem mestum laxi úr vistkerfinu.

Stangveiðimenn í ríkinu hafa miklar áhyggjur af því að Atlantshafslaxinn muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir ferskvatslax á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×