Mikilvæg sérstaða Menntaskólans í Reykjavík Jón Axel Harðarson skrifar 28. ágúst 2017 15:20 Menntaskólinn í Reykjavík (MR) á sér glæsilega sögu. Hann á rætur að rekja til Skálholtsskóla sem Ísleifur Gissurarson, fyrsti biskup Íslendinga, stofnaði á þriðja fjórðungi 11. aldar. Að sjálfsögðu hefur skólinn tekið breytingum í tímans rás en hann byggir á fornri hefð og nýtur allmikillar sérstöðu meðal framhaldsskóla á Íslandi. Sérstaða hans felst einkum í því að auk náttúrufræðideildar og nýmáladeildar hefur hann eðlisfræðideild (með mikilli stærðfræði og eðlisfræði, bæði kennilegri og verklegri) og fornmáladeild (með latínu og grísku, fornfræði, þ.e. bókmenntum og hugmyndasögu fornaldar, og málvísindum) en enga félagsfræðideild (þó býðst nemendum í nýmáladeild I nám í félagsfræði). Í fornmáladeild læra nemendur bæði latínu og forngrísku, í nýmáladeild er skylt að taka latínu í tvö ár. Í öllum deildum skólans hefur verið lögð áherzla á breiða almenna þekkingu. T.d. ljúka allir nemendur fleiri einingum í sögu en námsskrá segir til um. Markmið skólans er að búa nemendur sína eins vel og kostur er undir akademískt háskólanám þannig að þeir komist ekki aðeins í íslenzka háskóla (sem eru magndrifnir og taka feginshendi við hvaða nemendum sem er) heldur einnig í beztu háskóla og háskóladeildir erlendis. Hingað til hefur honum tekizt vel að uppfylla þetta markmið. Sem dæmi um góðan árangur skólans og nemenda hans má nefna eftirfarandi: Framhaldsskólar landsins keppa árlega í ýmsum námsgreinum og er þeim nemendum sem standa sig bezt boðið að taka þátt í Ólympíukeppni viðkomandi námsgreina. Skemmst er frá því að segja að enginn skóli hefur verið jafnsigursæll í þessari keppni og MR. Sem dæmi má nefna að á árunum 2014–2017 komu ýmist 4 eða 5 af 6 nemendum í Ólympíuliði Íslands í stærðfræði úr MR. Nú í sumar var greint frá því að styrkir hefðu verið veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands (HÍ). Styrkþegarnir, sem allir luku stúdentsprófi með glæsibrag og hefja nám við HÍ í haust, komu úr 16 framhaldsskólum. Hlutskarpastir urðu nemendur MR en þeir hlutu helmingi fleiri styrki en nemendur þess skóla sem næstur kom. Þá skal þess getið að í HÍ er upplýsingum safnað um námsárangur nemenda eftir því úr hvaða framhaldsskólum þeir hafa útskrifazt. Samkvæmt þeim hafa nemendur MR staðið sig bezt. Allt ber að sama brunni. Þegar horft er til mælanlegs árangurs nemenda kemur í ljós að MR skarar fram úr öðrum framhaldsskólum á Íslandi. Í þessu sambandi er athyglisvert að hafa í huga að MR er ekki sá skóli sem flestir vilja fara í að loknu grunnskólanámi. Vinsælli skólar (eins og Verzlunarskóli Íslands) geta valið úr mun stærri hópi umsækjenda en MR. Engu að síður standa nemendur MR sig almennt bezt bæði í innbyrðisviðureignum framhaldsskólanna og í háskólanámi. Hvað skyldi skýra það? Það sem helzt greinir MR frá öðrum skólum er fornmáladeild hans. Enginn annar framhaldsskóli í landinu býður upp á nám í latínu og forngrísku. Því eiga nemendur sem vilja læra þessi menningarmál – eða aðeins latínu – einungis kost á að gera það í MR (hér er horft fram hjá því að í einhverjum skólum hefur að ósk nemenda örfáum sinnum verið boðið upp á valnámskeið í latínu). Afar mikilvægt er að þessi valkostur sé fyrir hendi í íslenzku menntakerfi. Hjá öllum vestrænum menningarþjóðum er séð til þess að nemendum á framhaldsskólastigi standi til boða nám í klassísku málunum enda myndar hinn grísk-rómverski menningarheimur eina af meginstoðum evrópskrar menningar. Við marga háskóla erlendis er það skilyrði sett við innritun nemenda í ýmsar húmanískar greinar að þeir hafi lært latínu. Það er eðlilegt því að latína er móðurmál Evrópu í menningarlegu tilliti. Hún var mál menntamanna langt fram á 19. öld. Enn í dag þurfa fræðimenn sem fást við bókmenntir, málfræði, sögu og heimspeki evrópskra miðalda, rómönsk fræði, listasögu og fjölda annarra greina að kunna latínu. Skólamálfræði okkar og annarra evrópskra þjóða byggist á grísk-rómverskri málfræðihefð. Sá sem hefur lært latneska málfræði á miklu auðveldara með að skilja og skýra fyrir sér og öðrum málfræði móðurmáls síns og annarra mála og málskilningur hans verður allur mun betri. Hér má einnig nefna að latínukunnátta eykur skilning á enskum orðaforða enda er rúmlega helmingur hans kominn úr rómönsku málunum, afkomendum latínunnar. Í raun er svo ótalmargt sem sýnir kosti þess að kunna latínu og því er undarlegt að henni hafi verið úthýst úr öllum menntaskólum landsins nema einum. Það skyldi þó ekki vera að hér sé rangri menntastefnu um að kenna. Ef íslenzkir nemendur ættu ekki kost á að læra klassísku málin, latínu og forngrísku, í a.m.k. einum framhaldsskóla á landinu kæmi væntanlega upp sú staða að nánast enginn Íslendingur legði fyrir sig greinar þar sem krafa er gerð um kunnáttu í þeim því að þeir sem hefðu hug á því þyrftu að byrja frá grunni að stúdentsprófi loknu. Hverfandi líkur yrðu á því að meðal íslenzkra menntamanna fyndust einhverjir sem væru færir um að lesa latneska og gríska texta á frummálinu, heldur þyrftu menn að reiða sig á misgóðar þýðingar, þegar þeim er til að dreifa, en margt hefur að sjálfsögðu aldrei verið þýtt. Og þegar Íslendingar fengjust við texta forfeðra sinna sem skrifaðir voru á latínu þyrftu þeir að leita til útlendinga um aðstoð. Öllum skynsömum mönnum ætti að vera ljóst hve mikið menningarslys það væri ef fornmáladeild MR yrði lögð niður. Hvers vegna er þá ástæða til að vara sérstaklega við því? Það er vegna þess að margir óttast að menntamálayfirvöld hafi í hyggju að breyta MR og gera hann líkari öðrum framhaldsskólum í landinu. Í viðtali sem birtist í Mbl. 26. sept. 2014 segir Linda Rós Michaelsdóttir, enskukennari við MR og starfandi rektor skólaárið 2012–2013, að þrýst hafi verið á skólann um að tungumáladeildirnar yrðu lagðar niður og félagsfræðideild tekin upp í staðinn en það hafi styrkt stöðu fornmáladeildarinnar að frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gerðist verndari hennar. Í ritstjórnargrein Mbl. næsta dag er málefnum MR sýndur skilningur og mælt með því að framhaldsskólar landsins fái að halda sérkennum sínum; enn fremur eru þar hvatningarorð um að kennsla í tungumálum, fornum og nýjum, verði efld á ný „því að slík kunnátta [sé] dýrmæt og [megi] ekki glutrast niður“. Áhyggjur af framtíð MR jukust í sumar þegar menntamálayfirvöld drógu á langinn að auglýsa stöðu rektors við skólann eftir að Yngvi Pétursson hafði tilkynnt að hann ætlaði að hverfa úr henni. Sögusagnir komust á kreik um að nú stæði til að sameina MR og Kvennaskólann í Reykjavík. Langþreyttir nemendur MR brugðu um mitt sumar á það ráð að auglýsa sjálfir eftir nýjum rektor í atvinnuauglýsingum Fréttablaðsins. Degi síðar auglýsti Menntamálaráðuneytið stöðu rektors lausa til umsóknar. Vonandi bera yfirvöld menntamála gæfu til að hrófla ekki við MR heldur leyfa honum að halda því kennslu- og námsskipulagi sem reynzt hefur svo vel. Hins vegar mættu aðrir framhaldsskólar gjarna taka hann sér til fyrirmyndar.Höfundur er prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Menntaskólinn í Reykjavík (MR) á sér glæsilega sögu. Hann á rætur að rekja til Skálholtsskóla sem Ísleifur Gissurarson, fyrsti biskup Íslendinga, stofnaði á þriðja fjórðungi 11. aldar. Að sjálfsögðu hefur skólinn tekið breytingum í tímans rás en hann byggir á fornri hefð og nýtur allmikillar sérstöðu meðal framhaldsskóla á Íslandi. Sérstaða hans felst einkum í því að auk náttúrufræðideildar og nýmáladeildar hefur hann eðlisfræðideild (með mikilli stærðfræði og eðlisfræði, bæði kennilegri og verklegri) og fornmáladeild (með latínu og grísku, fornfræði, þ.e. bókmenntum og hugmyndasögu fornaldar, og málvísindum) en enga félagsfræðideild (þó býðst nemendum í nýmáladeild I nám í félagsfræði). Í fornmáladeild læra nemendur bæði latínu og forngrísku, í nýmáladeild er skylt að taka latínu í tvö ár. Í öllum deildum skólans hefur verið lögð áherzla á breiða almenna þekkingu. T.d. ljúka allir nemendur fleiri einingum í sögu en námsskrá segir til um. Markmið skólans er að búa nemendur sína eins vel og kostur er undir akademískt háskólanám þannig að þeir komist ekki aðeins í íslenzka háskóla (sem eru magndrifnir og taka feginshendi við hvaða nemendum sem er) heldur einnig í beztu háskóla og háskóladeildir erlendis. Hingað til hefur honum tekizt vel að uppfylla þetta markmið. Sem dæmi um góðan árangur skólans og nemenda hans má nefna eftirfarandi: Framhaldsskólar landsins keppa árlega í ýmsum námsgreinum og er þeim nemendum sem standa sig bezt boðið að taka þátt í Ólympíukeppni viðkomandi námsgreina. Skemmst er frá því að segja að enginn skóli hefur verið jafnsigursæll í þessari keppni og MR. Sem dæmi má nefna að á árunum 2014–2017 komu ýmist 4 eða 5 af 6 nemendum í Ólympíuliði Íslands í stærðfræði úr MR. Nú í sumar var greint frá því að styrkir hefðu verið veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands (HÍ). Styrkþegarnir, sem allir luku stúdentsprófi með glæsibrag og hefja nám við HÍ í haust, komu úr 16 framhaldsskólum. Hlutskarpastir urðu nemendur MR en þeir hlutu helmingi fleiri styrki en nemendur þess skóla sem næstur kom. Þá skal þess getið að í HÍ er upplýsingum safnað um námsárangur nemenda eftir því úr hvaða framhaldsskólum þeir hafa útskrifazt. Samkvæmt þeim hafa nemendur MR staðið sig bezt. Allt ber að sama brunni. Þegar horft er til mælanlegs árangurs nemenda kemur í ljós að MR skarar fram úr öðrum framhaldsskólum á Íslandi. Í þessu sambandi er athyglisvert að hafa í huga að MR er ekki sá skóli sem flestir vilja fara í að loknu grunnskólanámi. Vinsælli skólar (eins og Verzlunarskóli Íslands) geta valið úr mun stærri hópi umsækjenda en MR. Engu að síður standa nemendur MR sig almennt bezt bæði í innbyrðisviðureignum framhaldsskólanna og í háskólanámi. Hvað skyldi skýra það? Það sem helzt greinir MR frá öðrum skólum er fornmáladeild hans. Enginn annar framhaldsskóli í landinu býður upp á nám í latínu og forngrísku. Því eiga nemendur sem vilja læra þessi menningarmál – eða aðeins latínu – einungis kost á að gera það í MR (hér er horft fram hjá því að í einhverjum skólum hefur að ósk nemenda örfáum sinnum verið boðið upp á valnámskeið í latínu). Afar mikilvægt er að þessi valkostur sé fyrir hendi í íslenzku menntakerfi. Hjá öllum vestrænum menningarþjóðum er séð til þess að nemendum á framhaldsskólastigi standi til boða nám í klassísku málunum enda myndar hinn grísk-rómverski menningarheimur eina af meginstoðum evrópskrar menningar. Við marga háskóla erlendis er það skilyrði sett við innritun nemenda í ýmsar húmanískar greinar að þeir hafi lært latínu. Það er eðlilegt því að latína er móðurmál Evrópu í menningarlegu tilliti. Hún var mál menntamanna langt fram á 19. öld. Enn í dag þurfa fræðimenn sem fást við bókmenntir, málfræði, sögu og heimspeki evrópskra miðalda, rómönsk fræði, listasögu og fjölda annarra greina að kunna latínu. Skólamálfræði okkar og annarra evrópskra þjóða byggist á grísk-rómverskri málfræðihefð. Sá sem hefur lært latneska málfræði á miklu auðveldara með að skilja og skýra fyrir sér og öðrum málfræði móðurmáls síns og annarra mála og málskilningur hans verður allur mun betri. Hér má einnig nefna að latínukunnátta eykur skilning á enskum orðaforða enda er rúmlega helmingur hans kominn úr rómönsku málunum, afkomendum latínunnar. Í raun er svo ótalmargt sem sýnir kosti þess að kunna latínu og því er undarlegt að henni hafi verið úthýst úr öllum menntaskólum landsins nema einum. Það skyldi þó ekki vera að hér sé rangri menntastefnu um að kenna. Ef íslenzkir nemendur ættu ekki kost á að læra klassísku málin, latínu og forngrísku, í a.m.k. einum framhaldsskóla á landinu kæmi væntanlega upp sú staða að nánast enginn Íslendingur legði fyrir sig greinar þar sem krafa er gerð um kunnáttu í þeim því að þeir sem hefðu hug á því þyrftu að byrja frá grunni að stúdentsprófi loknu. Hverfandi líkur yrðu á því að meðal íslenzkra menntamanna fyndust einhverjir sem væru færir um að lesa latneska og gríska texta á frummálinu, heldur þyrftu menn að reiða sig á misgóðar þýðingar, þegar þeim er til að dreifa, en margt hefur að sjálfsögðu aldrei verið þýtt. Og þegar Íslendingar fengjust við texta forfeðra sinna sem skrifaðir voru á latínu þyrftu þeir að leita til útlendinga um aðstoð. Öllum skynsömum mönnum ætti að vera ljóst hve mikið menningarslys það væri ef fornmáladeild MR yrði lögð niður. Hvers vegna er þá ástæða til að vara sérstaklega við því? Það er vegna þess að margir óttast að menntamálayfirvöld hafi í hyggju að breyta MR og gera hann líkari öðrum framhaldsskólum í landinu. Í viðtali sem birtist í Mbl. 26. sept. 2014 segir Linda Rós Michaelsdóttir, enskukennari við MR og starfandi rektor skólaárið 2012–2013, að þrýst hafi verið á skólann um að tungumáladeildirnar yrðu lagðar niður og félagsfræðideild tekin upp í staðinn en það hafi styrkt stöðu fornmáladeildarinnar að frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, gerðist verndari hennar. Í ritstjórnargrein Mbl. næsta dag er málefnum MR sýndur skilningur og mælt með því að framhaldsskólar landsins fái að halda sérkennum sínum; enn fremur eru þar hvatningarorð um að kennsla í tungumálum, fornum og nýjum, verði efld á ný „því að slík kunnátta [sé] dýrmæt og [megi] ekki glutrast niður“. Áhyggjur af framtíð MR jukust í sumar þegar menntamálayfirvöld drógu á langinn að auglýsa stöðu rektors við skólann eftir að Yngvi Pétursson hafði tilkynnt að hann ætlaði að hverfa úr henni. Sögusagnir komust á kreik um að nú stæði til að sameina MR og Kvennaskólann í Reykjavík. Langþreyttir nemendur MR brugðu um mitt sumar á það ráð að auglýsa sjálfir eftir nýjum rektor í atvinnuauglýsingum Fréttablaðsins. Degi síðar auglýsti Menntamálaráðuneytið stöðu rektors lausa til umsóknar. Vonandi bera yfirvöld menntamála gæfu til að hrófla ekki við MR heldur leyfa honum að halda því kennslu- og námsskipulagi sem reynzt hefur svo vel. Hins vegar mættu aðrir framhaldsskólar gjarna taka hann sér til fyrirmyndar.Höfundur er prófessor á hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun