Erlent

Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Red Bull erfingja

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vorayuth Yoovidhya flúði land árið 2012 áður en lögregla náði að handtaka hann.
Vorayuth Yoovidhya flúði land árið 2012 áður en lögregla náði að handtaka hann. Epa
Interpol lýsir eftir Vorayuth Yoovidhya, erfingja Red Bull orkudrykkjaveldisins. Gefin hefur verið út alþjóðleg handtökuskipun með rauðri merkingu sem þýðir að hún gildir í öllum 190 aðildarríkjum Interpol. Yoovidhya er grunaður um að hafa valdið árekstri í Bankok árið 2012 þar sem umferðarlögreglumaður lést.

Ökumaður á Ferrari bifreið keyrði á lögreglumann á mótórhjóli og flúði svo vettvang slyssins án þess að athuga með líðan lögreglumannsins. Hann lést af sárum sínum. Lögregla rakti ferðir Ferrari bílsins að heimili Yoovidhya en hann náði að flýja land áður en handtökuskipun var gefin út. Síðan þá hefur Yoovidhya sést víða um heiminn en hann ferðast með einkaþotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×