Viðreisn á villigötum Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. Fjármálaráðherra heldur því fram að erfiðleika í sauðfjárframleiðslu sé að rekja til nýs búvörusamnings. Velferðaráðherra telur að hátt matvælaverð sé til komið vegna matvöru sem nýtur innflutningsverndar. Hvort tveggja er alrangt. Sorglegt er að sjá hve litla þekkingu og skilning þessir ágætu herramenn hafa á málefninu og takmarkaða löngun til að setja sig inn í atvinnugreinar landsbyggðanna. Legg til að þeir stofni leshring og lesi nýja búvörusamninginn. Enn hefur ekkert „kindakíló“ verið framleitt undir nýjum búvörusamningi.Skilvirkari landbúnaður Til að byrja á byrjuninni þá er markmiðið í nýjum búvörusamningi að undirbúa landbúnaðinn fyrir áskoranir næstu ára og gera stuðningskerfið skilvirkara. Skapa greininni fjölbreytt sóknartækifæri með sjálfbærni, nýsköpun, heilnæmi afurða og velferð dýra að leiðarljósi. Auknir fjármunir voru settir í að framfylgja velferð dýra, að efla lífræna ræktun og til að auka fjölbreytni í landbúnaði almennt. Allt neytendum og bændum til hagsbóta. Í nýjum búvörusamningi verða beingreiðslur til bænda afnumdar í áföngum. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru auk þess tollar felldir niður og lækkaðir af landbúnaðarvörum, beinlínis til að örva samkeppni. Ekki er gert ráð fyrir að dregið verði úr beingreiðslum til grænmetisbænda og búið er að innleiða niðurgreiðslu á raforku. Þess má einnig geta að stuðningur við jarðrækt og lífræna framleiðslu er stóraukinn í nýjum samningi sem er m.a. í takt við tillögur samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Ég held við getum öll verið sammála um að það er eftirsótt að geta valið um matvæli sem eru framleidd undir ströngu eftirliti þar sem notkun fúkkalyfja er brot af því sem gerist í öðrum ríkjum í Evrópu og að kröfur um aðbúnað dýra séu eins og best verður á kosið.Samkeppnin Líkt og velferðaráðherra þá fagna ég aukinni samkeppni þar sem neytendur geta borið saman verð og gæði. Ráðherra er hins vegar á rangri leið þegar hann telur að matvælaverð sé bundið við tolla. Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði. Ef matvælaverð er hátt hér á landi þá beinast mínar grunsemdir að álagningu matvæla sem verður til gegnum milliliði. Þessu til stuðnings þá hefur Samkeppniseftirlitið bent á að álagning verslana og/eða þar með vöruverð sé almennt hærra hér á landi vegna samþjöppunar einstakra aðila. Getur verið að ráðherrar Viðreisnar séu í hagsmunagæslu fyrir fjármálaöfl og heildsala sem lengi hafa eldað grátt silfur við framleiðslugreinar landsmanna? Getur verið að hagræðingaraðgerðirnar sem ráðandi aðilar í versluninni fóru í hafi ekki skilað tilætluðum árangri? Þá má spyrja sig af hverju verslunin geti ekki mætt nýrri samkeppni sem hefur komið til sl. mánuði. Ráðherrarnir leyfa sér að ráðast á undirstöður atvinnugreinar landsbyggðarinnar. Í sama augnabliki loka þeir augunum fyrir ábyrgri stefnu í sjálfbærni, dýravelferð, sýklalausum matvælum og aðgerðum í loftslagsmálum. Er þessum mönnum sjálfrátt? Hversu ótengdir geta menn verið og halda menn virkilega að þeir geti slegið ryki í augu neytenda? Getur verið að þeir sem tala mest fyrir frjálsri samkeppni skorti kjarkinn til að mæta henni þegar á hólminn er komið?Hvar er forsætisráðherra? Og að lokum. Stefnu- og ráðleysið hjá ríkisstjórninni er algert. Forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn leyfir Viðreisn að stýra umræðunni með því að stíga ekki fram. Hefur kúvending átt sér stað í forsætisráðuneytinu? Á að leyfa endalausar árásir á grundvallaratvinnugreinar landsbyggðarinnar? Það eru margir sem bíða svara – en munu ekki getað beðið endalaust!Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. Fjármálaráðherra heldur því fram að erfiðleika í sauðfjárframleiðslu sé að rekja til nýs búvörusamnings. Velferðaráðherra telur að hátt matvælaverð sé til komið vegna matvöru sem nýtur innflutningsverndar. Hvort tveggja er alrangt. Sorglegt er að sjá hve litla þekkingu og skilning þessir ágætu herramenn hafa á málefninu og takmarkaða löngun til að setja sig inn í atvinnugreinar landsbyggðanna. Legg til að þeir stofni leshring og lesi nýja búvörusamninginn. Enn hefur ekkert „kindakíló“ verið framleitt undir nýjum búvörusamningi.Skilvirkari landbúnaður Til að byrja á byrjuninni þá er markmiðið í nýjum búvörusamningi að undirbúa landbúnaðinn fyrir áskoranir næstu ára og gera stuðningskerfið skilvirkara. Skapa greininni fjölbreytt sóknartækifæri með sjálfbærni, nýsköpun, heilnæmi afurða og velferð dýra að leiðarljósi. Auknir fjármunir voru settir í að framfylgja velferð dýra, að efla lífræna ræktun og til að auka fjölbreytni í landbúnaði almennt. Allt neytendum og bændum til hagsbóta. Í nýjum búvörusamningi verða beingreiðslur til bænda afnumdar í áföngum. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru auk þess tollar felldir niður og lækkaðir af landbúnaðarvörum, beinlínis til að örva samkeppni. Ekki er gert ráð fyrir að dregið verði úr beingreiðslum til grænmetisbænda og búið er að innleiða niðurgreiðslu á raforku. Þess má einnig geta að stuðningur við jarðrækt og lífræna framleiðslu er stóraukinn í nýjum samningi sem er m.a. í takt við tillögur samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Ég held við getum öll verið sammála um að það er eftirsótt að geta valið um matvæli sem eru framleidd undir ströngu eftirliti þar sem notkun fúkkalyfja er brot af því sem gerist í öðrum ríkjum í Evrópu og að kröfur um aðbúnað dýra séu eins og best verður á kosið.Samkeppnin Líkt og velferðaráðherra þá fagna ég aukinni samkeppni þar sem neytendur geta borið saman verð og gæði. Ráðherra er hins vegar á rangri leið þegar hann telur að matvælaverð sé bundið við tolla. Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði. Ef matvælaverð er hátt hér á landi þá beinast mínar grunsemdir að álagningu matvæla sem verður til gegnum milliliði. Þessu til stuðnings þá hefur Samkeppniseftirlitið bent á að álagning verslana og/eða þar með vöruverð sé almennt hærra hér á landi vegna samþjöppunar einstakra aðila. Getur verið að ráðherrar Viðreisnar séu í hagsmunagæslu fyrir fjármálaöfl og heildsala sem lengi hafa eldað grátt silfur við framleiðslugreinar landsmanna? Getur verið að hagræðingaraðgerðirnar sem ráðandi aðilar í versluninni fóru í hafi ekki skilað tilætluðum árangri? Þá má spyrja sig af hverju verslunin geti ekki mætt nýrri samkeppni sem hefur komið til sl. mánuði. Ráðherrarnir leyfa sér að ráðast á undirstöður atvinnugreinar landsbyggðarinnar. Í sama augnabliki loka þeir augunum fyrir ábyrgri stefnu í sjálfbærni, dýravelferð, sýklalausum matvælum og aðgerðum í loftslagsmálum. Er þessum mönnum sjálfrátt? Hversu ótengdir geta menn verið og halda menn virkilega að þeir geti slegið ryki í augu neytenda? Getur verið að þeir sem tala mest fyrir frjálsri samkeppni skorti kjarkinn til að mæta henni þegar á hólminn er komið?Hvar er forsætisráðherra? Og að lokum. Stefnu- og ráðleysið hjá ríkisstjórninni er algert. Forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn leyfir Viðreisn að stýra umræðunni með því að stíga ekki fram. Hefur kúvending átt sér stað í forsætisráðuneytinu? Á að leyfa endalausar árásir á grundvallaratvinnugreinar landsbyggðarinnar? Það eru margir sem bíða svara – en munu ekki getað beðið endalaust!Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun