Áhættumat Gauti Jóhannesson skrifar 15. ágúst 2017 09:37 Nefnd sem vinnur að stefnumótun í fiskeldi mun skila af sér tillögum um miðjan mánuðinn. Í framhaldinu mun sjávarútvegsráðherra kynna þær í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins. Í störfum sínum hefur nefndin víða leitað fanga. Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi hljóti að vega þungt í vinnu nefndarinnar. Um það eru skiptar skoðanir. Bent hefur verið á að áhættumatið standi tæpast undir nafni út frá fræðilegum forsendum og að ýmsir þættir þess standist ekki lágmarkskröfur með tilliti til vísindalegra vinnubragða. Er þar sérstaklega horft til vægis Breiðdalsár, sem samkvæmt skýrslunni (bls. 8) er hafbeitará sett í flokk með Ytri- og Eystri Rangá og því ranglega sett í flokk með ám með villta laxastofna. Umræðu um fiskeldismál hættir til að verða nokkuð einsleit – menn eru með eða á móti, talsmenn verndunar eða nýtingar og látið eins og þau sjónarmið séu alltaf ósamrýmanleg. Verði niðurstaðan sú sem skýrsla um áhættumat Hafrannsóknarstofnunar boðar er ljóst að áhrifin á fyrirhugaða atvinnuuppbyggingu og mannlíf á Austfjörðum verða gríðarleg. Þau sveitarfélög sem um ræðir eru Fjarðabyggð og Djúpavogshreppur. Djúpavogshreppur hefur um margra ára skeið rekið ábyrga umhverfisstefnu, verið í fararbroddi þegar kemur að verndun og friðun náttúruminja og jafnan átt í farsælu samstarfi við þær stofnanir sem um ræðir hverju sinni. Má í því sambandi t.d. nefna umsögn sveitarstjórnar að beiðni Skipulagsstofnunar um framleiðslu á laxi og regnbogasilungi 17. júlí 2014 þar sem segir: „Sveitarstjórn treystir því að fagstofnanir sem hafa fengið áætlunina til umsagnar taki til skoðunar þá þætti máls sem sveitarstjórn sem slík hefur ekki faglegar forsendur til að meta. Sveitarstjórn lítur að öðru leiti svo á að mikilvægt sé að vinna að uppbyggingu fiskeldis í Berufirði í sátt við umhverfi og samfélag sbr. smábátasjómenn, landeigendur og fleiri hagsmunaaðila.“ Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti stefnumörkun í fiskeldi á fundi sínum í júní 2017. Í henni segir m.a.: „Skýr stefna er til staðar um verndun ósnortinnar náttúru og víðerna og víðtæk sátt ríkir um að óbyggðir firðir á borð við Hellisfjörð og Viðfjörð verði lokaðir fyrir fiskeldi.“ Af framansögðu ætti að vera ljóst að hvorugt þessara sveitarfélaga verður sakað um að fara offari þegar fiskeldi er annars vegar. Djúpivogur hefur mætt miklu mótlæti í atvinnumálum undanfarin ár. Vinnsla á uppsjávarfiski, um 35 þús. tonn á ári, lagðist af 2006 og kvótinn fór annað. Árið 2014 fluttust 90% hefðbundinna aflaheimilda burt af staðnum. Byggðarlaginu var í kjölfarið úthlutað sérstökum byggðakvóta sem ásamt hefðbundnum byggðakvóta nemur um fjórðungi þess sem unnið var á staðnum fram til þess tíma – en það er önnur saga. Sóknarfæri í fiskeldi var því kærkomin viðbót í þeirri atvinnuuppbyggingu sem Djúpavogshreppi er nauðsynleg í kjölfar þessara áfalla. Sé horft til þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á suðurfjörðum Vestfjarða bendir enda flest til þess að fiskeldi feli í sér eitt helsta sóknarfæri jaðarbyggða í atvinnuþróun og samfélagslegri uppbyggingu. Það er því skylda okkar sem veitum þessum sömu byggðum forstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að sambærilegri uppbyggingu sé þess nokkur kostur. Að sama skapi hvílir sú skylda á stjórnvöldum að öll ákvarðanataka tengd málaflokknum sé yfirveguð og byggi á traustum vísindalegum grunni. Eins og fram hefur komið er uppi réttmætar áhyggjur um að svo sé ekki í þessu tilviki. Af því tilefni er rétt að árétta niðurlag sameiginlegrar ályktunar bæjarráðs Fjarðabyggðar og sveitarstjórnar Djúpavogshrepps dags. 22. júlí 2017 þar sem segir: „Jafnframt er lögð áhersla á að stjórnvöld skjóti allri ákvarðanatöku á frest sem byggir með einhverju móti á áhættumatinu þar til ljóst er að forsendur matsins séu réttar.“Höfundur er sveitarstjóri í Djúpavogshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nefnd sem vinnur að stefnumótun í fiskeldi mun skila af sér tillögum um miðjan mánuðinn. Í framhaldinu mun sjávarútvegsráðherra kynna þær í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins. Í störfum sínum hefur nefndin víða leitað fanga. Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi hljóti að vega þungt í vinnu nefndarinnar. Um það eru skiptar skoðanir. Bent hefur verið á að áhættumatið standi tæpast undir nafni út frá fræðilegum forsendum og að ýmsir þættir þess standist ekki lágmarkskröfur með tilliti til vísindalegra vinnubragða. Er þar sérstaklega horft til vægis Breiðdalsár, sem samkvæmt skýrslunni (bls. 8) er hafbeitará sett í flokk með Ytri- og Eystri Rangá og því ranglega sett í flokk með ám með villta laxastofna. Umræðu um fiskeldismál hættir til að verða nokkuð einsleit – menn eru með eða á móti, talsmenn verndunar eða nýtingar og látið eins og þau sjónarmið séu alltaf ósamrýmanleg. Verði niðurstaðan sú sem skýrsla um áhættumat Hafrannsóknarstofnunar boðar er ljóst að áhrifin á fyrirhugaða atvinnuuppbyggingu og mannlíf á Austfjörðum verða gríðarleg. Þau sveitarfélög sem um ræðir eru Fjarðabyggð og Djúpavogshreppur. Djúpavogshreppur hefur um margra ára skeið rekið ábyrga umhverfisstefnu, verið í fararbroddi þegar kemur að verndun og friðun náttúruminja og jafnan átt í farsælu samstarfi við þær stofnanir sem um ræðir hverju sinni. Má í því sambandi t.d. nefna umsögn sveitarstjórnar að beiðni Skipulagsstofnunar um framleiðslu á laxi og regnbogasilungi 17. júlí 2014 þar sem segir: „Sveitarstjórn treystir því að fagstofnanir sem hafa fengið áætlunina til umsagnar taki til skoðunar þá þætti máls sem sveitarstjórn sem slík hefur ekki faglegar forsendur til að meta. Sveitarstjórn lítur að öðru leiti svo á að mikilvægt sé að vinna að uppbyggingu fiskeldis í Berufirði í sátt við umhverfi og samfélag sbr. smábátasjómenn, landeigendur og fleiri hagsmunaaðila.“ Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti stefnumörkun í fiskeldi á fundi sínum í júní 2017. Í henni segir m.a.: „Skýr stefna er til staðar um verndun ósnortinnar náttúru og víðerna og víðtæk sátt ríkir um að óbyggðir firðir á borð við Hellisfjörð og Viðfjörð verði lokaðir fyrir fiskeldi.“ Af framansögðu ætti að vera ljóst að hvorugt þessara sveitarfélaga verður sakað um að fara offari þegar fiskeldi er annars vegar. Djúpivogur hefur mætt miklu mótlæti í atvinnumálum undanfarin ár. Vinnsla á uppsjávarfiski, um 35 þús. tonn á ári, lagðist af 2006 og kvótinn fór annað. Árið 2014 fluttust 90% hefðbundinna aflaheimilda burt af staðnum. Byggðarlaginu var í kjölfarið úthlutað sérstökum byggðakvóta sem ásamt hefðbundnum byggðakvóta nemur um fjórðungi þess sem unnið var á staðnum fram til þess tíma – en það er önnur saga. Sóknarfæri í fiskeldi var því kærkomin viðbót í þeirri atvinnuuppbyggingu sem Djúpavogshreppi er nauðsynleg í kjölfar þessara áfalla. Sé horft til þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á suðurfjörðum Vestfjarða bendir enda flest til þess að fiskeldi feli í sér eitt helsta sóknarfæri jaðarbyggða í atvinnuþróun og samfélagslegri uppbyggingu. Það er því skylda okkar sem veitum þessum sömu byggðum forstöðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að sambærilegri uppbyggingu sé þess nokkur kostur. Að sama skapi hvílir sú skylda á stjórnvöldum að öll ákvarðanataka tengd málaflokknum sé yfirveguð og byggi á traustum vísindalegum grunni. Eins og fram hefur komið er uppi réttmætar áhyggjur um að svo sé ekki í þessu tilviki. Af því tilefni er rétt að árétta niðurlag sameiginlegrar ályktunar bæjarráðs Fjarðabyggðar og sveitarstjórnar Djúpavogshrepps dags. 22. júlí 2017 þar sem segir: „Jafnframt er lögð áhersla á að stjórnvöld skjóti allri ákvarðanatöku á frest sem byggir með einhverju móti á áhættumatinu þar til ljóst er að forsendur matsins séu réttar.“Höfundur er sveitarstjóri í Djúpavogshreppi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun