
Hversu oft ættu fyrirtæki að mæla viðhorf starfsmanna?
Sífellt fleiri stjórnendur eru að gera sér grein fyrir hversu mikils virði er að mæla oftar. Hraðvirkari upplýsingagjöf á stjórnunarupplýsingum hefur bein áhrif á fjárhagslegan árangur fyrirtækja. Með því að gera stuttar hnitmiðaðar viðhorfsmælingar sést strax hvar er verið að gera vel og hvar má gera betur. Einnig er komið til móts við nýja kynslóð starfsmanna sem vilja njóta trausts yfirmanns síns og vera þátttakandi í að móta vinnustaðinn.
Að láta reglulega álit sitt í ljós á mikilvægustu þáttum í vinnustaðaumhverfinu sem strax eru birtir og ræddir fær starfsmanninn til að upplifa að álit hans skipti máli. Að sama skapi fá stjórnendur endurgjöf frá starfsmönnum varðandi það hvort þeir drífi verkefni áfram, hvort starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast, hvort samskipti séu opin og eðlileg og hvort borin sé virðing fyrir þeim.
En það er ekki nóg að mæla, það þarf að skilja gögnin, kynna niðurstöður strax fyrir hverjum hóp fyrir sig, ræða opinskátt um niðurstöðuna og hverju þarf að breyta. Þannig myndast stöðug lærdómskúrfa og gagnsæi sem nýtist öllum á vinnustaðnum. Ákvörðunartaka verður hnitmiðaðri, stjórnendur eflast og starfsmenn upplifa mikilvægi sitt.
Fyrstu hugleiðingar stjórnenda eru oft þær að starfsmenn fái leiða á að svara og svörunarhlutfall muni minnka með tímanum. HR Monitor er íslenskt fyrirtæki sem býður vinnustöðum upp á mánaðarlegar rauntímamælingar. Á meðan mæling stendur yfir fá allir stjórnendur daglega upplýsingar um svörunarhlutfall í sinni deild. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að því oftar sem upplifun er mæld því hærra er svörunarhlutfallið. Þetta er í takt við niðurstöður þeirra sem starfa með slíkar mælingar erlendis.
Richard Branson segir: „Viðskiptavinurinn er ekki númer eitt, það er starfsmaðurinn sem er númer eitt. Ef þú hugsar vel um starfsmennina þá hugsa þeir vel um viðskiptavininn.“ Viðhorf starfsmanna ætti því að mæla mánaðarlega rétt eins og aðrar lykiltölur fyrirtækisins.
Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun

Þegar tilgangurinn helgar meðalið
Högni Elfar Gylfason skrifar

Hópur af alkóhólistum að ræða um unglingadrykkju
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Seðlabankastjóri hengir bakara fyrir smið
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Er það góð hugmynd?
Haraldur F. Gíslason skrifar

Hvað ef það er ekki „allt í gulu“?
Liv Anna Gunnell skrifar

Áfram gakk og gefum íslensku séns
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Tveir fyrir einn í mannréttindum
Sigmar Guðmundsson skrifar

Amman og stuðningsfjölskyldan
Bergvin Oddsson skrifar

Hvernig fylgist ég með hlutabréfamarkaðnum?
Baldur Thorlacius skrifar

Hvalveiðiþversögnin
Micah Garen skrifar

Viltu elska mig?
Anna Gunndís Guðmundsdóttir,Húgó skrifar

Verum vel læs á fjármálaumhverfið
Sólveig Hjaltadóttir,Þórey S. Þórðardóttir skrifar

Nætursilfrið
Ingólfur Sverrisson skrifar

Nám snýst um breytingar
Arnar Óskarsson skrifar

Er skóli með menntuðum kennurum draumsýn?
Mjöll Matthíasdóttir skrifar

Þegiðu og ég skal hætta að hata þig!
Arna Magnea Danks skrifar

Kverkatak
Gylfi Þór Gíslason skrifar

Jákvæðu áhrifin af komu flóttamanna
Ingólfur Shahin skrifar

Lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Krónan, eða innganga í ESB og evran?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar

Um túlkun Mannréttindastjóra Reykjavíkur á kynrænu sjálfræði
Eva Hauksdóttir skrifar

Geðráð eflir notendur geðþjónustunnar
Willum Þór Þórsson skrifar

Er mannekla lögmál?
Árný Ingvarsdóttir skrifar

Klingjandi málmur og hvellandi bjalla
Árný Björg Blandon skrifar

Tvíeðli ferðamennskunnar: Ferðalag heimsku og uppljómunar?
Guðmundur Björnsson skrifar

Árið 2016 þegar hatrinu var gefin rödd
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Börn mega ekki falla á milli skips og bryggju
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði - og verndar bæði hjartað og heilann
Jón Þór Ólafsson skrifar

Hinn grimmi húsbóndi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Þá er það #kennaravikan
Magnús Þór Jónsson skrifar