NetApp kaupir íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Greenqloud Hörður Ægisson skrifar 17. ágúst 2017 09:46 "Við erum virkilega stolt af þessum árangri sem kemur til vegna ótrúlegrar þrautseigju og dugnaðar starfsmanna þar sem hver og einn þeirra spilaði ákveðið lykilhlutverk,“ segir Jónsi Stefánsson, forstjóri Greenqloud. Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur keypt Greenqloud ehf. en þetta eru fyrstu kaup Fortune 500 fyrirtækis á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem vitað er um. Greenqloud verður hér eftir NetApp Iceland og verður starfsemi fyrirtækisins áfram á skrifstofum þess í Reykjavík og Seattle. Markmið NetApp með kaupunum er að styrkja leiðandi stöðu sína á markaði hybrid skýjaþjónustu. „Þetta eru afar góðar fréttir fyrir íslenskt viðskiptalíf, en kaup sem þessi eru mikil viðurkenning á íslensku hugviti sem og nýsköpunarstarfsemi,“ segir í tilkynningu frá Greenqloud. Greenqloud var stofnað árið 2010 af Eiríki Hrafnssyni og Tryggva Lárussyni og var fyrsta fyrirtæki í heimi til þess að bjóða upp á skýjaþjónustu sem eingöngu var rekin á endurnýjanlegri orku. Eftir að Jónsi Stefánsson, forstjóri Greenqloud, var ráðinn til fyrirtækisins í mars 2014 hefur megináhersla verið lögð á að þróa Qstack; sérhannaða hugbúnaðarlausn sem getur á auðveldan hátt stýrt skýjalausnum og tölvuþjónum fyrirtækja. Í dag eru starfsmenn fyrirtækisins 42 talsins, af hinum ýmsu þjóðernum, en með nýjum áherslum NetApp Iceland og miklum vaxtartækifærum sem þeim fylgja mun fyrirtækið bæta við sig starfsmönnum á næstu vikum og mánuðum. Uppbygging starfseminnar mun að mestu leyti fara fram á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík, en einnig á skrifstofu þess í Seattle, Bandaríkjunum. „Við erum virkilega stolt af þessum árangri sem kemur til vegna ótrúlegrar þrautseigju og dugnaðar starfsmanna þar sem hver og einn þeirra spilaði ákveðið lykilhlutverk. Ég gæti ekki verið stoltari af mínu fólki sem hefur lagt allt sitt fram til að gera þetta að veruleika. Það er einkar ánægjulegt fyrir okkur og í raun allan tæknigeirann á Íslandi að NetApp hefur sett fram mjög metnaðarfulla uppbyggingaráætlun fyrir starfsemina á Íslandi. NetApp er virkilega áhugavert fyrirtæki og hefur ítrekað verið valið eitt besta fyrirtæki Bandaríkjanna til að vinna fyrir, að sjálfsögðu verður engin undantekning þar á í starfsemi þess hér á Ísland,“ er haft eftir Jónsa Stefánssyni, forstjóra Greenqloud. NetApp, Inc. var stofnað 1992 en hefur verið skráð sem Fortune 500 fyrirtæki frá árinu 2012, sem gerir það að einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna fimm ár í röð. Höfuðstöðvar þess eru í Sunnyvale, Kaliforníu, en fyrirtækið sérhæfir sig í geymslukerfum og utanumhaldi gagnavera ásamt því að vera leiðandi og í mikilli sókn þegar kemur að hybrid skýjaþjónustu. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur keypt Greenqloud ehf. en þetta eru fyrstu kaup Fortune 500 fyrirtækis á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem vitað er um. Greenqloud verður hér eftir NetApp Iceland og verður starfsemi fyrirtækisins áfram á skrifstofum þess í Reykjavík og Seattle. Markmið NetApp með kaupunum er að styrkja leiðandi stöðu sína á markaði hybrid skýjaþjónustu. „Þetta eru afar góðar fréttir fyrir íslenskt viðskiptalíf, en kaup sem þessi eru mikil viðurkenning á íslensku hugviti sem og nýsköpunarstarfsemi,“ segir í tilkynningu frá Greenqloud. Greenqloud var stofnað árið 2010 af Eiríki Hrafnssyni og Tryggva Lárussyni og var fyrsta fyrirtæki í heimi til þess að bjóða upp á skýjaþjónustu sem eingöngu var rekin á endurnýjanlegri orku. Eftir að Jónsi Stefánsson, forstjóri Greenqloud, var ráðinn til fyrirtækisins í mars 2014 hefur megináhersla verið lögð á að þróa Qstack; sérhannaða hugbúnaðarlausn sem getur á auðveldan hátt stýrt skýjalausnum og tölvuþjónum fyrirtækja. Í dag eru starfsmenn fyrirtækisins 42 talsins, af hinum ýmsu þjóðernum, en með nýjum áherslum NetApp Iceland og miklum vaxtartækifærum sem þeim fylgja mun fyrirtækið bæta við sig starfsmönnum á næstu vikum og mánuðum. Uppbygging starfseminnar mun að mestu leyti fara fram á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík, en einnig á skrifstofu þess í Seattle, Bandaríkjunum. „Við erum virkilega stolt af þessum árangri sem kemur til vegna ótrúlegrar þrautseigju og dugnaðar starfsmanna þar sem hver og einn þeirra spilaði ákveðið lykilhlutverk. Ég gæti ekki verið stoltari af mínu fólki sem hefur lagt allt sitt fram til að gera þetta að veruleika. Það er einkar ánægjulegt fyrir okkur og í raun allan tæknigeirann á Íslandi að NetApp hefur sett fram mjög metnaðarfulla uppbyggingaráætlun fyrir starfsemina á Íslandi. NetApp er virkilega áhugavert fyrirtæki og hefur ítrekað verið valið eitt besta fyrirtæki Bandaríkjanna til að vinna fyrir, að sjálfsögðu verður engin undantekning þar á í starfsemi þess hér á Ísland,“ er haft eftir Jónsa Stefánssyni, forstjóra Greenqloud. NetApp, Inc. var stofnað 1992 en hefur verið skráð sem Fortune 500 fyrirtæki frá árinu 2012, sem gerir það að einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna fimm ár í röð. Höfuðstöðvar þess eru í Sunnyvale, Kaliforníu, en fyrirtækið sérhæfir sig í geymslukerfum og utanumhaldi gagnavera ásamt því að vera leiðandi og í mikilli sókn þegar kemur að hybrid skýjaþjónustu.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira