Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra, umgengst staðreyndir býsna kæruleysislega í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag. Þar segir: „Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði.“
Skoðum þessa fullyrðingu nánar. Einu matartollarnir sem voru felldir niður á síðasta kjörtímabili voru af vörum úr jurtamjólk og af kartöflusnakki – sem vissulega hefur lækkað í verði. Aðrir matartollar eru áfram einhverjir þeir hæstu í heimi.
Síðasta ríkisstjórn gerði samning við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla og stækkun tollkvóta. Sá samningur mun, ef rétt er á haldið, hafa jákvæð áhrif á matarverð. Meinið er bara að hann hefur ekki tekið gildi og gerir það ekki fyrr en um mitt næsta ár. Hann hefur því ekki haft nokkur einustu áhrif á matvælaverð á Íslandi.
Búvörusamningurinn, sem Sigurður Ingi gerði við Bændasamtökin, hefur hins vegar skert hlut neytenda. Þar var samið um að hækka duglega tolla á innflutt mjólkur- og undanrennuduft og osta. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að þannig hækkaði kostnaðarverð innflytjanda á algengri tegund af osti sem flutt er inn til landsins um 285 krónur á kílóið. Þá er eftir að taka tillit til annarra opinberra gjalda og álagningar, þannig að hækkun til neytenda er enn meiri.
Í íslenzku tollskránni er alla jafna lagður 30% verðtollur á kjöt og mjólkurvörur og svo bætist við magntollur, föst krónutala á kíló sem yfirleitt nemur nokkur hundruð krónum. Samanlagt geta þessir tollar lagzt út á 170-180% rauntoll. Íslenzka ríkið tryggir með öðrum orðum að við komuna til landsins hækki kostnaðarverð innfluttrar vöru hátt í þrefalt. Tollvernd nemur helmingi útsöluverðs alifuglakjöts svo dæmi sé tekið. Ofurtollar eru einn meginskýringarþátturinn í háu matvöruverði á Íslandi, þótt þeir séu ekki eina skýringin.
Þetta eru staðreyndirnar sem formaður Framsóknarflokksins skautar svo létt yfir í grein sinni.
Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

„Staðreyndir“ Sigurðar Inga
Tengdar fréttir

Viðreisn á villigötum
Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana.
Skoðun

Tilefnislaus atlaga að kjörum eldra fólks
Ólafur Ísleifsson skrifar

Á Íslandi heitir báknið Sjálfstæðisflokkur
Gunnar Smári Egilsson skrifar

Hraðalækkanir: Fyrir hvern?
Egill Þór Jónsson,Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra – farvegur nýrra tækifæra
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar

Eru geðlæknar í stofurekstri í útrýmingarhættu?
Karl Reynir Einarsson skrifar

Framsókn kveikir kertin í svefnherberginu
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Hyllir undir skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Um hvað snúast stjórnmál
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Tvær myndir stéttabaráttunnar
Drífa Snædal skrifar

Er ég orðinn faðir dóttur minnar?
Matthías Freyr Matthíasson skrifar

Einn af þeim heppnu... ári síðar
Kristján Gunnarsson skrifar

Hver vill tryggja unga drengi og eldri konur? Gönuhlaup getur leitt okkur í glötun
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Stefna ójafnaðar
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Barnalán - móðurást í breytilegu vaxtaumhverfi
Arna Pálsdóttir skrifar

Með sóttvarnir á heilanum
Guðmundur Einarsson skrifar