Kvika hagnast um tæpan milljarð á fyrri árshelmingi Hörður Ægisson skrifar 18. ágúst 2017 15:04 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að starfsemin hafi gengið vel og afkoman vel umfram væntingar. Hagnaður Kviku banka nam 946 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við 378 milljónir á sama tímabili í fyrra. Mikill tekjuvöxtur var hjá bankanum og þannig jukust hreinar vaxtatekjur Kviku um 53 prósent og námu samtals 803 á fyrri árshelmingi 2017. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá bankanum en hreinar þóknanatekjur Kviku voru tæplega 1.300 milljónir á tímabilinu og jukust um 11 prósent á milli ára. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 3,6 prósent og var rúmlega 1.600 milljónir. Arðsemi eigin fjár á fyrstu sex mánuðum ársins var 26,2 prósent en eigið fé Kviku er um 8.200 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall Kviku var 23,1 prósent í lok júní á þessu ári. Í tilkynningu bankans er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að starfsemin hafi gengið vel og afkoman vel umfram væntingar. „Það er veruleg aukning í bæði þóknana- og vaxtatekjum og á sama tíma tókst að halda rekstrarkostnaði á áætlun. Góður árangur hefur náðst í uppbyggingu félagsins á undanförnum misserum og eiga starfsmenn Kviku mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf og mikilvægt framlag til uppbyggingar bankans. Við horfum fram á spennandi tíma á næstunni. Kvika festi nýverið kaup á öllu hlutafé í Virðingu og Öldu sjóðum. Kaupin eru nú til umfjöllunar hjá eftirlitsaðilum en gangi þau eftir verður Kvika einn umsvifamesti aðilinn á eignastýringarmarkaði með um 280 milljarða í stýringu,“ segir Ármann.Kvika skoðar skráningu á markað Þá segir í tilkynningunni að stjórn Kviku hafi ákveðið að skoða kosti þess að skrá bankann á First North markaðinn en það er norrænn hliðarmarkaður fyrir hlutabréfaviðskipti sem er sérsniðin fyrir félög í vexti. Ráðgert er að ákvörðun um hvort af skráningu bankans verði liggi fyrir í október á þessu ári. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Hagnaður Kviku banka nam 946 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við 378 milljónir á sama tímabili í fyrra. Mikill tekjuvöxtur var hjá bankanum og þannig jukust hreinar vaxtatekjur Kviku um 53 prósent og námu samtals 803 á fyrri árshelmingi 2017. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá bankanum en hreinar þóknanatekjur Kviku voru tæplega 1.300 milljónir á tímabilinu og jukust um 11 prósent á milli ára. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 3,6 prósent og var rúmlega 1.600 milljónir. Arðsemi eigin fjár á fyrstu sex mánuðum ársins var 26,2 prósent en eigið fé Kviku er um 8.200 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall Kviku var 23,1 prósent í lok júní á þessu ári. Í tilkynningu bankans er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að starfsemin hafi gengið vel og afkoman vel umfram væntingar. „Það er veruleg aukning í bæði þóknana- og vaxtatekjum og á sama tíma tókst að halda rekstrarkostnaði á áætlun. Góður árangur hefur náðst í uppbyggingu félagsins á undanförnum misserum og eiga starfsmenn Kviku mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf og mikilvægt framlag til uppbyggingar bankans. Við horfum fram á spennandi tíma á næstunni. Kvika festi nýverið kaup á öllu hlutafé í Virðingu og Öldu sjóðum. Kaupin eru nú til umfjöllunar hjá eftirlitsaðilum en gangi þau eftir verður Kvika einn umsvifamesti aðilinn á eignastýringarmarkaði með um 280 milljarða í stýringu,“ segir Ármann.Kvika skoðar skráningu á markað Þá segir í tilkynningunni að stjórn Kviku hafi ákveðið að skoða kosti þess að skrá bankann á First North markaðinn en það er norrænn hliðarmarkaður fyrir hlutabréfaviðskipti sem er sérsniðin fyrir félög í vexti. Ráðgert er að ákvörðun um hvort af skráningu bankans verði liggi fyrir í október á þessu ári.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira