Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar Einar K. Guðfinnsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar hafa farið mikinn hér á síðum blaðsins upp á síðkastið í viðleitni sinni til að mótmæla uppbyggingu fiskeldis hér við land. Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu.Staðbundin áhrif Helstu deilurnar um uppbyggingu fiskeldis hafa staðið um það hvort fiskeldi hér við land gæti grandað villtum laxastofnum. Það var af þeirri ástæðu sem ákveðið var fyrir meira en áratug að loka langmestum hluta strandlengjunnar fyrir sjókvíaeldi. Fiskeldisfyrirtækin sjálf hafa gripið til sinna ráða til þess að tryggja að laxastofnarnir verði ekki fyrir tjóni af völdum starfsemi sinnar, svo sem með virku eftirliti og besta fáanlega búnaði, sem nú er búið að kveða á um með reglugerð. Og áfram mætti telja. Það er hafið yfir allan vafa að bættur búnaður hefur skilað árangri. Reynslan sem er jafnan ólygnust sýnir það og það hefur líka verið mat vísindastofnana okkar, svo sem Hafrannsóknastofnunar.Tilhæfulausar dómsdagsspár Nú hefur það síðan gerst að Hafrannsóknastofnun hefur lagt fram áhættumat sem varpar ákaflega athyglisverðu ljósi á þessa miklu deilu. Í áliti stofnunarinnar segir: „Þrátt fyrir verulega aukið umfang laxeldis spáir líkanið innblöndun (langt undir þröskuldsmörkum) í öllum helstu laxveiðiám landsins (nema Breiðdalsá). Helsta ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er sú að eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi er bannað á mjög stórum hluta strandlengjunnar. Í Noregi og Skotlandi eru eldissvæðin hins vegar oft í mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og því verða blöndunaráhrifin mun meiri í þessum löndum.“ Áhrifin eru sem sagt staðbundin að mati stofnunarinnar, en ekki almenn, eins og margir hafa þó talið. Hér er það sem sagt svart á hvítu. Dómsdagsspárnar hafa reynst tilhæfulausar. En þó þetta liggi nú fyrir á grundvelli mats láta þeir sem klifað hafa á þeim, eins og ekkert sé. Enn eru rangfærslurnar reiddar fram eins og ekkert sé, þvert ofan í mat Hafrannsóknastofnunarinnar.Fiskeldið eflir byggðirnar Þegar kemur að byggðaáhrifum fiskeldisins er hið sama uppi á teningnum. Tölurnar tala sínu máli; staðreyndirnar liggja fyrir. Uppbygging fiskeldis hefur eflt byggðir þar sem það er hafið hér á landi. Um það verður ekki deilt og auðvelt að reiða fram talnaleg gögn þar að lútandi. Það er ekki nóg með að fiskeldið skapi bein störf, heldur sýnir reynslan að margfeldisáhrifin af starfseminni eru mjög mikil og margvísleg. Í kjölfar fiskeldisuppbyggingar verða til störf í ferðaþjónustu, nýsköpun, margbreytilegri þjónustu og sprotastarfsemi. Ungt fólk flytur í byggðirnar, skólarnir sem áður voru að dragast upp eru fullsetnir. Tekjur sveitarfélaganna hafa aukist sem hefur gefið færi á nýrri og aukinni þjónustu og lægri gjaldheimtu. Fyrir vikið hafa byggðirnar eflst þar sem fiskeldið er til staðar.Hverslu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu? Þetta er ekki sér íslensk reynsla. Skoðum reynsluna frá Noregi eða Skotlandi. Lítum til Færeyja. Alls staðar er sömu sögu að segja. Þveröfugt við það sem afneitunarsinnarnir íslensku halda fram. Og svo langt var gengið á dögunum í fullyrðingunum að því var haldið fram að fiskeldisuppbyggingin skaðaði byggðirnar bókstaflega! Þegar þessi speki barst út um landsins byggðir var hlegið hátt svo undir tók í fjöllunum. – Hversu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu?Höfundur er formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Skoðun Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar hafa farið mikinn hér á síðum blaðsins upp á síðkastið í viðleitni sinni til að mótmæla uppbyggingu fiskeldis hér við land. Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu.Staðbundin áhrif Helstu deilurnar um uppbyggingu fiskeldis hafa staðið um það hvort fiskeldi hér við land gæti grandað villtum laxastofnum. Það var af þeirri ástæðu sem ákveðið var fyrir meira en áratug að loka langmestum hluta strandlengjunnar fyrir sjókvíaeldi. Fiskeldisfyrirtækin sjálf hafa gripið til sinna ráða til þess að tryggja að laxastofnarnir verði ekki fyrir tjóni af völdum starfsemi sinnar, svo sem með virku eftirliti og besta fáanlega búnaði, sem nú er búið að kveða á um með reglugerð. Og áfram mætti telja. Það er hafið yfir allan vafa að bættur búnaður hefur skilað árangri. Reynslan sem er jafnan ólygnust sýnir það og það hefur líka verið mat vísindastofnana okkar, svo sem Hafrannsóknastofnunar.Tilhæfulausar dómsdagsspár Nú hefur það síðan gerst að Hafrannsóknastofnun hefur lagt fram áhættumat sem varpar ákaflega athyglisverðu ljósi á þessa miklu deilu. Í áliti stofnunarinnar segir: „Þrátt fyrir verulega aukið umfang laxeldis spáir líkanið innblöndun (langt undir þröskuldsmörkum) í öllum helstu laxveiðiám landsins (nema Breiðdalsá). Helsta ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er sú að eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi er bannað á mjög stórum hluta strandlengjunnar. Í Noregi og Skotlandi eru eldissvæðin hins vegar oft í mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og því verða blöndunaráhrifin mun meiri í þessum löndum.“ Áhrifin eru sem sagt staðbundin að mati stofnunarinnar, en ekki almenn, eins og margir hafa þó talið. Hér er það sem sagt svart á hvítu. Dómsdagsspárnar hafa reynst tilhæfulausar. En þó þetta liggi nú fyrir á grundvelli mats láta þeir sem klifað hafa á þeim, eins og ekkert sé. Enn eru rangfærslurnar reiddar fram eins og ekkert sé, þvert ofan í mat Hafrannsóknastofnunarinnar.Fiskeldið eflir byggðirnar Þegar kemur að byggðaáhrifum fiskeldisins er hið sama uppi á teningnum. Tölurnar tala sínu máli; staðreyndirnar liggja fyrir. Uppbygging fiskeldis hefur eflt byggðir þar sem það er hafið hér á landi. Um það verður ekki deilt og auðvelt að reiða fram talnaleg gögn þar að lútandi. Það er ekki nóg með að fiskeldið skapi bein störf, heldur sýnir reynslan að margfeldisáhrifin af starfseminni eru mjög mikil og margvísleg. Í kjölfar fiskeldisuppbyggingar verða til störf í ferðaþjónustu, nýsköpun, margbreytilegri þjónustu og sprotastarfsemi. Ungt fólk flytur í byggðirnar, skólarnir sem áður voru að dragast upp eru fullsetnir. Tekjur sveitarfélaganna hafa aukist sem hefur gefið færi á nýrri og aukinni þjónustu og lægri gjaldheimtu. Fyrir vikið hafa byggðirnar eflst þar sem fiskeldið er til staðar.Hverslu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu? Þetta er ekki sér íslensk reynsla. Skoðum reynsluna frá Noregi eða Skotlandi. Lítum til Færeyja. Alls staðar er sömu sögu að segja. Þveröfugt við það sem afneitunarsinnarnir íslensku halda fram. Og svo langt var gengið á dögunum í fullyrðingunum að því var haldið fram að fiskeldisuppbyggingin skaðaði byggðirnar bókstaflega! Þegar þessi speki barst út um landsins byggðir var hlegið hátt svo undir tók í fjöllunum. – Hversu langt er eiginlega hægt að ganga fram í dellumakaríinu?Höfundur er formaður Landssambands fiskeldisstöðva.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun