Öngvar málsbætur Bubbi Morthens skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Hvað fær mann til að sleppa hundrað og sextíu þúsund norskum laxaseiðum í sjó fyrir vestan, nánar tiltekið á Tálknafirði? Hann segir sjálfur frá því að, jú, hann hafi verið að spara sér aur, það hefði verið of kostnaðarsamt að þrífa upp dauð laxaseiði. Fyrirtækið Eyrar-fiskeldi hafði ekki gengið sem skyldi, það hefði verið dýrt að þrífa upp dauðu seiðin ef hann léti þau drepast úr hungri og þess vegna hefði hann sleppt þeim í hafið meðan þau tórðu enn. Það vita allir sem hafa fylgst með málum hér á landi og umræðunni um laxeldi að þetta flokkast undir glæp. Glæp gegn náttúrunni, glæp gegn íslenska laxinum. Maður sem ákveður að fara út í laxeldi og hagar sér svona þegar hann sér fram á gjaldþrot er illa áttaður. Hundrað og sextíu þúsund seiði, 300-600 gramma þung. Þetta er svo há tala í samhengi við hvað er að ganga af laxi í íslenskar laxveiðiár að mann setur hljóðan. Og hvar var eftirlitsstofnunin þegar þetta gerðist? Við þeirri spurningu þarf að fá svar. Útgerðarmaðurinn sem málið varðar á sér öngvar málsbætur. Hann hefur varpað skugga á umræðuna um laxeldið þar sem verið er að reyna að ná sátt um þessa hluti. Laxeldi er ógn við íslenska náttúru og íslenska laxinn. Okkur sem teljum laxeldi í sjókvíum vera tímaskekkju og berjumst fyrir því að það sé stundað í landkvíum eða þá að það sé notaður geldfiskur í sjókvíum hrýs hugur við slíkum siðferðisbresti. Svona framganga sýnir ennþá einu sinni að villimennskan gagnvart íslenskri náttúru viðgengst nánast fyrir opnum tjöldum. Því miður. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Bubbi Morthens Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Sjá meira
Hvað fær mann til að sleppa hundrað og sextíu þúsund norskum laxaseiðum í sjó fyrir vestan, nánar tiltekið á Tálknafirði? Hann segir sjálfur frá því að, jú, hann hafi verið að spara sér aur, það hefði verið of kostnaðarsamt að þrífa upp dauð laxaseiði. Fyrirtækið Eyrar-fiskeldi hafði ekki gengið sem skyldi, það hefði verið dýrt að þrífa upp dauðu seiðin ef hann léti þau drepast úr hungri og þess vegna hefði hann sleppt þeim í hafið meðan þau tórðu enn. Það vita allir sem hafa fylgst með málum hér á landi og umræðunni um laxeldi að þetta flokkast undir glæp. Glæp gegn náttúrunni, glæp gegn íslenska laxinum. Maður sem ákveður að fara út í laxeldi og hagar sér svona þegar hann sér fram á gjaldþrot er illa áttaður. Hundrað og sextíu þúsund seiði, 300-600 gramma þung. Þetta er svo há tala í samhengi við hvað er að ganga af laxi í íslenskar laxveiðiár að mann setur hljóðan. Og hvar var eftirlitsstofnunin þegar þetta gerðist? Við þeirri spurningu þarf að fá svar. Útgerðarmaðurinn sem málið varðar á sér öngvar málsbætur. Hann hefur varpað skugga á umræðuna um laxeldið þar sem verið er að reyna að ná sátt um þessa hluti. Laxeldi er ógn við íslenska náttúru og íslenska laxinn. Okkur sem teljum laxeldi í sjókvíum vera tímaskekkju og berjumst fyrir því að það sé stundað í landkvíum eða þá að það sé notaður geldfiskur í sjókvíum hrýs hugur við slíkum siðferðisbresti. Svona framganga sýnir ennþá einu sinni að villimennskan gagnvart íslenskri náttúru viðgengst nánast fyrir opnum tjöldum. Því miður. Höfundur er tónlistarmaður.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun