Kindakjötsframleiðsla á villigötum 9. ágúst 2017 10:00 Árið 1997 voru framleidd 7.900 tonn af kindakjöti á Íslandi. Þar af fóru 6.600 tonn til innlendrar neyslu en tæplega 1.100 tonn voru flutt út. Birgðir jukust um 200 tonn það árið. Árið 2016 var framleiðslan 10.400 tonn, salan um 6.800 tonn, útflutningurinn um 2.800 tonn. Sé litið á þróunina ár fyrir ár má greina að framleiðslan eykst jafnt og þétt um tæplega 1,5% á ári (árið 2000 er undantekning vegna mikillar slátrunar fullorðins fjár í kjölfar uppkaupa greiðslumarks). Innanlandsneyslan helst í stórum dráttum óbreytt frá 1997 og fram að hruni, þegar hún minnkar um 1.200 til 1.400 tonn og eykst svo aftur á síðustu árum upp að fyrra marki. Útflutningur sveiflaðist milli 1.000 og 2.000 tonna árin 1997 til 2007 en stóreykst þegar raungengi íslensku krónunnar lækkaði eftir hrun, fer hæst í um 3.600 tonn árið 2010 en var um 2.800 tonn árið 2016. Það er því búið að liggja lengi fyrir að innlendi markaðurinn tekur mest við um 6.500 til 7.000 tonnum af kindakjöti. Jafnframt liggur fyrir að kindakjötsneysla á íbúa á Íslandi er meira en tíu sinnum meiri en meðaltal OECD-landa og meira en tvöfalt meiri en í þeim löndum sem næst koma (Ástralía, Nýja-Sjáland). Innanlandsneysla mun fyrirsjáanlega minnka þegar til lengri tíma er litið. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld og forystumenn bænda komið upp kerfi sem hvetur bændur til að auka framleiðsluna um 1,5% á ári. Það kann að þykja gleðiefni að sölumönnum bænda hefur tekist allt að því að þrefalda útflutning kindakjöts séu árin eftir hrun borin saman við árin fyrir hrun. Allt tal um hrun útflutnings kindakjöts er því út í hött. Hitt er svo annað mál að útflutningur hefur líklega ekki verið samkeppnishæfur við innlenda markaðinn nema rétt á meðan raungengi íslensku krónunnar var hvað lægst rétt eftir hrun. Til að bæta gráu ofan á svart þá greiðir heimsmarkaðurinn ekki nægjanlega hátt verð til að standa undir framleiðslu- og vinnslukostnaði kjötsins. Allur útflutningur lambakjöts felur því í sér þjóðhagslegan kostnað fyrir íslenska þjóðarbúið. Bændaforystan og stjórnvöld virðast hafa byggt stefnumörkun gagnvart sauðfjárræktinni á að útflutningur yrði ávallt jafn arðbær og árin eftir hrun. Sú forsenda var umdeilanleg á sínum tíma. Nú er komið í ljós að hún stenst engan veginn. Það veðmál sem bændaforystan og stjórnvöld tóku fyrir hönd sauðfjárbænda gekk ekki upp. Fyrir liggur að draga þarf strax úr framleiðslu sem nemur 3.000 til 4.000 tonnum árlega. Þetta svarar til ríflega þriðjungs framleiðslunnar. Sú breyting sem gera þarf á sauðfjárframleiðslunni verður ekki sársaukalaus. En þannig vill til að stjórnvöld styðja greinina nú um 5 milljarða króna árlega. Þessu fé má verja til að milda áfallið gagnvart einstökum framleiðendum. Til dæmis væri hægt næstu 2-3 árin að lækka beingreiðslur og nota fjármunina frekar til að greiða sérstaka uppbót á innlagt ærkjöt til að hvetja einstaka framleiðendur til að minnka bústofn sinn. Aukin eftirspurn eftir vinnuafli í ferðaþjónustu vítt um land ætti einnig að gera samdrátt kindakjötsframleiðslu auðveldari nú en fyrr á tíð. Nú ætti að vera fullreynt að sparka vanda sauðfjárframleiðslunnar í fang ríkis eða útflutnings. Þær leiðir eru lokaðar og tími til að sauðfjárbændur og bændaforysta horfist í augu við staðreyndir og lagi framleiðslu sína að þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Árið 1997 voru framleidd 7.900 tonn af kindakjöti á Íslandi. Þar af fóru 6.600 tonn til innlendrar neyslu en tæplega 1.100 tonn voru flutt út. Birgðir jukust um 200 tonn það árið. Árið 2016 var framleiðslan 10.400 tonn, salan um 6.800 tonn, útflutningurinn um 2.800 tonn. Sé litið á þróunina ár fyrir ár má greina að framleiðslan eykst jafnt og þétt um tæplega 1,5% á ári (árið 2000 er undantekning vegna mikillar slátrunar fullorðins fjár í kjölfar uppkaupa greiðslumarks). Innanlandsneyslan helst í stórum dráttum óbreytt frá 1997 og fram að hruni, þegar hún minnkar um 1.200 til 1.400 tonn og eykst svo aftur á síðustu árum upp að fyrra marki. Útflutningur sveiflaðist milli 1.000 og 2.000 tonna árin 1997 til 2007 en stóreykst þegar raungengi íslensku krónunnar lækkaði eftir hrun, fer hæst í um 3.600 tonn árið 2010 en var um 2.800 tonn árið 2016. Það er því búið að liggja lengi fyrir að innlendi markaðurinn tekur mest við um 6.500 til 7.000 tonnum af kindakjöti. Jafnframt liggur fyrir að kindakjötsneysla á íbúa á Íslandi er meira en tíu sinnum meiri en meðaltal OECD-landa og meira en tvöfalt meiri en í þeim löndum sem næst koma (Ástralía, Nýja-Sjáland). Innanlandsneysla mun fyrirsjáanlega minnka þegar til lengri tíma er litið. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld og forystumenn bænda komið upp kerfi sem hvetur bændur til að auka framleiðsluna um 1,5% á ári. Það kann að þykja gleðiefni að sölumönnum bænda hefur tekist allt að því að þrefalda útflutning kindakjöts séu árin eftir hrun borin saman við árin fyrir hrun. Allt tal um hrun útflutnings kindakjöts er því út í hött. Hitt er svo annað mál að útflutningur hefur líklega ekki verið samkeppnishæfur við innlenda markaðinn nema rétt á meðan raungengi íslensku krónunnar var hvað lægst rétt eftir hrun. Til að bæta gráu ofan á svart þá greiðir heimsmarkaðurinn ekki nægjanlega hátt verð til að standa undir framleiðslu- og vinnslukostnaði kjötsins. Allur útflutningur lambakjöts felur því í sér þjóðhagslegan kostnað fyrir íslenska þjóðarbúið. Bændaforystan og stjórnvöld virðast hafa byggt stefnumörkun gagnvart sauðfjárræktinni á að útflutningur yrði ávallt jafn arðbær og árin eftir hrun. Sú forsenda var umdeilanleg á sínum tíma. Nú er komið í ljós að hún stenst engan veginn. Það veðmál sem bændaforystan og stjórnvöld tóku fyrir hönd sauðfjárbænda gekk ekki upp. Fyrir liggur að draga þarf strax úr framleiðslu sem nemur 3.000 til 4.000 tonnum árlega. Þetta svarar til ríflega þriðjungs framleiðslunnar. Sú breyting sem gera þarf á sauðfjárframleiðslunni verður ekki sársaukalaus. En þannig vill til að stjórnvöld styðja greinina nú um 5 milljarða króna árlega. Þessu fé má verja til að milda áfallið gagnvart einstökum framleiðendum. Til dæmis væri hægt næstu 2-3 árin að lækka beingreiðslur og nota fjármunina frekar til að greiða sérstaka uppbót á innlagt ærkjöt til að hvetja einstaka framleiðendur til að minnka bústofn sinn. Aukin eftirspurn eftir vinnuafli í ferðaþjónustu vítt um land ætti einnig að gera samdrátt kindakjötsframleiðslu auðveldari nú en fyrr á tíð. Nú ætti að vera fullreynt að sparka vanda sauðfjárframleiðslunnar í fang ríkis eða útflutnings. Þær leiðir eru lokaðar og tími til að sauðfjárbændur og bændaforysta horfist í augu við staðreyndir og lagi framleiðslu sína að þeim.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar