Síminn lúti sömu kröfum og aðrir gera Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. júlí 2017 06:00 Forstjóri Símans gagnrýnir Gagnaveitu Reykjavíkur harðlega eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. „Síminn hefur ekki sætt sig við að lúta sömu kröfum og aðrir þjónustuaðilar og er það miður,“ segir í yfirlýsingu frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna gagnrýni forstjóra Símans á vinnubrögð Gagnaveitunnar, dótturfyrirtækis OR. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá bréfasendingum Orra Haukssonar, forstjóra Símans, til Orkuveitunnar. Gagnrýnir Orri að Gagnaveitan neiti samstarfi um lagningu og rekstur ljósleiðara og að Míla, dótturfyrirtæki Símans, fái ekki að kaupa aðgang að völdum hluta kerfis Gagnaveitunnar heldur standi einungis til boða að kaupa aðgang að öllu kerfinu í heilu lagi. Segir hann Gagnaveituna vinna gegn lögum og misnota opinbert fé til að að hindra samkeppni. Orkuveitan segir hins vegar í yfirlýsingu sinni að starfsemi Gagnaveitunnar grundvallist á lögum og reglum. Félagið sé undir eftirliti Póst- og fjarskiptastofunnar og Samkeppniseftirlitsins. „Með tilkomu Ljósleiðarans inn á fjarskiptamarkaðinn hefur samkeppni aukist og valkostum neytenda fjölgað verulega. Það er óumdeild staðreynd. Póst- og fjarskiptastofnun hefur skilgreint Mílu sem markaðsráðandi í fastlínutengingum og hefur verið það um langt árabil,“ segir OR sem kveður það eitt af markmiðum Gagnaveitunnar að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði. „Hefur árangur fyrirtækisins sýnt fram á það og að vera neytendum fagnaðarefni.“ Þá segir Orkuveitan að Gagnaveitan sé ekki markaðsráðandi í fastlínutengingum. Það sé Míla hins vegar. „Vegna þeirrar stöðu og vegna sáttar sem Síminn/Míla gerðu við Samkeppniseftirlitið vegna brota hvíla kvaðir á fyrirtækjunum umfram önnur á markaði,“ segir Orkuveitan. Í Fréttablaðinu í gær sagði forstjóri Símans frá því að Kópavogsbær hafi þurft að skikka Gagnaveituna til að gefa Símanum kost á að vera með í skurðum sem grafnir voru undir ljósleiðara í Kópavogi í júní svo að ekki þyrfti að grafa upp sömu göturnar í tvígang. „Lausn fékkst í Kópavogi eftir að Míla krafðist hlutdeildar í framkvæmdum GR eftir að þær höfðu verið fullhannaðar, leyfi íbúa fengin, þær boðnar út og um þær samið,“ segir Orkuveitan. Þá hafi Gagnaveitan lagt sig fram um að bjóða Símanum aðgang að Ljósleiðaranum á viðskiptalegum forsendum. „Rétt eins og þeim sex fyrirtækjum sem nú veiti um hann þjónustu í samkeppni þeirra á milli.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
„Síminn hefur ekki sætt sig við að lúta sömu kröfum og aðrir þjónustuaðilar og er það miður,“ segir í yfirlýsingu frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna gagnrýni forstjóra Símans á vinnubrögð Gagnaveitunnar, dótturfyrirtækis OR. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá bréfasendingum Orra Haukssonar, forstjóra Símans, til Orkuveitunnar. Gagnrýnir Orri að Gagnaveitan neiti samstarfi um lagningu og rekstur ljósleiðara og að Míla, dótturfyrirtæki Símans, fái ekki að kaupa aðgang að völdum hluta kerfis Gagnaveitunnar heldur standi einungis til boða að kaupa aðgang að öllu kerfinu í heilu lagi. Segir hann Gagnaveituna vinna gegn lögum og misnota opinbert fé til að að hindra samkeppni. Orkuveitan segir hins vegar í yfirlýsingu sinni að starfsemi Gagnaveitunnar grundvallist á lögum og reglum. Félagið sé undir eftirliti Póst- og fjarskiptastofunnar og Samkeppniseftirlitsins. „Með tilkomu Ljósleiðarans inn á fjarskiptamarkaðinn hefur samkeppni aukist og valkostum neytenda fjölgað verulega. Það er óumdeild staðreynd. Póst- og fjarskiptastofnun hefur skilgreint Mílu sem markaðsráðandi í fastlínutengingum og hefur verið það um langt árabil,“ segir OR sem kveður það eitt af markmiðum Gagnaveitunnar að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði. „Hefur árangur fyrirtækisins sýnt fram á það og að vera neytendum fagnaðarefni.“ Þá segir Orkuveitan að Gagnaveitan sé ekki markaðsráðandi í fastlínutengingum. Það sé Míla hins vegar. „Vegna þeirrar stöðu og vegna sáttar sem Síminn/Míla gerðu við Samkeppniseftirlitið vegna brota hvíla kvaðir á fyrirtækjunum umfram önnur á markaði,“ segir Orkuveitan. Í Fréttablaðinu í gær sagði forstjóri Símans frá því að Kópavogsbær hafi þurft að skikka Gagnaveituna til að gefa Símanum kost á að vera með í skurðum sem grafnir voru undir ljósleiðara í Kópavogi í júní svo að ekki þyrfti að grafa upp sömu göturnar í tvígang. „Lausn fékkst í Kópavogi eftir að Míla krafðist hlutdeildar í framkvæmdum GR eftir að þær höfðu verið fullhannaðar, leyfi íbúa fengin, þær boðnar út og um þær samið,“ segir Orkuveitan. Þá hafi Gagnaveitan lagt sig fram um að bjóða Símanum aðgang að Ljósleiðaranum á viðskiptalegum forsendum. „Rétt eins og þeim sex fyrirtækjum sem nú veiti um hann þjónustu í samkeppni þeirra á milli.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira