Viðskipti innlent

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir í Árvakri

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Eyþór Arnaldsson og Guðbjörg Matthíasdóttir eiga stærstu hlutina í Árvakri
Eyþór Arnaldsson og Guðbjörg Matthíasdóttir eiga stærstu hlutina í Árvakri

Félagið Íslenskar sjávarafurðir, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, hefur bætt við hlut sinn í Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins. Félagið á nú 14,15 prósenta hlut í einkahlutafélaginu Þórsmörk, sem er eigandi Árvakurs, en átti áður rúmlega níu prósenta hlut. Félagið er þriðji stærsti eigandi Þórsmerkur.

Þá hefur hlutur Ramses II, félags í eigu Eyþórs Arnalds, fjárfestis, í Þórsmörk minnkað úr 26,62 prósentum í 22,87 prósent.

Hlutafé Árvakurs var aukið um 200 milljónir króna í sumar, en aðeins núverandi eigendur tóku þátt í hlutafjáraukningunni. Var það Kaupfélag Skagfirðinga sem lagði Árvakri til hvað mest fjármagn, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Félag Eyþórs er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur, en félagið fór inn í hluthafahópinn í apríl þegar það keypti eignarhluti útgerðarfélaganna Samherja, Síldarvinnslunnar og Vísis í Þórsmörk. Þá hefur félagið Laugarholt, í eigu hjónanna Þorgeirs Baldurssonar, fyrrverandi forstjóra prentsmiðjunnar Odda, og Rögnu Maríu Gunnarsdóttur, selt hlut sinn í Þórsmörk.

Félagið Hlynur A, í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, er næststærsti eigandi Þórsmerkur með 16,5 prósenta hlut og þá á Ísfélag Vestmannaeyja 13,4 prósenta hlut.

Tæplega fimmtíu milljóna króna tap varð af rekstri Árvakurs í fyrra, samanborið við 164 milljóna tap 2015. Tekjur félagsins jukust um níu prósent á árinu og námu 3,6 milljörðum króna, miðað við 3,1 milljarð árið 2015, en gjöld jukust um sex prósent. 


Tengdar fréttir

Ákvörðunin kom á óvart

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna smásölufélagsins Haga og lyfsölufélagsins Lyfju hafi komið á óvart. Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að geta brugðist við aukinni samkeppni. Sameining sé ein leið til að ná fram hagræðingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.