Valtað yfir Vestfirðinga Gísli Sigurðsson skrifar 26. júlí 2017 07:00 Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með viðbrögðum talsmanna norskra aflandsfyrirtækja í sjókvíaeldi á laxi undanfarnar vikur. Tilefnin hafa verið málefna- og efnislegir úrskurðir Skipulagsstofnunar og úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, og nú síðast áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna laxeldis í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur – byggt á viðurkenndum vísindarannsóknum. Þetta eru fyrstu afgerandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda og rannsóknarstofnana þar sem tekin eru af öll tvímæli um að norsku aflandsfyrirtækin geti ekki gengið sjálfala hér um firði og flóa og dritað niður sjókvíum eins og þeim þykir sjálfum best henta fyrir skammtímahagnað sinn. Talsmenn aflandsfyrirtækjanna hafa kosið að beita fyrir sig hagsmunum almennings á Vestfjörðum – líkt og þegar almennir borgarar eru notaðir sem hlífiskjöldur í hernaði. Við blasir að fiskeldi í smáum stíl hefur verið lyftistöng í atvinnulífi á sunnanverðum Vestfjörðum – enda þarf ekki mikið til í svo fámennum byggðum. Áform norsku aflandsfyrirtækjanna um risafiskeldi, byggð á efnahagsmódeli nýlendutímans, eru hins vegar af annarri stærðargráðu og henta alls ekki dreifðum byggðum á Vestfjörðum – m.a. vegna þeirra gríðarlega neikvæðu samfélags- og umhverfisáhrifa sem eldið myndi hafa, ekki bara á Vestfjörðum heldur líka um allt land. Viðurkenndar rannsóknir á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis á laxi hafa sýnt að lúsafaraldrar myndu leggjast á og drepa lax og silung í sjó vestra, saurmengun, fóður- og lyfjaleifar spilla æðarvarpi og fiskimiðum, sérstaklega skelfiski á borð við rækju, og sleppifiskar úr kvíunum blandast villta laxinum og eyða honum í öllum íslenskum ám, hringinn í kringum landið. Málið snýst ekki bara um einhverjar „sprænur í Djúpinu“ eins og stórkarlar að vestan láta hafa eftir sér. Á Vestfjörðum er fjöldi fólks sem hefur atvinnu af smábátaveiðum og sjóstangaveiði, æðarrækt og þjónustu við ferðamenn sem sækjast eftir að komast í óspillta náttúru þessa einstaka landshluta. Að ekki sé talað um saltverksmiðjuna á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp – sem yrði fyrsta fórnarlamb áformaðs fiskeldis í Djúpinu vegna mengunar. Talsmenn norsku aflandsfyrirtækjanna láta eins og þetta fólk sé ekki til og treysta á að það sjálft þori ekki að láta í sér heyra af ótta við harkaleg viðbrögð þeirra sem betur mega þar vestra – og í Noregi. Valdhrokinn og yfirgangurinn er svo mikill að um allt land hræðist fólk atvinnumissi ef það dirfist að tala máli náttúrunnar og hagsmuna þeirra fjölmörgu sem hafa afkomu sína og lífsánægju af því að henni sé ekki spillt. Við verðum að vona og treysta því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld í landinu láti ekki stjórnast af sérhagsmunum norskra aflandsfyrirtækja og hafi afl til að fylgja þeim lögum sem í gildi eru, virða alþjóðlega sáttmála um vernd villtra dýra og miða ávallt við almannahag og bestu fáanlegu þekkingu á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Fiskeldi er ágæt leið til að framleiða matvæli en það á heima í lokuðum kerfum sem menga ekki umhverfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með viðbrögðum talsmanna norskra aflandsfyrirtækja í sjókvíaeldi á laxi undanfarnar vikur. Tilefnin hafa verið málefna- og efnislegir úrskurðir Skipulagsstofnunar og úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, og nú síðast áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna laxeldis í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur – byggt á viðurkenndum vísindarannsóknum. Þetta eru fyrstu afgerandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda og rannsóknarstofnana þar sem tekin eru af öll tvímæli um að norsku aflandsfyrirtækin geti ekki gengið sjálfala hér um firði og flóa og dritað niður sjókvíum eins og þeim þykir sjálfum best henta fyrir skammtímahagnað sinn. Talsmenn aflandsfyrirtækjanna hafa kosið að beita fyrir sig hagsmunum almennings á Vestfjörðum – líkt og þegar almennir borgarar eru notaðir sem hlífiskjöldur í hernaði. Við blasir að fiskeldi í smáum stíl hefur verið lyftistöng í atvinnulífi á sunnanverðum Vestfjörðum – enda þarf ekki mikið til í svo fámennum byggðum. Áform norsku aflandsfyrirtækjanna um risafiskeldi, byggð á efnahagsmódeli nýlendutímans, eru hins vegar af annarri stærðargráðu og henta alls ekki dreifðum byggðum á Vestfjörðum – m.a. vegna þeirra gríðarlega neikvæðu samfélags- og umhverfisáhrifa sem eldið myndi hafa, ekki bara á Vestfjörðum heldur líka um allt land. Viðurkenndar rannsóknir á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis á laxi hafa sýnt að lúsafaraldrar myndu leggjast á og drepa lax og silung í sjó vestra, saurmengun, fóður- og lyfjaleifar spilla æðarvarpi og fiskimiðum, sérstaklega skelfiski á borð við rækju, og sleppifiskar úr kvíunum blandast villta laxinum og eyða honum í öllum íslenskum ám, hringinn í kringum landið. Málið snýst ekki bara um einhverjar „sprænur í Djúpinu“ eins og stórkarlar að vestan láta hafa eftir sér. Á Vestfjörðum er fjöldi fólks sem hefur atvinnu af smábátaveiðum og sjóstangaveiði, æðarrækt og þjónustu við ferðamenn sem sækjast eftir að komast í óspillta náttúru þessa einstaka landshluta. Að ekki sé talað um saltverksmiðjuna á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp – sem yrði fyrsta fórnarlamb áformaðs fiskeldis í Djúpinu vegna mengunar. Talsmenn norsku aflandsfyrirtækjanna láta eins og þetta fólk sé ekki til og treysta á að það sjálft þori ekki að láta í sér heyra af ótta við harkaleg viðbrögð þeirra sem betur mega þar vestra – og í Noregi. Valdhrokinn og yfirgangurinn er svo mikill að um allt land hræðist fólk atvinnumissi ef það dirfist að tala máli náttúrunnar og hagsmuna þeirra fjölmörgu sem hafa afkomu sína og lífsánægju af því að henni sé ekki spillt. Við verðum að vona og treysta því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld í landinu láti ekki stjórnast af sérhagsmunum norskra aflandsfyrirtækja og hafi afl til að fylgja þeim lögum sem í gildi eru, virða alþjóðlega sáttmála um vernd villtra dýra og miða ávallt við almannahag og bestu fáanlegu þekkingu á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Fiskeldi er ágæt leið til að framleiða matvæli en það á heima í lokuðum kerfum sem menga ekki umhverfið.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun