Elísabet II í öllu betra skapi við komu Spánarkonungs en Elísabet I við innrás Spánverja Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2017 20:30 Spánarkonungur kyssir hér hönd Bretadrottningar við heimsóknina í dag. vísir/getty Það var mikið um konunglegar dýrðir í Lundúnum í dag þegar spænsku konungshjónin komu í opinbera heimsókn til Bretlands. Elísabet önnur var öllu hýrari á brá en nafna hennar Elísabet fyrsta var fyrir tæplega 430 árum þegar Spánverjar stefndu risaflota norður í höf til að gera innrás í England. Samskipti Spánverja og Breta eru með mun skárra móti nú en þegar Hinrik VII sleit hjónabandi sínu við Katrínu af Aragon, dóttur Isabellu I og drottningar Spánar og Ferdinand II af Aragon, árið 1531 í andstöðu við Clement VII páfa sem leiddi síðar til stofnunar Ensku biskupakirkjunnar. Ekki skánaði samband ríkjanna þegar Spánverjar sendu 130 skipa flota til að gera innrás í England í ágúst 1588 í tíð Elísabetar I dóttur Hinriks VIII, þar sem Englendingar höfðu sigur. Ári síðar sendi Elísabet síðan flota til Spánar í hefndarskyni sem beið þar mikinn ósigur. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það var öllu til flaggað í Lundúnum í dag þegar Felipe VI konungur Spánar og Letizia drottning komu í opinbera heimsókn til Bretlands. Elísabet II og Filip prins voru í sólskinsskapi þar sem þau tóku á móti spænsku konungshjónunum ásamt Karli Bretaprins og Kamillu eiginkonu hans. Í þetta skipti ógnaði lífvörður Englandsdrottningar ekki Spánarkonungi heldur stóð heiðursvörð fyrir hina tignu gesti. Að lokinni athöfn var riðið af stað í viðhafnarvögnum frá miðborg Lundúna; Elísabet drottning og Felipe konungur saman í vagni og Filip prins og Letizia drottning á hæla þeirra. Ekki skorti á að óbreyttur almúginn hefði gaman af öllu saman þegar hátignirnar riðu hjá í átt að Buckingham höll og veifuðu til lýðsins. Þegar í höllina var komið bauð hin vinsæla og virðulega Elísabet inn í kaffi og með því. Ekki er ólíklegt að staða nýlendunnar Gíbraltar á Spáni eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði rædd á bakvið tjöldin, en um þær viðræður fáum við sauðsvartur almúginn ekkert að vita. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Það var mikið um konunglegar dýrðir í Lundúnum í dag þegar spænsku konungshjónin komu í opinbera heimsókn til Bretlands. Elísabet önnur var öllu hýrari á brá en nafna hennar Elísabet fyrsta var fyrir tæplega 430 árum þegar Spánverjar stefndu risaflota norður í höf til að gera innrás í England. Samskipti Spánverja og Breta eru með mun skárra móti nú en þegar Hinrik VII sleit hjónabandi sínu við Katrínu af Aragon, dóttur Isabellu I og drottningar Spánar og Ferdinand II af Aragon, árið 1531 í andstöðu við Clement VII páfa sem leiddi síðar til stofnunar Ensku biskupakirkjunnar. Ekki skánaði samband ríkjanna þegar Spánverjar sendu 130 skipa flota til að gera innrás í England í ágúst 1588 í tíð Elísabetar I dóttur Hinriks VIII, þar sem Englendingar höfðu sigur. Ári síðar sendi Elísabet síðan flota til Spánar í hefndarskyni sem beið þar mikinn ósigur. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það var öllu til flaggað í Lundúnum í dag þegar Felipe VI konungur Spánar og Letizia drottning komu í opinbera heimsókn til Bretlands. Elísabet II og Filip prins voru í sólskinsskapi þar sem þau tóku á móti spænsku konungshjónunum ásamt Karli Bretaprins og Kamillu eiginkonu hans. Í þetta skipti ógnaði lífvörður Englandsdrottningar ekki Spánarkonungi heldur stóð heiðursvörð fyrir hina tignu gesti. Að lokinni athöfn var riðið af stað í viðhafnarvögnum frá miðborg Lundúna; Elísabet drottning og Felipe konungur saman í vagni og Filip prins og Letizia drottning á hæla þeirra. Ekki skorti á að óbreyttur almúginn hefði gaman af öllu saman þegar hátignirnar riðu hjá í átt að Buckingham höll og veifuðu til lýðsins. Þegar í höllina var komið bauð hin vinsæla og virðulega Elísabet inn í kaffi og með því. Ekki er ólíklegt að staða nýlendunnar Gíbraltar á Spáni eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði rædd á bakvið tjöldin, en um þær viðræður fáum við sauðsvartur almúginn ekkert að vita.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira