Lewis Hamilton heldur ráspólnum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. júlí 2017 15:06 Hamilton heldur ráspólnum á heimavelli. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring. Í yfirlýsingu dómara keppninnar segir: „Dómararnir skoðuðu myndband og upplýsingar úr bílunum og við höfum úrskurðað að þótt GRO [Grosjean] hafi hugsanlega orðið fyrir einhverjum áhrifum af nærveru HAM [Hamilton] í beygju 16 þá varð hann ekki fyrir töfum.“ Hamilton hefur því verið hreinsaður af öllum grun og heldur ráspólnum á heimavelli sínum, Silverstone brautinni í Bretlandi. Hamilton var að stilla sér upp fyrir tilraun sína til að tryggja sér ráspól. Á sama tíma var Grosjean að ljúka tímatökuhring. Frakkinn nálgaðist Hamilton á miklum hraða á leið inn í hæga beygju. Haas liðið segir að Grosjean hafi tapað 0,3 sekúndum. Grosjean sjálfur sagði a tilraun hans hefði verið eyðilögð af Hamilton. „Ég var að fara að hefja minn hirng, með Valtteri [Bottas] á undan og ég var að reyna að búa til pláss. Það var Force India bíll fyrir aftan mig sem fór svo inn á þjónustusvæðið,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna. „Það var enginn fyrir aftan mig og svo leit ég í spegilinn og sá að það var bíll fyrir aftan mig. Ég reyndi að gefa í og koma mér frá honum. Ég veit ekki hvort ég var fyrir honum en ef ég tafði hann þá bið ég afsökunar. Liðið var ekki búið að upplýsa mig um að hann væri að koma,“ sagði Hamilton. Í yfirlýsingu dómara keppninnar segir: „Dómararnir skoðuðu myndband og upplýsingar úr bílunum og við höfum úrskurðað að þótt GRO [Grosjean] hafi hugsanlega orðið fyrir einhverjum áhrifum af nærveru HAM [Hamilton] í beygju 16 þá varð hann ekki fyrir töfum.“ Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir breska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. júlí 2017 12:52 Valtteri Bottas fljótastur á föstudegi í Bretlandi Valtteri Bottas var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir breska kappaksturinn sem fram er um helgina. Ferrari átti við vanda að glíma. 14. júlí 2017 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði sínu 67. ráspól á ferlinum og þeim fimmta á Silverstone. Hann sætti rannsókn dómara keppninnar enda grunaður um að hægja á Romain Grosjean sem var að setja tímatökuhring. Í yfirlýsingu dómara keppninnar segir: „Dómararnir skoðuðu myndband og upplýsingar úr bílunum og við höfum úrskurðað að þótt GRO [Grosjean] hafi hugsanlega orðið fyrir einhverjum áhrifum af nærveru HAM [Hamilton] í beygju 16 þá varð hann ekki fyrir töfum.“ Hamilton hefur því verið hreinsaður af öllum grun og heldur ráspólnum á heimavelli sínum, Silverstone brautinni í Bretlandi. Hamilton var að stilla sér upp fyrir tilraun sína til að tryggja sér ráspól. Á sama tíma var Grosjean að ljúka tímatökuhring. Frakkinn nálgaðist Hamilton á miklum hraða á leið inn í hæga beygju. Haas liðið segir að Grosjean hafi tapað 0,3 sekúndum. Grosjean sjálfur sagði a tilraun hans hefði verið eyðilögð af Hamilton. „Ég var að fara að hefja minn hirng, með Valtteri [Bottas] á undan og ég var að reyna að búa til pláss. Það var Force India bíll fyrir aftan mig sem fór svo inn á þjónustusvæðið,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna. „Það var enginn fyrir aftan mig og svo leit ég í spegilinn og sá að það var bíll fyrir aftan mig. Ég reyndi að gefa í og koma mér frá honum. Ég veit ekki hvort ég var fyrir honum en ef ég tafði hann þá bið ég afsökunar. Liðið var ekki búið að upplýsa mig um að hann væri að koma,“ sagði Hamilton. Í yfirlýsingu dómara keppninnar segir: „Dómararnir skoðuðu myndband og upplýsingar úr bílunum og við höfum úrskurðað að þótt GRO [Grosjean] hafi hugsanlega orðið fyrir einhverjum áhrifum af nærveru HAM [Hamilton] í beygju 16 þá varð hann ekki fyrir töfum.“
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir breska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. júlí 2017 12:52 Valtteri Bottas fljótastur á föstudegi í Bretlandi Valtteri Bottas var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir breska kappaksturinn sem fram er um helgina. Ferrari átti við vanda að glíma. 14. júlí 2017 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir breska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. júlí 2017 12:52
Valtteri Bottas fljótastur á föstudegi í Bretlandi Valtteri Bottas var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir breska kappaksturinn sem fram er um helgina. Ferrari átti við vanda að glíma. 14. júlí 2017 22:30