Að skapa störf með því að eyða þeim annars staðar Magnús Skúlason skrifar 18. júlí 2017 07:00 Í umræðu um laxeldi hafa menn farið mikinn um mikilvægi eldis fyrir atvinnuuppbyggingu í þeim byggðum landsins sem eiga undir högg að sækja. Í þeirri umræðu fer hins vegar minna fyrir þeirri staðreynd að eldi í opnum sjókvíum stefnir störfum sem nú þegar eru til staðar í sveitum Íslands í stórhættu. Því verður ekki trúað að óreyndu að fólk vilji skapa störf í sínu héraði með því að eyða þeim annars staðar á landsbyggðinni og það með iðnaðareldi sem er bein atlaga að náttúru og lífríki Íslands. Það má aldrei gleyma því að tekjur af laxveiði eru mikilvæg undirstaða fyrir búsetu í sveitum Íslands. Þjónusta og leiga laxveiðihlunninda er ein elsta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Greinin skilar tekjum til bænda og skapar fjölbreytt störf. Leiga veiðiréttinda veltir um 20 milljörðum á ári sé tekið tillit til afleiddra tekna. Tekjurnar verða ekki eingöngu til við árnar heldur gætir áhrifa laxveiði vítt og breitt um samfélagið. Má þar nefna flug, hótel, bílaleigur, veitingastaði, verslanir og fleira. Laxveiðimenn sem sækja Ísland heim skila þannig með beinum og óbeinum hætti hærri tekjum til samfélagsins en nokkrir aðrir ferðamenn.Rangfærslur um arð af veiðitekjumÞrálátar rangfærslur hafa einkennt umræðu um skattlagningu á veiðitekjum sem ég tel ástæðu til að leiðrétta hér og nú. Samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði er landeigendum skylt að gerast aðilar að veiðifélagi viðkomandi ársvæðis. Veiðifélögin skipa með sér stjórn sem stýrir samningum um útleigu ánna sem og uppbyggingu í þjónustu við veiðimenn. Arði af útleigu ánna er skipt milli lögbýla við viðkomandi veiðivatn samkvæmt ríkjandi arðskrá. Hvert lögbýli greiðir fullan tekjuskatt af útgreiddum arði veiðihlunninda. Við hverja laxveiðiá hafa verið reist glæsileg veiðihús sem bændur eiga sjálfir. Um er að ræða nútímaleg veiðihótel sem kalla á mikla fjárfestingu af hálfu landeigenda. Rekstur veiðihótelanna ber virðisauka- og gistináttaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Öll umræða um að greinin sé ekki skattlögð er því einfaldlega röng.Norskt iðnaðareldi ógnar villtum íslenskum laxiÞað er mikið áhyggjuefni að iðnaðarlaxeldi á norska vísu upp á 130.000 tonn af norskum laxi sé í umsóknarferli hér á landi. Samkvæmt norskum rannsóknum liggur fyrir að einn lax sleppur að meðaltali fyrir hvert alið tonn af eldislaxi. Ef þessi áform ganga eftir má gera ráð fyrir að um 130.000 laxar sleppi úr sjókvíum við Íslandsstrendur. Um er að ræða frjóan framandi stofn og stærstu ógn sem villtir íslenskir laxastofnar hafa staðið frammi fyrir. Til samanburðar er allur hrygningarstofn íslenska laxins um 33.000 til 50.000 laxar. Í nýlegri vísindagrein kemur fram að allt að 80 prósent af hrygnum í norskum veiðiám er eldislax. Norskir laxastofnar hafa orðið fyrir óafturkræfum áhrifum vegna erfðablöndunar. Í hvert skipti sem nýir eldislaxar sleppa minnkar vægi náttúrulega laxins. Allar líkur eru á að villti stofninn muni deyja út á endanum. Íslendingar mega ekki láta það yfir sig ganga að verðmætri náttúruauðlind sé fórnað með tilkomu stórfellds norsks iðnaðareldis í sjókvíum hér á landi. Það verður að gera þá kröfu að stjórnvöld taki ábyrga afstöðu með hagsmuni náttúrunnar, og allrar landsbyggðarinnar, að leiðarljósi og tryggi framtíð villtu laxastofnanna. Íslenskir laxastofnar eru auðlind sem okkur ber skylda til að viðhalda og nýta með sjálfbærum hætti og skila til komandi kynslóða.Höfundur er formaður Veiðifélags Þverár og bóndi í Norðtungu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um laxeldi hafa menn farið mikinn um mikilvægi eldis fyrir atvinnuuppbyggingu í þeim byggðum landsins sem eiga undir högg að sækja. Í þeirri umræðu fer hins vegar minna fyrir þeirri staðreynd að eldi í opnum sjókvíum stefnir störfum sem nú þegar eru til staðar í sveitum Íslands í stórhættu. Því verður ekki trúað að óreyndu að fólk vilji skapa störf í sínu héraði með því að eyða þeim annars staðar á landsbyggðinni og það með iðnaðareldi sem er bein atlaga að náttúru og lífríki Íslands. Það má aldrei gleyma því að tekjur af laxveiði eru mikilvæg undirstaða fyrir búsetu í sveitum Íslands. Þjónusta og leiga laxveiðihlunninda er ein elsta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Greinin skilar tekjum til bænda og skapar fjölbreytt störf. Leiga veiðiréttinda veltir um 20 milljörðum á ári sé tekið tillit til afleiddra tekna. Tekjurnar verða ekki eingöngu til við árnar heldur gætir áhrifa laxveiði vítt og breitt um samfélagið. Má þar nefna flug, hótel, bílaleigur, veitingastaði, verslanir og fleira. Laxveiðimenn sem sækja Ísland heim skila þannig með beinum og óbeinum hætti hærri tekjum til samfélagsins en nokkrir aðrir ferðamenn.Rangfærslur um arð af veiðitekjumÞrálátar rangfærslur hafa einkennt umræðu um skattlagningu á veiðitekjum sem ég tel ástæðu til að leiðrétta hér og nú. Samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði er landeigendum skylt að gerast aðilar að veiðifélagi viðkomandi ársvæðis. Veiðifélögin skipa með sér stjórn sem stýrir samningum um útleigu ánna sem og uppbyggingu í þjónustu við veiðimenn. Arði af útleigu ánna er skipt milli lögbýla við viðkomandi veiðivatn samkvæmt ríkjandi arðskrá. Hvert lögbýli greiðir fullan tekjuskatt af útgreiddum arði veiðihlunninda. Við hverja laxveiðiá hafa verið reist glæsileg veiðihús sem bændur eiga sjálfir. Um er að ræða nútímaleg veiðihótel sem kalla á mikla fjárfestingu af hálfu landeigenda. Rekstur veiðihótelanna ber virðisauka- og gistináttaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Öll umræða um að greinin sé ekki skattlögð er því einfaldlega röng.Norskt iðnaðareldi ógnar villtum íslenskum laxiÞað er mikið áhyggjuefni að iðnaðarlaxeldi á norska vísu upp á 130.000 tonn af norskum laxi sé í umsóknarferli hér á landi. Samkvæmt norskum rannsóknum liggur fyrir að einn lax sleppur að meðaltali fyrir hvert alið tonn af eldislaxi. Ef þessi áform ganga eftir má gera ráð fyrir að um 130.000 laxar sleppi úr sjókvíum við Íslandsstrendur. Um er að ræða frjóan framandi stofn og stærstu ógn sem villtir íslenskir laxastofnar hafa staðið frammi fyrir. Til samanburðar er allur hrygningarstofn íslenska laxins um 33.000 til 50.000 laxar. Í nýlegri vísindagrein kemur fram að allt að 80 prósent af hrygnum í norskum veiðiám er eldislax. Norskir laxastofnar hafa orðið fyrir óafturkræfum áhrifum vegna erfðablöndunar. Í hvert skipti sem nýir eldislaxar sleppa minnkar vægi náttúrulega laxins. Allar líkur eru á að villti stofninn muni deyja út á endanum. Íslendingar mega ekki láta það yfir sig ganga að verðmætri náttúruauðlind sé fórnað með tilkomu stórfellds norsks iðnaðareldis í sjókvíum hér á landi. Það verður að gera þá kröfu að stjórnvöld taki ábyrga afstöðu með hagsmuni náttúrunnar, og allrar landsbyggðarinnar, að leiðarljósi og tryggi framtíð villtu laxastofnanna. Íslenskir laxastofnar eru auðlind sem okkur ber skylda til að viðhalda og nýta með sjálfbærum hætti og skila til komandi kynslóða.Höfundur er formaður Veiðifélags Þverár og bóndi í Norðtungu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun