Að skapa störf með því að eyða þeim annars staðar Magnús Skúlason skrifar 18. júlí 2017 07:00 Í umræðu um laxeldi hafa menn farið mikinn um mikilvægi eldis fyrir atvinnuuppbyggingu í þeim byggðum landsins sem eiga undir högg að sækja. Í þeirri umræðu fer hins vegar minna fyrir þeirri staðreynd að eldi í opnum sjókvíum stefnir störfum sem nú þegar eru til staðar í sveitum Íslands í stórhættu. Því verður ekki trúað að óreyndu að fólk vilji skapa störf í sínu héraði með því að eyða þeim annars staðar á landsbyggðinni og það með iðnaðareldi sem er bein atlaga að náttúru og lífríki Íslands. Það má aldrei gleyma því að tekjur af laxveiði eru mikilvæg undirstaða fyrir búsetu í sveitum Íslands. Þjónusta og leiga laxveiðihlunninda er ein elsta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Greinin skilar tekjum til bænda og skapar fjölbreytt störf. Leiga veiðiréttinda veltir um 20 milljörðum á ári sé tekið tillit til afleiddra tekna. Tekjurnar verða ekki eingöngu til við árnar heldur gætir áhrifa laxveiði vítt og breitt um samfélagið. Má þar nefna flug, hótel, bílaleigur, veitingastaði, verslanir og fleira. Laxveiðimenn sem sækja Ísland heim skila þannig með beinum og óbeinum hætti hærri tekjum til samfélagsins en nokkrir aðrir ferðamenn.Rangfærslur um arð af veiðitekjumÞrálátar rangfærslur hafa einkennt umræðu um skattlagningu á veiðitekjum sem ég tel ástæðu til að leiðrétta hér og nú. Samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði er landeigendum skylt að gerast aðilar að veiðifélagi viðkomandi ársvæðis. Veiðifélögin skipa með sér stjórn sem stýrir samningum um útleigu ánna sem og uppbyggingu í þjónustu við veiðimenn. Arði af útleigu ánna er skipt milli lögbýla við viðkomandi veiðivatn samkvæmt ríkjandi arðskrá. Hvert lögbýli greiðir fullan tekjuskatt af útgreiddum arði veiðihlunninda. Við hverja laxveiðiá hafa verið reist glæsileg veiðihús sem bændur eiga sjálfir. Um er að ræða nútímaleg veiðihótel sem kalla á mikla fjárfestingu af hálfu landeigenda. Rekstur veiðihótelanna ber virðisauka- og gistináttaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Öll umræða um að greinin sé ekki skattlögð er því einfaldlega röng.Norskt iðnaðareldi ógnar villtum íslenskum laxiÞað er mikið áhyggjuefni að iðnaðarlaxeldi á norska vísu upp á 130.000 tonn af norskum laxi sé í umsóknarferli hér á landi. Samkvæmt norskum rannsóknum liggur fyrir að einn lax sleppur að meðaltali fyrir hvert alið tonn af eldislaxi. Ef þessi áform ganga eftir má gera ráð fyrir að um 130.000 laxar sleppi úr sjókvíum við Íslandsstrendur. Um er að ræða frjóan framandi stofn og stærstu ógn sem villtir íslenskir laxastofnar hafa staðið frammi fyrir. Til samanburðar er allur hrygningarstofn íslenska laxins um 33.000 til 50.000 laxar. Í nýlegri vísindagrein kemur fram að allt að 80 prósent af hrygnum í norskum veiðiám er eldislax. Norskir laxastofnar hafa orðið fyrir óafturkræfum áhrifum vegna erfðablöndunar. Í hvert skipti sem nýir eldislaxar sleppa minnkar vægi náttúrulega laxins. Allar líkur eru á að villti stofninn muni deyja út á endanum. Íslendingar mega ekki láta það yfir sig ganga að verðmætri náttúruauðlind sé fórnað með tilkomu stórfellds norsks iðnaðareldis í sjókvíum hér á landi. Það verður að gera þá kröfu að stjórnvöld taki ábyrga afstöðu með hagsmuni náttúrunnar, og allrar landsbyggðarinnar, að leiðarljósi og tryggi framtíð villtu laxastofnanna. Íslenskir laxastofnar eru auðlind sem okkur ber skylda til að viðhalda og nýta með sjálfbærum hætti og skila til komandi kynslóða.Höfundur er formaður Veiðifélags Þverár og bóndi í Norðtungu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í umræðu um laxeldi hafa menn farið mikinn um mikilvægi eldis fyrir atvinnuuppbyggingu í þeim byggðum landsins sem eiga undir högg að sækja. Í þeirri umræðu fer hins vegar minna fyrir þeirri staðreynd að eldi í opnum sjókvíum stefnir störfum sem nú þegar eru til staðar í sveitum Íslands í stórhættu. Því verður ekki trúað að óreyndu að fólk vilji skapa störf í sínu héraði með því að eyða þeim annars staðar á landsbyggðinni og það með iðnaðareldi sem er bein atlaga að náttúru og lífríki Íslands. Það má aldrei gleyma því að tekjur af laxveiði eru mikilvæg undirstaða fyrir búsetu í sveitum Íslands. Þjónusta og leiga laxveiðihlunninda er ein elsta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Greinin skilar tekjum til bænda og skapar fjölbreytt störf. Leiga veiðiréttinda veltir um 20 milljörðum á ári sé tekið tillit til afleiddra tekna. Tekjurnar verða ekki eingöngu til við árnar heldur gætir áhrifa laxveiði vítt og breitt um samfélagið. Má þar nefna flug, hótel, bílaleigur, veitingastaði, verslanir og fleira. Laxveiðimenn sem sækja Ísland heim skila þannig með beinum og óbeinum hætti hærri tekjum til samfélagsins en nokkrir aðrir ferðamenn.Rangfærslur um arð af veiðitekjumÞrálátar rangfærslur hafa einkennt umræðu um skattlagningu á veiðitekjum sem ég tel ástæðu til að leiðrétta hér og nú. Samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði er landeigendum skylt að gerast aðilar að veiðifélagi viðkomandi ársvæðis. Veiðifélögin skipa með sér stjórn sem stýrir samningum um útleigu ánna sem og uppbyggingu í þjónustu við veiðimenn. Arði af útleigu ánna er skipt milli lögbýla við viðkomandi veiðivatn samkvæmt ríkjandi arðskrá. Hvert lögbýli greiðir fullan tekjuskatt af útgreiddum arði veiðihlunninda. Við hverja laxveiðiá hafa verið reist glæsileg veiðihús sem bændur eiga sjálfir. Um er að ræða nútímaleg veiðihótel sem kalla á mikla fjárfestingu af hálfu landeigenda. Rekstur veiðihótelanna ber virðisauka- og gistináttaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Öll umræða um að greinin sé ekki skattlögð er því einfaldlega röng.Norskt iðnaðareldi ógnar villtum íslenskum laxiÞað er mikið áhyggjuefni að iðnaðarlaxeldi á norska vísu upp á 130.000 tonn af norskum laxi sé í umsóknarferli hér á landi. Samkvæmt norskum rannsóknum liggur fyrir að einn lax sleppur að meðaltali fyrir hvert alið tonn af eldislaxi. Ef þessi áform ganga eftir má gera ráð fyrir að um 130.000 laxar sleppi úr sjókvíum við Íslandsstrendur. Um er að ræða frjóan framandi stofn og stærstu ógn sem villtir íslenskir laxastofnar hafa staðið frammi fyrir. Til samanburðar er allur hrygningarstofn íslenska laxins um 33.000 til 50.000 laxar. Í nýlegri vísindagrein kemur fram að allt að 80 prósent af hrygnum í norskum veiðiám er eldislax. Norskir laxastofnar hafa orðið fyrir óafturkræfum áhrifum vegna erfðablöndunar. Í hvert skipti sem nýir eldislaxar sleppa minnkar vægi náttúrulega laxins. Allar líkur eru á að villti stofninn muni deyja út á endanum. Íslendingar mega ekki láta það yfir sig ganga að verðmætri náttúruauðlind sé fórnað með tilkomu stórfellds norsks iðnaðareldis í sjókvíum hér á landi. Það verður að gera þá kröfu að stjórnvöld taki ábyrga afstöðu með hagsmuni náttúrunnar, og allrar landsbyggðarinnar, að leiðarljósi og tryggi framtíð villtu laxastofnanna. Íslenskir laxastofnar eru auðlind sem okkur ber skylda til að viðhalda og nýta með sjálfbærum hætti og skila til komandi kynslóða.Höfundur er formaður Veiðifélags Þverár og bóndi í Norðtungu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun