80 deyi árlega vegna loftmengunar Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júlí 2017 06:00 Það er bannað að skilja bílinn eftir í gangi á meðan ökumaður bregður sér út. Ragnhildur segir að það verði að upplýsa fólk betur. vísir/anton Áætlað er að 80 ótímabær dauðsföll verði árlega á Íslandi af völdum loftmengunar. Þetta kemur fram í skýrsludrögum um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Íslendinga. Doktor Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, loftslagssérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir þá sem deyja ekki vera heilbrigða heldur einstaklinga sem eru veikir fyrir. Það flýti fyrir dauða þeirra.Ragnhildur FinnbjörnsdóttirRagnhildur segir tölurnar byggja á skýrslu sem Umhverfisstofnun Evrópu gefur út árlega. „Þau nota loftgæðamælingar í hverju landi fyrir sig og skoða fjöldatölur. Þau hafa þetta sem viðmið til að bera saman möguleg áhrif loftmengunar á milli landa,“ segir Ragnhildur. Samkvæmt lögum gefur umhverfis- og auðlindaráðherra út áætlun um loftgæði til 12 ára. Umhverfisstofnun hefur unnið drög að áætlun til 2030 að höfðu samráði við heilbrigðisnefndir sveitafélaga, Samtök atvinnulífsins og fleiri. Í áætluninni eru tvö markmið sett fram til að endurspegla það meginmarkmið að viðhalda góðum loftgæðum á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að heildarkostnaður sem fellur til vegna aðgerðanna sé að lágmarki 324,5 milljónir króna. Fyrsta markmiðið er að fækka árlegum ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi úr 80 í færri en fimm fyrir árið 2030. Annað markmið er að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7-20 skiptum niður í núll skipti fyrir árslok 2030. Í áætluninni eru settar fram þrettán aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná fram fyrra markmiðinu og sjö aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná seinna markmiðinu. Ragnhildur segir að ein stærsta aðgerðin sé að koma upp loftgæðaupplýsingakerfi. „Þar getum við spáð fyrir í framtíðinni um gæði andrúmsloftsins næstu daga. Þetta verður nokkurs konar veðurspá næstu tvo daga fram í tímann,“ segir Ragnhildur. Þá geti fólk tekið ákvarðanir um líf sitt á grundvelli þeirra spáa. „Ef þú ert að fara út að skokka næstu daga þá geturðu athugað hvernig loftgæðin verða á þessum tíma sem þú ætlaðir að fara að skokka,“ nefnir Ragnhildur sem dæmi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Áætlað er að 80 ótímabær dauðsföll verði árlega á Íslandi af völdum loftmengunar. Þetta kemur fram í skýrsludrögum um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Íslendinga. Doktor Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, loftslagssérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir þá sem deyja ekki vera heilbrigða heldur einstaklinga sem eru veikir fyrir. Það flýti fyrir dauða þeirra.Ragnhildur FinnbjörnsdóttirRagnhildur segir tölurnar byggja á skýrslu sem Umhverfisstofnun Evrópu gefur út árlega. „Þau nota loftgæðamælingar í hverju landi fyrir sig og skoða fjöldatölur. Þau hafa þetta sem viðmið til að bera saman möguleg áhrif loftmengunar á milli landa,“ segir Ragnhildur. Samkvæmt lögum gefur umhverfis- og auðlindaráðherra út áætlun um loftgæði til 12 ára. Umhverfisstofnun hefur unnið drög að áætlun til 2030 að höfðu samráði við heilbrigðisnefndir sveitafélaga, Samtök atvinnulífsins og fleiri. Í áætluninni eru tvö markmið sett fram til að endurspegla það meginmarkmið að viðhalda góðum loftgæðum á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að heildarkostnaður sem fellur til vegna aðgerðanna sé að lágmarki 324,5 milljónir króna. Fyrsta markmiðið er að fækka árlegum ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi úr 80 í færri en fimm fyrir árið 2030. Annað markmið er að fækka árlegum fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7-20 skiptum niður í núll skipti fyrir árslok 2030. Í áætluninni eru settar fram þrettán aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná fram fyrra markmiðinu og sjö aðgerðir sem ráðast mætti í til að ná seinna markmiðinu. Ragnhildur segir að ein stærsta aðgerðin sé að koma upp loftgæðaupplýsingakerfi. „Þar getum við spáð fyrir í framtíðinni um gæði andrúmsloftsins næstu daga. Þetta verður nokkurs konar veðurspá næstu tvo daga fram í tímann,“ segir Ragnhildur. Þá geti fólk tekið ákvarðanir um líf sitt á grundvelli þeirra spáa. „Ef þú ert að fara út að skokka næstu daga þá geturðu athugað hvernig loftgæðin verða á þessum tíma sem þú ætlaðir að fara að skokka,“ nefnir Ragnhildur sem dæmi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira