Nýr valkostur í lífeyrissparnaði frá og með deginum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 20:00 Launafólk á almennum vinnumarkaði getur frá og með deginum í dag ráðstafað auknu mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrisgreiðslum í séreignasjóð hjá sínum lífeyrissjóði. En á næsta ári lýkur jöfnun lífeyrisréttinda á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Lífeyrissparnaður fólks er settur saman úr eigin framlagi þess og mótframlagi atvinnurekenda. Árið 2015 greiddi launafólk á almennum markaði fjögur prósent af launum í lífeyrissjóði en mótframlag vinnuveitenda var átta prósent. Í kjarasamningum í byrjun síðasta árs var ákveðið að hækka mótframlag atvinnurekenda í þremur skrefum um 3,5 prósentustig þannig að heildargreiðsla vegna launafólks á almenna markaðnum yrði sú sama og hjá hinu opinbera.Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands.Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands segir að þannig hafi mótframlagið farið úr átta prósentum í 8,5 prósent í fyrra og frá með deginum í dag fari það í tíu prósent. Síðasta skrefið verði svo tekið á næsta ári þegar mótframlag atvinnurekenda verði 11,5 prósent. Og þá núna 1. júli standa sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum frami fyrir nýu vali? „Já, það er hin stóra breytingin sem er að taka gildi núna frá og með 1. júlí í ár. Sjóðfélagar hafa núna aukið val um það hvernig þeir ráðstafa þessu viðbótariðgjaldi, þessum 3,5 prósentum sem þetta verður orðið eftir ár,“ segir Henný. Allir þeir sem greiða í lífeyrissjóð og vilja ráðstaða nú þegar tveimur prósentum og allt upp í 3,5 prósentum eftir ár í séreign hjá lífeyrissjóði, verða að hafa samband við sinn lífeyrissjóð í þessum mánuði og gera samning um það. Lífeyrissparnaður fólks er settur saman úr eigin framlagi þess og mótframlagi atvinnurekenda.Grafík/Stöð 2„Þannig að nú er mikilvægt að hver og einn sjóðfélagi setji sig inn í málið og taki upplýsta ákvörðun um það hvernig hann vill ráðstafa framlaginu. Í raun og veru hvernig hann vill að tryggingavernd hans hjá lífeyrissjóðnum sé samsett,“ segir Henný. Þetta er nýtt úrræði, sem ýmist getur aukið almennan lífeyrisrétt eða myndað séreign.En þessi hluti, ef fólk ákveður að setja hann í séreignarhlutann, getur það leyst hann út hvenær? „Það getur leyst hann út fimm árum fyrir almennan lífeyristökualdur er gert ráð fyrir. Sem er þá sextíu og tveggja ára í dag. Það er mikilvægt að taka það líka fram að þetta er annað en þesi hefðbundni séreignarsparnaður sem við þekkjum í kerfinu nú þegar. Þetta er í raun nýr valkostur sem hefur verið kallaður tilgreind séreign,“ segir Henný Hinz. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Launafólk á almennum vinnumarkaði getur frá og með deginum í dag ráðstafað auknu mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrisgreiðslum í séreignasjóð hjá sínum lífeyrissjóði. En á næsta ári lýkur jöfnun lífeyrisréttinda á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Lífeyrissparnaður fólks er settur saman úr eigin framlagi þess og mótframlagi atvinnurekenda. Árið 2015 greiddi launafólk á almennum markaði fjögur prósent af launum í lífeyrissjóði en mótframlag vinnuveitenda var átta prósent. Í kjarasamningum í byrjun síðasta árs var ákveðið að hækka mótframlag atvinnurekenda í þremur skrefum um 3,5 prósentustig þannig að heildargreiðsla vegna launafólks á almenna markaðnum yrði sú sama og hjá hinu opinbera.Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands.Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands segir að þannig hafi mótframlagið farið úr átta prósentum í 8,5 prósent í fyrra og frá með deginum í dag fari það í tíu prósent. Síðasta skrefið verði svo tekið á næsta ári þegar mótframlag atvinnurekenda verði 11,5 prósent. Og þá núna 1. júli standa sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum frami fyrir nýu vali? „Já, það er hin stóra breytingin sem er að taka gildi núna frá og með 1. júlí í ár. Sjóðfélagar hafa núna aukið val um það hvernig þeir ráðstafa þessu viðbótariðgjaldi, þessum 3,5 prósentum sem þetta verður orðið eftir ár,“ segir Henný. Allir þeir sem greiða í lífeyrissjóð og vilja ráðstaða nú þegar tveimur prósentum og allt upp í 3,5 prósentum eftir ár í séreign hjá lífeyrissjóði, verða að hafa samband við sinn lífeyrissjóð í þessum mánuði og gera samning um það. Lífeyrissparnaður fólks er settur saman úr eigin framlagi þess og mótframlagi atvinnurekenda.Grafík/Stöð 2„Þannig að nú er mikilvægt að hver og einn sjóðfélagi setji sig inn í málið og taki upplýsta ákvörðun um það hvernig hann vill ráðstafa framlaginu. Í raun og veru hvernig hann vill að tryggingavernd hans hjá lífeyrissjóðnum sé samsett,“ segir Henný. Þetta er nýtt úrræði, sem ýmist getur aukið almennan lífeyrisrétt eða myndað séreign.En þessi hluti, ef fólk ákveður að setja hann í séreignarhlutann, getur það leyst hann út hvenær? „Það getur leyst hann út fimm árum fyrir almennan lífeyristökualdur er gert ráð fyrir. Sem er þá sextíu og tveggja ára í dag. Það er mikilvægt að taka það líka fram að þetta er annað en þesi hefðbundni séreignarsparnaður sem við þekkjum í kerfinu nú þegar. Þetta er í raun nýr valkostur sem hefur verið kallaður tilgreind séreign,“ segir Henný Hinz.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira